Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 12:00 Hér má sjá að kvikan er farin að koma upp í gígnum í Fagradalsfjalli. Matthias Vogt Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. Eldgosið í Geldingadölum hefur haldið sig nokkuð til hlés undanfarna viku en ekkert hefur sést í hraun renna úr gígnum síðan fimmtudaginn 2. september síðastliðinn og er þetta lengsta pásan sem gosið hefur tekið sér hingað til. Virknin í Fagradalsfjalli jókst hins vegar skyndilega í morgun og fer enn vaxandi. Hraun er nú loks farið að renna úr gígnum eftir langt hlé. „Ég var frekar hissa vegna þess að ég bjóst ekki við því að sjá nokkra hraunkviku,“ segir Matthias Vogt, flugmaður hjá Volcano Heli, en hann flaug yfir Geldingadali um klukkan tíu í morgun. Á vesturhlið gígsins hafi hann séð hraun flæða úr gígveggnum og í vesturátt niður hlíðina. „Á vesturhlið gígsins var lítið gat, þar sem hraunkvika rann út og niður gíghlíðina í vesturátt.“ Þegar hann hafi flogið nær gígnum hafi hann séð rauðglóandi hraun ofan í gígnum. Matthías segist hafa flogið margoft yfir Geldingadali frá því gosið hófst í mars, jafnvel nokkrum sinnum á dag. Hefurðu flogið oft yfir gíginn? „Já, margoft. Í rauninn alveg síðan í mars, síðan fyrsta dag gossins hef ég flogið þarna yfir nokkrum sinnum á dag,“ segir Matthias. Hann segist hafa verið mjög spenntur þegar hann sá hraunið flæða að nýju eftir vikulangt hlé. Í hvert skipti sem hann fljúgi yfir svæðið sé eitthvað nýtt og spennandi að sjá. „Ég var mjög, mjög spenntur að sjá það. Auðvitað hef ég séð þetta margoft en þetta er aldrei leiðinlegt og alltaf magnað að sjá hlutina sem eru að gerast þarna,“ sagði Matthías Vogt, flugmaður hjá Volcano Heli. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11 Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Eldgosið í Geldingadölum hefur haldið sig nokkuð til hlés undanfarna viku en ekkert hefur sést í hraun renna úr gígnum síðan fimmtudaginn 2. september síðastliðinn og er þetta lengsta pásan sem gosið hefur tekið sér hingað til. Virknin í Fagradalsfjalli jókst hins vegar skyndilega í morgun og fer enn vaxandi. Hraun er nú loks farið að renna úr gígnum eftir langt hlé. „Ég var frekar hissa vegna þess að ég bjóst ekki við því að sjá nokkra hraunkviku,“ segir Matthias Vogt, flugmaður hjá Volcano Heli, en hann flaug yfir Geldingadali um klukkan tíu í morgun. Á vesturhlið gígsins hafi hann séð hraun flæða úr gígveggnum og í vesturátt niður hlíðina. „Á vesturhlið gígsins var lítið gat, þar sem hraunkvika rann út og niður gíghlíðina í vesturátt.“ Þegar hann hafi flogið nær gígnum hafi hann séð rauðglóandi hraun ofan í gígnum. Matthías segist hafa flogið margoft yfir Geldingadali frá því gosið hófst í mars, jafnvel nokkrum sinnum á dag. Hefurðu flogið oft yfir gíginn? „Já, margoft. Í rauninn alveg síðan í mars, síðan fyrsta dag gossins hef ég flogið þarna yfir nokkrum sinnum á dag,“ segir Matthias. Hann segist hafa verið mjög spenntur þegar hann sá hraunið flæða að nýju eftir vikulangt hlé. Í hvert skipti sem hann fljúgi yfir svæðið sé eitthvað nýtt og spennandi að sjá. „Ég var mjög, mjög spenntur að sjá það. Auðvitað hef ég séð þetta margoft en þetta er aldrei leiðinlegt og alltaf magnað að sjá hlutina sem eru að gerast þarna,“ sagði Matthías Vogt, flugmaður hjá Volcano Heli.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11 Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11
Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00