Vilja styrkja frekar sambandið við Færeyjar Þorgils Jónsson skrifar 9. september 2021 09:57 Guðlaugur Þór Þórðarson hitti Höllu Nolsøe Poulsen, sendimanni Færeyja á Íslandi, og kynnti fyrir henni næyja skýrslu um samskipti þjóðanna. Margvísleg tækifæri eru til þess að efla tvíhliða tengsl og samstarf Íslands og Færeyja á hinum ýmsu sviðum, meðal annars hvað varðar viðskipti, heilbrigðismál og menntamál. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin er af starfshóp sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, skipaði. Starfshópnum var falið í marsmánuði að kortleggja tvíhliða samskipti þjóðanna tveggja og gera tillögur um áþreifanlegar aðgerðir eða verkefni til efla tengslin enn frekar. Lokaskýrslan var svo birt á vef utanríkisráðuneytisins í dag. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að margvíslegt samstarf sé á milli Íslands og Færeyja, bæði formlegt og óformlegt, einnig á norrænum eða vestnorrænum vettvangi. Fjölmörg sóknarfæri liggi í því að efla enn frekar tvíhliða tengsl og samstarf á milli þjóðanna, ekki síst á vettvangi efnahags-, menningar- og stjórnmála. Starfshópurinn leggur áherslu á þau svið þar sem minna hefur verið um tvíhliða samstarf og aðgerða sé þörf til að efla samvinnu. Nýtt námsefni um tengsl við Færeyjar Meðal annars skuli vinna að skilvirkari flutningsleiðum ferskvara milli landanna, auka tvíhliða markaðsstarf til að kynna löndin sem ákjósanlegan áfangastað fyrir íbúum landanna tveggja, og meta tækifæri til að auka nýtingu Færeyinga á heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa á Íslandi. Þá skuli einnig útbúa „nútímalegt námsefni fyrir íslenska grunnskóla þar sem fjallað yrði um Færeyjar fyrr og nú með heildstæðum hætti og lögð áhersla á tengsl Íslands og Færeyja“ og að samstarf íslenskra og færeyskra listamanna verði aukið með því að koma á fót miðstöð skapandi greina. „Markmið okkar er að hrinda þessum tillögum í framkvæmd á næstu árum og renna þannig sterkari stoðum undir samband þjóðanna og á sama tíma skapa forsendur fyrir nýjum og spennandi tækifærum,“ segir Guðlaugur Þór. Tengd skjöl Samskipti_Íslands_og_FæreyjaPDF1.8MBSækja skjal Utanríkismál Færeyjar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Starfshópnum var falið í marsmánuði að kortleggja tvíhliða samskipti þjóðanna tveggja og gera tillögur um áþreifanlegar aðgerðir eða verkefni til efla tengslin enn frekar. Lokaskýrslan var svo birt á vef utanríkisráðuneytisins í dag. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að margvíslegt samstarf sé á milli Íslands og Færeyja, bæði formlegt og óformlegt, einnig á norrænum eða vestnorrænum vettvangi. Fjölmörg sóknarfæri liggi í því að efla enn frekar tvíhliða tengsl og samstarf á milli þjóðanna, ekki síst á vettvangi efnahags-, menningar- og stjórnmála. Starfshópurinn leggur áherslu á þau svið þar sem minna hefur verið um tvíhliða samstarf og aðgerða sé þörf til að efla samvinnu. Nýtt námsefni um tengsl við Færeyjar Meðal annars skuli vinna að skilvirkari flutningsleiðum ferskvara milli landanna, auka tvíhliða markaðsstarf til að kynna löndin sem ákjósanlegan áfangastað fyrir íbúum landanna tveggja, og meta tækifæri til að auka nýtingu Færeyinga á heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa á Íslandi. Þá skuli einnig útbúa „nútímalegt námsefni fyrir íslenska grunnskóla þar sem fjallað yrði um Færeyjar fyrr og nú með heildstæðum hætti og lögð áhersla á tengsl Íslands og Færeyja“ og að samstarf íslenskra og færeyskra listamanna verði aukið með því að koma á fót miðstöð skapandi greina. „Markmið okkar er að hrinda þessum tillögum í framkvæmd á næstu árum og renna þannig sterkari stoðum undir samband þjóðanna og á sama tíma skapa forsendur fyrir nýjum og spennandi tækifærum,“ segir Guðlaugur Þór. Tengd skjöl Samskipti_Íslands_og_FæreyjaPDF1.8MBSækja skjal
Utanríkismál Færeyjar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira