Ómögulegt að ætla að hringja og biðja um leyfi Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 14:00 Arnar Þór Viðarsson Stöð 2 Sport/Vísir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag. Hann kallar eftir skýrum ramma um hverja megi velja í landsliðið í kjölfar þess að stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson úr hópi liðsins fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni. Arnar Þór sagði á fundinum í dag að Kolbeinn hafi átt að byrja leik Íslands og Rúmeníu sem fram fór á fimmtudag. Það gekk ekki eftir vegna ofbeldismáls Kolbeins frá 2017 sem hefur verið í umræðunni síðustu daga. KSÍ hefur sætt gagnrýni vegna þess hvernig tekið var á málinu og hefur Guðni Bergsson sagt upp sem formaður sem og öll stjórn sambandsins. Þá er Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, farin í leyfi. Áður en stjórn KSÍ sagði upp á mánudagskvöld tók hún ákvörðun daginn áður, síðasta sunnudag, að Kolbeinn skildi tekinn út úr landsliðshópi Íslands vegna málsins. Arnar Þór segir það ekki til eftirbreytni að stjórn sambandsins hafi áhrif á liðsval, skýran ramma þurfi utan um slík mál. „Ég ætla að fá að svara þessari spurningu alveg óháð því sem gerðist á sunnudaginn, því ég er ekki að fara að tala um ákvörðun stjórnar, og get ekki talað um hana því ég var ekki á þeim fundi,“ sagði Arnar Þór áður en hann svaraði spurningu blaðamanns um málið. „Við verðum, ekki bara fyrir fótboltann heldur fyrir íþróttir í heild á Íslandi og bara samfélagið, þá verður að vera til einhver rammi um það hvað þarf að gerast áður en að, hvort sem það eru íþróttamenn eða hvað sem er, að það sé ekki í boði fyrir þjálfara að velja þessa leikmenn.“ Klippa: Arnar um KSÍ-málið „Sá rammi þarf að vera alveg skýr, hvort sem það er kæra til lögreglu, eða slíkt. Ég hef ekkert vit á því en þessi rammi þarf að vera skýr. Fólk þarf að ákveða hver þessi rammi er vegna þess að við sem þjálfarar, það er alveg ómögulegt fyrir okkur að vinna okkar starf ef við eigum að fara að hringja inn nöfn til stjórnar eða hvern sem er og fá leyfi til að velja fólk. Þá get ég ekki unnið starfið mitt.“ „Ef ég get ekki unnið starfið mitt eins og ég vil vinna það, þá þarf náttúrulega að finna einhvern einhvern annan þjálfara, það er alveg ljóst,“ segir Arnar Þór. Segir umræðu síðustu daga skaðlega fyrir samfélagið Arnar Þór segir það þá ekki aðeins á ábyrgð KSÍ að mynda slíkan ramma. ÍSÍ þurfi að koma að borðinu og jafnvel stjórnmálamenn. Hann segir að þetta þurfi að vera skýrt því umræða síðustu daga er að hans sögn að öllu leyti skaðleg fyrir íslenskt samfélag. „Það þarf að gera þetta mjög fljótt. Þessi rammi þarf að vera klár eins fljótt og hægt er. Og það er ekki fyrir KSÍ í rauninni að búa til þennan ramma, við þurfum að geta unnið eftir einhverjum ramma, og ég held að þetta sé kannski fyrir ÍSÍ eða jafnvel stjórnmálamenn í landinu því að við vitum öll að umræðan sem hefur verið undanfarnar vikur er bara skaðleg fyrir íþróttirnar, fyrir fótboltann og fyrir samfélagið,“ sagði Arnar Þór að endingu. FIFA bannar stjórnvöldum að hlutast til í málum KSÍ Arnar Þór nefndi að stjórnmálamenn ættu að koma að myndun þessa ramma sem snertir á því hverja megi velja í landslið á Íslandi. Vera kann að Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, taki ekki vel í að stjórnvöld vasist í málum KSÍ þar sem reglur FIFA banna slíkt. Nígería, Tjad og Pakistan eru á meðal ríkja sem hafa verið sett í keppnisbann af FIFA vegna afskipta stjórnvalda af knattspyrnusamböndum landanna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kallaði eftir því í vikunni að jafnara kynjahlutfall yrði í stjórn KSÍ, en hlutfall aðalmanna sem kjörnir voru í stjórn KSÍ er 13 karlar gegn tveimur konum. Það er annað dæmi um pólitíska aðkomu sem ekki er víst að FIFA taki vel í. Fréttin hefur verið uppfærð. HM 2022 í Katar KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Sjá meira
Arnar Þór sagði á fundinum í dag að Kolbeinn hafi átt að byrja leik Íslands og Rúmeníu sem fram fór á fimmtudag. Það gekk ekki eftir vegna ofbeldismáls Kolbeins frá 2017 sem hefur verið í umræðunni síðustu daga. KSÍ hefur sætt gagnrýni vegna þess hvernig tekið var á málinu og hefur Guðni Bergsson sagt upp sem formaður sem og öll stjórn sambandsins. Þá er Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, farin í leyfi. Áður en stjórn KSÍ sagði upp á mánudagskvöld tók hún ákvörðun daginn áður, síðasta sunnudag, að Kolbeinn skildi tekinn út úr landsliðshópi Íslands vegna málsins. Arnar Þór segir það ekki til eftirbreytni að stjórn sambandsins hafi áhrif á liðsval, skýran ramma þurfi utan um slík mál. „Ég ætla að fá að svara þessari spurningu alveg óháð því sem gerðist á sunnudaginn, því ég er ekki að fara að tala um ákvörðun stjórnar, og get ekki talað um hana því ég var ekki á þeim fundi,“ sagði Arnar Þór áður en hann svaraði spurningu blaðamanns um málið. „Við verðum, ekki bara fyrir fótboltann heldur fyrir íþróttir í heild á Íslandi og bara samfélagið, þá verður að vera til einhver rammi um það hvað þarf að gerast áður en að, hvort sem það eru íþróttamenn eða hvað sem er, að það sé ekki í boði fyrir þjálfara að velja þessa leikmenn.“ Klippa: Arnar um KSÍ-málið „Sá rammi þarf að vera alveg skýr, hvort sem það er kæra til lögreglu, eða slíkt. Ég hef ekkert vit á því en þessi rammi þarf að vera skýr. Fólk þarf að ákveða hver þessi rammi er vegna þess að við sem þjálfarar, það er alveg ómögulegt fyrir okkur að vinna okkar starf ef við eigum að fara að hringja inn nöfn til stjórnar eða hvern sem er og fá leyfi til að velja fólk. Þá get ég ekki unnið starfið mitt.“ „Ef ég get ekki unnið starfið mitt eins og ég vil vinna það, þá þarf náttúrulega að finna einhvern einhvern annan þjálfara, það er alveg ljóst,“ segir Arnar Þór. Segir umræðu síðustu daga skaðlega fyrir samfélagið Arnar Þór segir það þá ekki aðeins á ábyrgð KSÍ að mynda slíkan ramma. ÍSÍ þurfi að koma að borðinu og jafnvel stjórnmálamenn. Hann segir að þetta þurfi að vera skýrt því umræða síðustu daga er að hans sögn að öllu leyti skaðleg fyrir íslenskt samfélag. „Það þarf að gera þetta mjög fljótt. Þessi rammi þarf að vera klár eins fljótt og hægt er. Og það er ekki fyrir KSÍ í rauninni að búa til þennan ramma, við þurfum að geta unnið eftir einhverjum ramma, og ég held að þetta sé kannski fyrir ÍSÍ eða jafnvel stjórnmálamenn í landinu því að við vitum öll að umræðan sem hefur verið undanfarnar vikur er bara skaðleg fyrir íþróttirnar, fyrir fótboltann og fyrir samfélagið,“ sagði Arnar Þór að endingu. FIFA bannar stjórnvöldum að hlutast til í málum KSÍ Arnar Þór nefndi að stjórnmálamenn ættu að koma að myndun þessa ramma sem snertir á því hverja megi velja í landslið á Íslandi. Vera kann að Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, taki ekki vel í að stjórnvöld vasist í málum KSÍ þar sem reglur FIFA banna slíkt. Nígería, Tjad og Pakistan eru á meðal ríkja sem hafa verið sett í keppnisbann af FIFA vegna afskipta stjórnvalda af knattspyrnusamböndum landanna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kallaði eftir því í vikunni að jafnara kynjahlutfall yrði í stjórn KSÍ, en hlutfall aðalmanna sem kjörnir voru í stjórn KSÍ er 13 karlar gegn tveimur konum. Það er annað dæmi um pólitíska aðkomu sem ekki er víst að FIFA taki vel í. Fréttin hefur verið uppfærð.
HM 2022 í Katar KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti