Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2021 12:06 Síðast hljóp úr Eystri-Skaftárkatli í ágúst 2018. Vísir/Egill Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. GPS-mælingar Veðurstofunnar í Eystri-Skaftárkatli sýna að íshellan þar er farin að lækka. Það bendi til þess að rennsli úr lóninu sé hafið. Íshellan hafi byrjað að lækka um klukkan ellefu í gærkvöldi og hafi lækkað um einn metra síðan þá. Samkvæmt Veðurstofunni má áætla að hellan lækki um 60 til 100 metra í heildina. „Síðast hljóp úr Eystri-Skaftárkatli í ágúst 2018 og miðað við vatnsstöðuna í katlinum er líklegt að þetta hlaup verði ámóta stórt. Þá hljóp hinsvegar fyrst úr eystri katlinum og sá vestari fylgdi í kjölfarið,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Hámarksrennsli þess hlaups hafi verið um 2.000 rúmmetrar á sekúndu, um fjórfalt hámarksrennsli hlaupsins úr vestari katlinum sem nú stendur yfir. Hlaupið 2018 var það stærsta frá upphafi mælinga og hafði töluvert tjón í för með sér. „Þegar vatn hleypur úr Skaftárkötlunum rennur það fyrst um 40 km leið undir jöklinum og síðan um 28 km eftir farvegi Skaftár áður en það kemur að fyrsta vatnshæðarmælinum við Sveinstind. Ef miðað er við framgang hlaupsins 2018 má búast við að hlaupið sjáist á vatnshæðarmæli við Sveinstind á morgun, mánudaginn 6. september. Frá Sveinstindi tekur það hlaupvatnið tæpar 10 klst til viðbótar að ná vatnshæðarmæli í Eldvatni við Ása nærri hringveginum. Ef fram fer sem horfir mun hlaupvatn því ná að þjóðveginum annað kvöld,“ segir í tilkynningunni. Hættustigi lýst yfir Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa lýst yfir hættustigi vegna Skaftárhlaupsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. „Vatn getur náð meiri útbreiðslu en síðustu daga og má búast við einhverjum samgöngutruflunum á fjallvegum nærri Skaftá. Vegfarendur eru því beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum um færð á vegum,“ segir í tilkynningunni. Þá er tæpt á því að brennisteinsvetnismengunar geti gætt þar sem hlaupvatn kemur undan jökli. Það geti skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Þá geti árnar flætt yfir bakka sína og yfir vegi sem liggja þeim nærri. Ferðafólki er þá eindregið ráðlagt að halda sig fjarri árfarvegi Skaftár ofan Skaftárdals og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:18. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
GPS-mælingar Veðurstofunnar í Eystri-Skaftárkatli sýna að íshellan þar er farin að lækka. Það bendi til þess að rennsli úr lóninu sé hafið. Íshellan hafi byrjað að lækka um klukkan ellefu í gærkvöldi og hafi lækkað um einn metra síðan þá. Samkvæmt Veðurstofunni má áætla að hellan lækki um 60 til 100 metra í heildina. „Síðast hljóp úr Eystri-Skaftárkatli í ágúst 2018 og miðað við vatnsstöðuna í katlinum er líklegt að þetta hlaup verði ámóta stórt. Þá hljóp hinsvegar fyrst úr eystri katlinum og sá vestari fylgdi í kjölfarið,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Hámarksrennsli þess hlaups hafi verið um 2.000 rúmmetrar á sekúndu, um fjórfalt hámarksrennsli hlaupsins úr vestari katlinum sem nú stendur yfir. Hlaupið 2018 var það stærsta frá upphafi mælinga og hafði töluvert tjón í för með sér. „Þegar vatn hleypur úr Skaftárkötlunum rennur það fyrst um 40 km leið undir jöklinum og síðan um 28 km eftir farvegi Skaftár áður en það kemur að fyrsta vatnshæðarmælinum við Sveinstind. Ef miðað er við framgang hlaupsins 2018 má búast við að hlaupið sjáist á vatnshæðarmæli við Sveinstind á morgun, mánudaginn 6. september. Frá Sveinstindi tekur það hlaupvatnið tæpar 10 klst til viðbótar að ná vatnshæðarmæli í Eldvatni við Ása nærri hringveginum. Ef fram fer sem horfir mun hlaupvatn því ná að þjóðveginum annað kvöld,“ segir í tilkynningunni. Hættustigi lýst yfir Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa lýst yfir hættustigi vegna Skaftárhlaupsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. „Vatn getur náð meiri útbreiðslu en síðustu daga og má búast við einhverjum samgöngutruflunum á fjallvegum nærri Skaftá. Vegfarendur eru því beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum um færð á vegum,“ segir í tilkynningunni. Þá er tæpt á því að brennisteinsvetnismengunar geti gætt þar sem hlaupvatn kemur undan jökli. Það geti skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Þá geti árnar flætt yfir bakka sína og yfir vegi sem liggja þeim nærri. Ferðafólki er þá eindregið ráðlagt að halda sig fjarri árfarvegi Skaftár ofan Skaftárdals og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:18.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira