Bíða þess að hlaupið nái hámarki við Þjóðveginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2021 11:37 Þess er nú beðið að Skaftárhlaup nái hámarki við þjóðveginn. Myndin er frá Skaftárhlaupi árið 2018. Vísir/Jóhann Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli. Hlaupið fór mest í fimmtán hundruð rúmmetra á sekúndu en hefur farið minnkandi síðan á miðnætti, og er nú í um ellefu hundruð rúmmetrum. Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið annars eðlis en þau sem voru árin 2015 og 2018. „Það var svona í hámarkinu í heilan sólarhring. Var búið að ná hámarkinu rétt um miðnætti á mánudagskvöldið og hélt sér svo í því hámarki í sólarhring og hefur verið að lækka síðan á miðnætti,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dálítið óvenjulegt hlaup að því leyti að toppurinn er flatur þannig að þetta á eftir að dvína næstu daga.“ Nú sé helst verið að fylgjast með hvort hámark hlaupsins sé komið fram í byggð. Verulegur hluti hlaupvatnsins fari út í grunnvatn og skili sér því ekki allt niður að þjóðvegi. „Flóðvatnið er þegar búið að gera ófæra leiðina yfir að bænum Skaftárdal en það er ekki þjóðvegurinn lengur og það gerist í flestum stærri hlaupum. Svo verðum við að bíða og sjá hvað verður með þjóðveg 1,“ segir Þorsteinn. Gert sé ráð fyrir því að drjúgur meirihluti vatnsins í Eystri-Skaftárkatli sé runninn fram. Það sé þó flókið að meta. „Það sem flækir myndina svolítið er að þetta hlaup kemur ofan í hlaupið úr vestari katlinum, sem var enn þá að klárast þegar þetta kom ofan í, síðan hafa verið leysingar og rigningar að undanförnu sem hafa bætt í vatnskerfið allt og þar með í Skaftá,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. 8. september 2021 09:48 Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27 Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Hlaupið fór mest í fimmtán hundruð rúmmetra á sekúndu en hefur farið minnkandi síðan á miðnætti, og er nú í um ellefu hundruð rúmmetrum. Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið annars eðlis en þau sem voru árin 2015 og 2018. „Það var svona í hámarkinu í heilan sólarhring. Var búið að ná hámarkinu rétt um miðnætti á mánudagskvöldið og hélt sér svo í því hámarki í sólarhring og hefur verið að lækka síðan á miðnætti,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dálítið óvenjulegt hlaup að því leyti að toppurinn er flatur þannig að þetta á eftir að dvína næstu daga.“ Nú sé helst verið að fylgjast með hvort hámark hlaupsins sé komið fram í byggð. Verulegur hluti hlaupvatnsins fari út í grunnvatn og skili sér því ekki allt niður að þjóðvegi. „Flóðvatnið er þegar búið að gera ófæra leiðina yfir að bænum Skaftárdal en það er ekki þjóðvegurinn lengur og það gerist í flestum stærri hlaupum. Svo verðum við að bíða og sjá hvað verður með þjóðveg 1,“ segir Þorsteinn. Gert sé ráð fyrir því að drjúgur meirihluti vatnsins í Eystri-Skaftárkatli sé runninn fram. Það sé þó flókið að meta. „Það sem flækir myndina svolítið er að þetta hlaup kemur ofan í hlaupið úr vestari katlinum, sem var enn þá að klárast þegar þetta kom ofan í, síðan hafa verið leysingar og rigningar að undanförnu sem hafa bætt í vatnskerfið allt og þar með í Skaftá,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. 8. september 2021 09:48 Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27 Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. 8. september 2021 09:48
Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27
Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19