Dæmdur fyrir að hárreyta og stugga við dóttur sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 15:08 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Vísir/JóiK Faðir nokkur á Austfjörðum hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita fjórtán ára dóttur sína ofbeldi. Þá þarf hann að greiða henni 350 þúsund krónur í miskabætur. Föðurnum var gefið að sök brot á hegningar- og barnaverndarlögum með því að hafa síðdegis dag nokkurn í október í fyrra reiðst fjórtán ára dóttur sinni, tekið í axlir hennar og ýtt inn í svefnherbergi. Þar hafi hann rifið í hana og ýtt svo hún féll á gólfið, haldið henni niðri og sparkað að minnsta kosti einu sinni í fætur hennar eða læri. Afleiðingarnar voru þær að stúlkan hlaut eymsli fyrir ofan hægra eyra og varð hrædd, fór að hágráta en allt framtalið var metið ruddalegt og særandi gagnvart stúlkunni. Faðirinn neitaði sök í málinu. Föðurnum, sambýliskonu hans og stúlkunni bar í öllum meginatriðum saman um aðdraganda þess sem gerðist á sameiginlegu heimili þeirra. Upphafið hafi verið fúkyrði sem stúlkan lét falla í eldhúsinu. Faðirinn hélt allan tímann fram við meðferð málsins að hann hefði snöggreiðst, risið úr stól sínum en svo farið í skyndingu á eftir stúlkunni þar sem hún var á leið sinni eftir gangi að eigin herbergi. Varðandi það sem gerðist í framhaldinu eru feðginin ein til frásagnar um. Báru þau bæði við nokkru minnisleysi um atvik við meðferð málsins. Dómurinn telur að þar hafi komið til hugaræsingur þeirra og tilfinningalegt ójafnvægi auk bræði föður. Hann lýsti því að hafa misst stjórn á skapi sínu um stund en stúlkan lýsti verulegri hræðslu á verknaðarstund. Lögreglumenn á vettvangi báru að stúlkan hefði verið í miklu ójafnvægi skömmu eftir samskiptin við föður sinn. Dómurinn taldi sig ekki geta litið fram hjá því að stúlkan var ung að árum og faðirinn vel meðvitaður um vandkvæði sem höfðu hrjáð hana misserin á undan. Hann hafði leitað aðstoðar hjá fagaðilum vegna félagslegra erfiðleika, vanlíðunar og áhættuhegðunar. Viðurkenndi hann að hafa ýtt stúlkunni til í herberginu þannig að hún hefði farið á eigið rúm og haldið henni þar. Þá játaði hann að stúlkan hefði fallið á herbergisgólfið. Auk þessa sagði stúlkan að faðir hennar hefði beitt hana valdi. Það hefði byrjað fyrir utan herbergið og svo færst þangað inn. Hún hefði mátt þola tök um axlir, ýtingar og hárreytingu af hálfu föður. Dómurinn taldi þá frásögn fá nokkra stoð í vottorði læknis meðal annars varðandi höfuðeymsli. Einnig í ljósmynd og myndatexta lögreglu af vettvangi og svo frásögn lögreglu af vettvangi og starfsmanns barnaverndar sem mætti þangað. Að öllu þessu sögðu þótti frásögn stúlkunnar um valdbeitingu trúverðug og lögð til grundvallar. Var faðirinn dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 350 þúsund króna miskabóta. Réttargæslumaður stúlkunnar hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Faðirinn á ekki að baki sakaferil. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Föðurnum var gefið að sök brot á hegningar- og barnaverndarlögum með því að hafa síðdegis dag nokkurn í október í fyrra reiðst fjórtán ára dóttur sinni, tekið í axlir hennar og ýtt inn í svefnherbergi. Þar hafi hann rifið í hana og ýtt svo hún féll á gólfið, haldið henni niðri og sparkað að minnsta kosti einu sinni í fætur hennar eða læri. Afleiðingarnar voru þær að stúlkan hlaut eymsli fyrir ofan hægra eyra og varð hrædd, fór að hágráta en allt framtalið var metið ruddalegt og særandi gagnvart stúlkunni. Faðirinn neitaði sök í málinu. Föðurnum, sambýliskonu hans og stúlkunni bar í öllum meginatriðum saman um aðdraganda þess sem gerðist á sameiginlegu heimili þeirra. Upphafið hafi verið fúkyrði sem stúlkan lét falla í eldhúsinu. Faðirinn hélt allan tímann fram við meðferð málsins að hann hefði snöggreiðst, risið úr stól sínum en svo farið í skyndingu á eftir stúlkunni þar sem hún var á leið sinni eftir gangi að eigin herbergi. Varðandi það sem gerðist í framhaldinu eru feðginin ein til frásagnar um. Báru þau bæði við nokkru minnisleysi um atvik við meðferð málsins. Dómurinn telur að þar hafi komið til hugaræsingur þeirra og tilfinningalegt ójafnvægi auk bræði föður. Hann lýsti því að hafa misst stjórn á skapi sínu um stund en stúlkan lýsti verulegri hræðslu á verknaðarstund. Lögreglumenn á vettvangi báru að stúlkan hefði verið í miklu ójafnvægi skömmu eftir samskiptin við föður sinn. Dómurinn taldi sig ekki geta litið fram hjá því að stúlkan var ung að árum og faðirinn vel meðvitaður um vandkvæði sem höfðu hrjáð hana misserin á undan. Hann hafði leitað aðstoðar hjá fagaðilum vegna félagslegra erfiðleika, vanlíðunar og áhættuhegðunar. Viðurkenndi hann að hafa ýtt stúlkunni til í herberginu þannig að hún hefði farið á eigið rúm og haldið henni þar. Þá játaði hann að stúlkan hefði fallið á herbergisgólfið. Auk þessa sagði stúlkan að faðir hennar hefði beitt hana valdi. Það hefði byrjað fyrir utan herbergið og svo færst þangað inn. Hún hefði mátt þola tök um axlir, ýtingar og hárreytingu af hálfu föður. Dómurinn taldi þá frásögn fá nokkra stoð í vottorði læknis meðal annars varðandi höfuðeymsli. Einnig í ljósmynd og myndatexta lögreglu af vettvangi og svo frásögn lögreglu af vettvangi og starfsmanns barnaverndar sem mætti þangað. Að öllu þessu sögðu þótti frásögn stúlkunnar um valdbeitingu trúverðug og lögð til grundvallar. Var faðirinn dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 350 þúsund króna miskabóta. Réttargæslumaður stúlkunnar hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Faðirinn á ekki að baki sakaferil.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira