Veður

Ekkert ferðaveður á morgun: Gul viðvörun í gildi víða næstu daga

Árni Sæberg skrifar
Óvíst er hvort regnhlíf muni koma að nokkru gagni næstu daga sökum vindhraða.
Óvíst er hvort regnhlíf muni koma að nokkru gagni næstu daga sökum vindhraða. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna hvassrar suðvestanáttar sem mun herja á landsmenn á suður og vesturhluta landsins annað kvöld og fram á mánudag.

Um er að ræða leifar fellibylsins Larry sem fór yfir Karíbahafseyjar í byrjun mánaðar og norður austurströnd Bandaríkjanna og Kanada.

Marcel de Vries, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að byrja muni að hvessa og rigna á suðvesturhorninu í fyrramálið. Síðan muni vindhraði hækka smám saman og ná hámarki síðdegis eða annað kvöld.

Hann segir veðrið muni standa yfir fram á mánudag en þá muni það helst vera á Suður- og Suðausturlandi.

Marcel hvetur fólk til að huga vel að lausum munum utandyra og segir að hann mæli ekki með ferðalögum með tengivagna. Þá sé jafnvel mikilvægt að aka varlega á venjulegum bílum. „Þetta er ekkert ferðaveður,“ segir hann.

Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Suðausturland og Miðhálendi og taka gildi klukkan sex á morgun og gilda til klukkan ellefu á mánudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×