Megan Fox senuþjófur á rauða dreglinum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. september 2021 16:46 Megan Fox, Lil Nas X, Jennifer Lopez og Ed Sheeran voru á meðan þeirra sem vöktu athygli á rauða dreglinum í nótt. MTV verðlaunahátíðin var haldin með miklum glæsibrag í Barclays Center í New York í nótt. Allar helstu stjörnur tónlistarheimsins voru þar samankomnar, bæði nýliðar sem og aðrir eldri og reynslumeiri. Það var mikið um glamúr og dressin voru hvert öðru glæsilegra. Það hefur verið lítið um samkomur Vestanhafs sem og annars staðar í heiminum í heimsfaraldri og því ekki að undra að stjörnurnar hafi verið fullar eftirvæntingar að fá loksins að mæta á rauða dregilinn. Hér að neðan má sjá þær stjörnur sem vöktu hvað mesta athygli í nótt. Látum myndirnar um að tala sínu máli. Söngkonan Jennifer Lopez var án efa ein af stjörnum kvöldsins. J.Lo sem er 52 ára gömul var klædd í reimaðan magabol og reimað pils og leit út betur en nokkru sinni fyrr. Hún veitti verðlaun fyrir lag ársins. J.Lo hefur verið áberandi upp á síðkastið eftir að hún tók aftur saman við sinn fyrrverandi, leikarann Ben Affleck.Getty/Noam Galai Sönkonan Avril Lavigne mætti ásamt kærasta sínum, tónlistarmanninum Mod Sun. Lavigne sló í gegn þegar hún var unglingur en hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið en hún greindist með Lyme sjúkdóminn fyrir nokkrum árum síðan.Getty/Jeff Kravitz Megan Fox var án efa senuþjófur kvöldsins. Hún mætti kærasta sínum, tónlistarmanninum Machine Gun Kelly til stuðnings. Hann var tilnefndur fyrir besta „alternative“ myndbandið og stóð uppi sem sigurvegari. Fox klæddist algjörlega gegnsæjum Mugler kjól. Kelly lét hafa það eftir sér að parið skiptist á að stela athyglinni þegar þau mæti á viðburði, í kvöld hafi röðin verið komin að henni.Getty/Kevin Mazur Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran fékk þó nokkrar tilnefningar. Þá flutti hann glænýja lagið sitt Shivers. Hann mætti á rauða dregilinn ásamt ensku söngkonunni Maisie Peters. Peters er 21 árs gömul og hefur Sheeran verið henni eins konar lærifaðir.Getty/Jeff Kravitz Óhætt er að segja að söngkonan Olivia Rodrigo hafi skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Hún fékk þó nokkrar tilnefningar en stóð uppi sem sigurvegari fyrir lag ársins, Push flutning ársins og sem nýliði ársins. Hún var glæsileg á rauða dreglinum í rauðbleikum kjól en skipti svo um kjól fyrir flutning sinn á laginu good 4 u.Getty/Kevin Mazur Söngkonan Billie Eilish er ein sú vinsælasta í heiminum um þessar mundir. Hún mætti á rauða dregilinn klædd öllu svörtu með aflitað hár. Hún var tilnefnd í þó nokkrum flokkum en fékk verðlaun fyrir besta latín lagið og besta myndbandið til góðs.Getty/Noam Galai Hótel-erfinginn Paris Hilton lét sig ekki vanta á verðlaunahátíðina í gær. Hún mætti í bleikum blæjubíl eins og henni einni er lagið, ásamt tónlistarkonunni Kim Petras.Getty/Kevin Mazur Kourtney Kardashian var glæsileg í svörtum leðurkjól með hárið sleikt aftur í snúð. Hún mætti ásamt kærasta sínum, trommaranum Travis Baker. Getty/Noam Galai Tónlistarkonan Doja Cat var kynnir kvöldsins. Hér má sjá eitt af mörgum dressum sem hún klæddist þetta kvöldið.Getty/Astrid Stawiarz Tónlistarmaðurinn Lil Nas X vakti athygli í lilla fjólublárri Versace buxnadragt. Hann var tilnefndur í sex flokkum og fór heim með þrenn verðlaun.Getty/Jason Kempin Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes lét sig ekki vanta. Hann klæddist hvítu og stílhreinu dressi.Getty/ Rob Kim Tónlistarkonan Alicia Keys var eitursvöl. Hún flutti lögin Lala og Empire State of Mind sem var viðeigandi þar sem hátíðin fór fram í New York.Getty/Jamie McCarthy Tónlist Bandaríkin Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Það hefur verið lítið um samkomur Vestanhafs sem og annars staðar í heiminum í heimsfaraldri og því ekki að undra að stjörnurnar hafi verið fullar eftirvæntingar að fá loksins að mæta á rauða dregilinn. Hér að neðan má sjá þær stjörnur sem vöktu hvað mesta athygli í nótt. Látum myndirnar um að tala sínu máli. Söngkonan Jennifer Lopez var án efa ein af stjörnum kvöldsins. J.Lo sem er 52 ára gömul var klædd í reimaðan magabol og reimað pils og leit út betur en nokkru sinni fyrr. Hún veitti verðlaun fyrir lag ársins. J.Lo hefur verið áberandi upp á síðkastið eftir að hún tók aftur saman við sinn fyrrverandi, leikarann Ben Affleck.Getty/Noam Galai Sönkonan Avril Lavigne mætti ásamt kærasta sínum, tónlistarmanninum Mod Sun. Lavigne sló í gegn þegar hún var unglingur en hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið en hún greindist með Lyme sjúkdóminn fyrir nokkrum árum síðan.Getty/Jeff Kravitz Megan Fox var án efa senuþjófur kvöldsins. Hún mætti kærasta sínum, tónlistarmanninum Machine Gun Kelly til stuðnings. Hann var tilnefndur fyrir besta „alternative“ myndbandið og stóð uppi sem sigurvegari. Fox klæddist algjörlega gegnsæjum Mugler kjól. Kelly lét hafa það eftir sér að parið skiptist á að stela athyglinni þegar þau mæti á viðburði, í kvöld hafi röðin verið komin að henni.Getty/Kevin Mazur Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran fékk þó nokkrar tilnefningar. Þá flutti hann glænýja lagið sitt Shivers. Hann mætti á rauða dregilinn ásamt ensku söngkonunni Maisie Peters. Peters er 21 árs gömul og hefur Sheeran verið henni eins konar lærifaðir.Getty/Jeff Kravitz Óhætt er að segja að söngkonan Olivia Rodrigo hafi skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Hún fékk þó nokkrar tilnefningar en stóð uppi sem sigurvegari fyrir lag ársins, Push flutning ársins og sem nýliði ársins. Hún var glæsileg á rauða dreglinum í rauðbleikum kjól en skipti svo um kjól fyrir flutning sinn á laginu good 4 u.Getty/Kevin Mazur Söngkonan Billie Eilish er ein sú vinsælasta í heiminum um þessar mundir. Hún mætti á rauða dregilinn klædd öllu svörtu með aflitað hár. Hún var tilnefnd í þó nokkrum flokkum en fékk verðlaun fyrir besta latín lagið og besta myndbandið til góðs.Getty/Noam Galai Hótel-erfinginn Paris Hilton lét sig ekki vanta á verðlaunahátíðina í gær. Hún mætti í bleikum blæjubíl eins og henni einni er lagið, ásamt tónlistarkonunni Kim Petras.Getty/Kevin Mazur Kourtney Kardashian var glæsileg í svörtum leðurkjól með hárið sleikt aftur í snúð. Hún mætti ásamt kærasta sínum, trommaranum Travis Baker. Getty/Noam Galai Tónlistarkonan Doja Cat var kynnir kvöldsins. Hér má sjá eitt af mörgum dressum sem hún klæddist þetta kvöldið.Getty/Astrid Stawiarz Tónlistarmaðurinn Lil Nas X vakti athygli í lilla fjólublárri Versace buxnadragt. Hann var tilnefndur í sex flokkum og fór heim með þrenn verðlaun.Getty/Jason Kempin Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes lét sig ekki vanta. Hann klæddist hvítu og stílhreinu dressi.Getty/ Rob Kim Tónlistarkonan Alicia Keys var eitursvöl. Hún flutti lögin Lala og Empire State of Mind sem var viðeigandi þar sem hátíðin fór fram í New York.Getty/Jamie McCarthy
Tónlist Bandaríkin Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira