Ýmsum ráðum beitt til að tryggja viðskiptavinum bílaleigubíla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2021 20:30 Steingrímur Birgisson er forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Vísir/Egill Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir sumarið hafa verið framar vonum í útleigu bíla. Eftirspurnin hefur verið svo svo mikil að grípa hefur þurft til ýmissa ráða til að redda bílum fyrir viðskiptavini. Ferðaþjónustan renndi blint í sjóinn fyrir sumarið enda mikil óvissa vegna Covid-19 verið einkennandi lengi, bílaleigur voru þar engin undantekning. „Við gerðum okkur ekkert miklar væntingar fyrir sumarið. Reiknuðum með svipuðu og í fyrra 2020. Það leit þannig út lengi vel en svo um miðjan júní vaknaði þetta heldur betur til lífsins og sérstaklega Bandaríkjamarkaður. Evrópa kom svo seinnipartinn í júlí en já, bara framar vonum og getum ekki bara annað en verið ánægð með útkomuna,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Það hefur þó reynst erfitt að mæta eftirspurninni sem sprakk út í sumar „Þetta er búið að vera strembið. Það er engin launing. Bæði náttúrulega gerist þetta mjög hratt. Við vorum búin að undirbúa okkur gagnvart ráðningu á starfsfólki og innkaupum á bílum, miðað svipað ár og í fyrra,“ segir Steingrímur. Mikil vinna að redda bílum Þá hafa hafa orðið á afhendingu nýrra bíla og segir Steingrímur meðal annars að bílaleigan bíði nú eftir hundrað nýjum bílum, ekkert sé hins vegar vitað hvenær þeir skili sér á áfangastað. „Þetta hefur verið gríðarleg vinna að bjarga bílum, redda bílum. Sumir hafa spurt mig hvort ég sé að fara að loka niður á bílasölu því að planið þar er tómt og þar var bara allt notað sem hægt var.“ Þetta sést meðal annars glögglega á bílaplani bílasölunnar Hölds á Akureyri, sem einnig er rekin af Steingrími og félögum. Þar er bílaplanið nánast tómt, fáir bílar til sölu, eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni. Þið hafið þá tekið alla bíla sem þið náðuð í? „Jájá, og nánast gott betur. Maður hefur samið við viðskiptavini að fara á tjónuðum bíl, eitthvað sem við erum ekki vön að gera en með samheltu átaki og skilningi, viðskiptavinir skilja þetta mjög vel að það er ekki alltaf hægt að fá bíla fyrirvaralaust eins og kannski hefur verið,“ segir Steingrímur. Og haustið lofar góðu. „Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn, eins og september er að fara af stað. Við sjáum stutt fram í tímann því miður en ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn.“ Ferðamennska á Íslandi Akureyri Bílaleigur Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fórna bílnum sínum í þágu ferðaþjónustunnar Örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli síðustu daga og greinilegt að aukið líf er nú að færast í ferðaþjónustuna. Nú er svo komið að bílaleigur eiga í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn en að sögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru bílaleigubílar nánast uppseldir á Íslandi út ágústmánuð. 13. júlí 2021 06:00 Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Ferðaþjónustan renndi blint í sjóinn fyrir sumarið enda mikil óvissa vegna Covid-19 verið einkennandi lengi, bílaleigur voru þar engin undantekning. „Við gerðum okkur ekkert miklar væntingar fyrir sumarið. Reiknuðum með svipuðu og í fyrra 2020. Það leit þannig út lengi vel en svo um miðjan júní vaknaði þetta heldur betur til lífsins og sérstaklega Bandaríkjamarkaður. Evrópa kom svo seinnipartinn í júlí en já, bara framar vonum og getum ekki bara annað en verið ánægð með útkomuna,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Það hefur þó reynst erfitt að mæta eftirspurninni sem sprakk út í sumar „Þetta er búið að vera strembið. Það er engin launing. Bæði náttúrulega gerist þetta mjög hratt. Við vorum búin að undirbúa okkur gagnvart ráðningu á starfsfólki og innkaupum á bílum, miðað svipað ár og í fyrra,“ segir Steingrímur. Mikil vinna að redda bílum Þá hafa hafa orðið á afhendingu nýrra bíla og segir Steingrímur meðal annars að bílaleigan bíði nú eftir hundrað nýjum bílum, ekkert sé hins vegar vitað hvenær þeir skili sér á áfangastað. „Þetta hefur verið gríðarleg vinna að bjarga bílum, redda bílum. Sumir hafa spurt mig hvort ég sé að fara að loka niður á bílasölu því að planið þar er tómt og þar var bara allt notað sem hægt var.“ Þetta sést meðal annars glögglega á bílaplani bílasölunnar Hölds á Akureyri, sem einnig er rekin af Steingrími og félögum. Þar er bílaplanið nánast tómt, fáir bílar til sölu, eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni. Þið hafið þá tekið alla bíla sem þið náðuð í? „Jájá, og nánast gott betur. Maður hefur samið við viðskiptavini að fara á tjónuðum bíl, eitthvað sem við erum ekki vön að gera en með samheltu átaki og skilningi, viðskiptavinir skilja þetta mjög vel að það er ekki alltaf hægt að fá bíla fyrirvaralaust eins og kannski hefur verið,“ segir Steingrímur. Og haustið lofar góðu. „Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn, eins og september er að fara af stað. Við sjáum stutt fram í tímann því miður en ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn.“
Ferðamennska á Íslandi Akureyri Bílaleigur Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fórna bílnum sínum í þágu ferðaþjónustunnar Örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli síðustu daga og greinilegt að aukið líf er nú að færast í ferðaþjónustuna. Nú er svo komið að bílaleigur eiga í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn en að sögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru bílaleigubílar nánast uppseldir á Íslandi út ágústmánuð. 13. júlí 2021 06:00 Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Hvetur fólk til að fórna bílnum sínum í þágu ferðaþjónustunnar Örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli síðustu daga og greinilegt að aukið líf er nú að færast í ferðaþjónustuna. Nú er svo komið að bílaleigur eiga í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn en að sögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru bílaleigubílar nánast uppseldir á Íslandi út ágústmánuð. 13. júlí 2021 06:00
Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01