Segir brandara frambjóðanda Flokks fólksins um Pólverja smekklausan með öllu Tryggvi Páll Tryggvason og Árni Sæberg skrifa 4. september 2021 17:39 Þó nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um brandara sem frambjóðandi Flokk fólksins lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis. Vísir/Vilhelm Brandari sem Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis hefur farið fyrir brjóstið á netverjum, sem segja brandarann vera dæmi um hatursorðræðu í garð Pólverja. Formaður samtaka Pólverja á Íslandi segir brandarann vera smekklausan með öllu, ummælin dæmi sig sjálf. Formaður Flokks fólksins hafði ekki heyrt af málinu en trúir því ekki að brandarinn hafi verið illa meintur hjá oddvitanum. Eyjólfur tók þátt í oddvitaáskorun Vísis í dag þar sem frambjóðendum fyrir komandi Alþingiskosningar er boðið að kynna sig á léttan hátt. Frambjóðendur eru meðal annars beðnir um að segja frá „besta fimmaurabrandaranum“. Brandarinn sem Eyjólfur kom með var á þessa leið: „Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarakeppni í Vatnaskógi í sumar.).“ Brandarinn hefur vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum, þar sem Eyjólfur hefur meðal annars verið sakaður um hatursorðræðu í garð Pólverja. “Þetta er nú bara brandari hehehe”. Nei, þetta er hatursorðræða. https://t.co/NtvbIiNpQD— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) September 4, 2021 Ekki „brandari” í mínum huga, þetta er bara hatursorðræða og ekkert annað. Pólverjar eða fólk af pólskum ættum er 10% af þeim fjölda sem býr á Íslandi. Það er engan veginn í lagi að þau þurfi að líða svona orðræðu frá frambjóðanda til Alþingis. Þetta er fyrir neðan allar hellur.— Heiða (@ragnheidur_kr) September 4, 2021 Alexander Witold Bogdanski, formaður Samtaka Pólverja á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að hann fái ekki betur séð en „að brandarinn, ef brandara skyldi kalla, sé smekklaus með öllu“. „Menn verða auðvitað eiga það við sjálfan sig hvað þeir láta út úr sér og ég tala nú ekki um þegar svona stutt er til kosninga. Maður skildi ætla að Flokkur fólksins, hafi ekki erindi sem erfiði meðal Pólverja á Íslandi í komandi kosningum. Ummælin dæma sig því sjálf og ekkert meira um það segja,“ segir Alexander ennfremur. Inga Sæland segir framlag Pólverja til samfélagsins mikilvægt Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafði ekki heyrt af málinu né umræðu um það þegar blaðamaður Vísis spjallaði við hana fyrr í dag. Hún telur að Eyjólfur hafi ekki meint neitt illt með brandaranum. Þá segir Inga að framlag Pólverja til íslensks samfélags sé mikilvægt. „Ég veit ekki betur en að átta prósent þjóðarinnar séu einmitt ættuð þaðan og séu búin að koma okkar efnahagsmálum ekki síst þangað sem þau hafa verið og hjálpað okkur að smyrja hjól atvinnulífsins algjörlega eins og þau mögulega geta þannig ég myndi aldrei nokkurn tímann gera annað en að gleðjast yfir þeim,“ segir Inga Sæland. Alþingiskosningar 2021 Innflytjendamál Flokkur fólksins Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Eyjólfur tók þátt í oddvitaáskorun Vísis í dag þar sem frambjóðendum fyrir komandi Alþingiskosningar er boðið að kynna sig á léttan hátt. Frambjóðendur eru meðal annars beðnir um að segja frá „besta fimmaurabrandaranum“. Brandarinn sem Eyjólfur kom með var á þessa leið: „Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarakeppni í Vatnaskógi í sumar.).“ Brandarinn hefur vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum, þar sem Eyjólfur hefur meðal annars verið sakaður um hatursorðræðu í garð Pólverja. “Þetta er nú bara brandari hehehe”. Nei, þetta er hatursorðræða. https://t.co/NtvbIiNpQD— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) September 4, 2021 Ekki „brandari” í mínum huga, þetta er bara hatursorðræða og ekkert annað. Pólverjar eða fólk af pólskum ættum er 10% af þeim fjölda sem býr á Íslandi. Það er engan veginn í lagi að þau þurfi að líða svona orðræðu frá frambjóðanda til Alþingis. Þetta er fyrir neðan allar hellur.— Heiða (@ragnheidur_kr) September 4, 2021 Alexander Witold Bogdanski, formaður Samtaka Pólverja á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að hann fái ekki betur séð en „að brandarinn, ef brandara skyldi kalla, sé smekklaus með öllu“. „Menn verða auðvitað eiga það við sjálfan sig hvað þeir láta út úr sér og ég tala nú ekki um þegar svona stutt er til kosninga. Maður skildi ætla að Flokkur fólksins, hafi ekki erindi sem erfiði meðal Pólverja á Íslandi í komandi kosningum. Ummælin dæma sig því sjálf og ekkert meira um það segja,“ segir Alexander ennfremur. Inga Sæland segir framlag Pólverja til samfélagsins mikilvægt Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafði ekki heyrt af málinu né umræðu um það þegar blaðamaður Vísis spjallaði við hana fyrr í dag. Hún telur að Eyjólfur hafi ekki meint neitt illt með brandaranum. Þá segir Inga að framlag Pólverja til íslensks samfélags sé mikilvægt. „Ég veit ekki betur en að átta prósent þjóðarinnar séu einmitt ættuð þaðan og séu búin að koma okkar efnahagsmálum ekki síst þangað sem þau hafa verið og hjálpað okkur að smyrja hjól atvinnulífsins algjörlega eins og þau mögulega geta þannig ég myndi aldrei nokkurn tímann gera annað en að gleðjast yfir þeim,“ segir Inga Sæland.
„Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarakeppni í Vatnaskógi í sumar.).“
Alþingiskosningar 2021 Innflytjendamál Flokkur fólksins Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira