People greinir frá þessu, en umboðsmaður Lawrence staðfestir að leikkonan sé barnshafandi í samtali við síðuna.
Fyrst var greint frá sambandi hinnar 31 árs Lawrence og hins 37 ára Maroney í júní 2018 og trúlofuðust þau rúmu hálfu ári síðar.
Þau gengu svo í hjónaband í október 2019 þar sem athöfnin fór fram á Rhode Island og margir þekktir vinir parsins mættu, þeirra á meðal Adele, Amy Schumer, Kris Jenner og Emma Stone.
Lawrence hefur verið ein mest launaða leikkonan í Hollywood síðustu ár og hefur meðal annars leikið í Hunger Games-myndunum, Joy, Passengers, Red Sparrow og Silver Linings Playbook.
Lawrence hlaut einmitt Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í þeirri síðastnefndu árið 2012.