Þakkar lífsgæðum landsbyggðarinnar í túnfæti Reykjavíkur fyrir mikinn vöxt Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 7. september 2021 22:17 Hveragerði vex og vex. Visir/Vilhelm Íbúum Hveragerðis hefur fjölgað um hátt í fimmtung á þremur árum og tvö hundruð íbúðir eru nú í byggingu til að mæta þeirri fjölgun. Bæjarstjórinn reiknar með að bæjarbúar verði orðnir fimm þúsund eftir tíu ár, en þeir voru 2.777 um áramótin síðustu. Þau sem aka þjóðveg 1 austur Hellisheiðina og niður Kambana hafa ef til vill tekið eftir því að Hveragerði stækkar nú ört, svo ört að byggingarland bæjarins nær nánast að veginum niður Kambana. Þar er nú verið að útbúa nýtt hverfi, sem hefur einmitt fengið heitið Kambaland. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að eitt aðalatriðið sé það að hér býðst húsnæði á hagstæðari kjörum en á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir líka máli hér bjóðast fólki lífsgæði landsbyggðarinnar en samt í túnfæti Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Hér getum við notið náttúru, þeirra gæða sem að hún gefur og göngustíga og umhverfis, um leið og við getum sótt þjónustu til Reykjavíkur á þrjátíu mínútum,“ sagði Aldís. Eruð þið að sjá þessa þróun halda áfram og eruð þið að gera ráð fyrir henni á einhvern hátt? „Já, ég sé ekkert í kortunum annað en að þetta haldi áfram. Hér er verið að byggja mjög mikið. Bara þar sem við stöndum núna, í Kambalandinu, er verið að byggja um tvö hundruð íbúðir í dag. Við ætlum okkur að úthluta á næsta ári einum 150 í viðbót. Á öðrum stöðum í bæjarfélaginu eru einhverjar tvö hundruð íbúðir í farvatninu.“ Hver verður þá íbúafjöldi Hveragerðis eftir nokkur ár? „Núna um áramótin erum við að spá að það gæti farið yfir þrjú þúsund og á næstu tíu árum held ég að við förum yfir fimm þúsund.“ Hveragerði Skipulag Byggðamál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Þau sem aka þjóðveg 1 austur Hellisheiðina og niður Kambana hafa ef til vill tekið eftir því að Hveragerði stækkar nú ört, svo ört að byggingarland bæjarins nær nánast að veginum niður Kambana. Þar er nú verið að útbúa nýtt hverfi, sem hefur einmitt fengið heitið Kambaland. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að eitt aðalatriðið sé það að hér býðst húsnæði á hagstæðari kjörum en á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir líka máli hér bjóðast fólki lífsgæði landsbyggðarinnar en samt í túnfæti Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Hér getum við notið náttúru, þeirra gæða sem að hún gefur og göngustíga og umhverfis, um leið og við getum sótt þjónustu til Reykjavíkur á þrjátíu mínútum,“ sagði Aldís. Eruð þið að sjá þessa þróun halda áfram og eruð þið að gera ráð fyrir henni á einhvern hátt? „Já, ég sé ekkert í kortunum annað en að þetta haldi áfram. Hér er verið að byggja mjög mikið. Bara þar sem við stöndum núna, í Kambalandinu, er verið að byggja um tvö hundruð íbúðir í dag. Við ætlum okkur að úthluta á næsta ári einum 150 í viðbót. Á öðrum stöðum í bæjarfélaginu eru einhverjar tvö hundruð íbúðir í farvatninu.“ Hver verður þá íbúafjöldi Hveragerðis eftir nokkur ár? „Núna um áramótin erum við að spá að það gæti farið yfir þrjú þúsund og á næstu tíu árum held ég að við förum yfir fimm þúsund.“
Hveragerði Skipulag Byggðamál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira