Kvikmyndin The Last Duel var frumsýnd í Feneyjum í gærkvöldi og fyrir frumsýninguna stigu þau Affleck (49) og Lopez (52) í fyrsta sinn fyrir framan myndavélarnar saman.
Samkvæmt AP fréttaveitunni byrjuðu þau að hittast aftur í maí um sautján árum eftir að þau slitu samvistum árið 2004. Lopez skildi nýverið við Alex Rodriguez og Affleck skildi við Jennifer Garner árið 2018.
Bennifer back on the red carpet: Jennifer Lopez and Ben Affleck walk at the #VeniceFilmFestival premiere of "The Last Duel." pic.twitter.com/L8DiAYvzDW
— AP Entertainment (@APEntertainment) September 10, 2021
Í daglegu tali hefur parið verið kallað Bennifer. Fjölmargar myndir af þeim saman hafa verið birtar í sumar. Þau hafa meðal annars verið mynduð á snekkju undan ströndum Saint-Tropez, á göngu í Hamptons og í Malibu.