Veður

Minnkandi sunnan­átt og skúrir seinni partinn

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið fyrir klukkan 15.
Spákortið fyrir klukkan 15. Veðurstofan

Búast má við heldur minnkandi sunnanátt í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndu og skúrir seinni partinn en þurrt að kalla norðaustanlands.

Hiti verður á bilinu átta til sextán stig, þar sem hlýjast verður norðaustantil.

„Á morgun er búist við sunnan kalda eða stinningskalda með skúrum, en þær ná væntanlega lítið sem ekkert norður yfir heiðar.

Á miðvikudag er útlit fyrir hægari suðvestanátt með lítilsháttar rigningu eða skúrum, en þurru og björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Sunnan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt N- og A-lands. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast á NA-landi.

Á miðvikudag: Suðvestan 5-10 og dálitlar skúrir, en bjartviðri á NA- og A-landi. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Suðaustanátt og víða rigning, en úrkomulítið NA-til. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast NA-lands.

Á föstudag: Vestlæg átt og skúrir, heldur kólnandi.

Á laugardag og sunnudag: Útlit fyrir suðlæga átt með vætu S- og V-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×