„Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2021 13:08 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni á Laugardalsvelli í 0-4 tapinu fyrir Þýskalandi. vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi ástandið í íslenskum fótbolta í sjónvarpsþættinum Extra Time í Belgíu í gær. Þar sagði hann meðal annars að hetjur síðustu ára hafi skyndilega orðið að hræðilegum manneskjum. Arnar segir að vikurnar tvær í síðustu landsleikjahrinu hafi verið þær erfiðustu á hans ferli en sem kunnugt er gekk mikið á í kringum karlalandsliðið og KSÍ. Sambandið var sakað um að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna landsliðsins og í kjölfarið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður KSÍ. Stjórnin fór síðan sömu leið og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Gylfi Þór Sigurðsson er í farbanni eftir að hann var handtekinn á Englandi í sumar. Þá vantaði nokkra leikmenn í landsliðið vegna meiðsla. Bara tveir eftir úr draumaliðinu og eldri leikmenn gætu hætt „Þetta hafa verið erfiðustu vikurnar á ferlinum. Ég þurfti nánast að spila sjálfur því það vantaði svo marga. Þegar ég tók við í desember skrifaði ég niður draumaliðið mitt. Núna eru tveir eftir af því. Þrír leikmenn eru meiddir og hinir ekki með vegna málsins. Þeir hafa ekki allir verið kærðir en eldri leikmönnunum fer að þykja nóg um,“ sagði Arnar og bætti við að nokkrir af reynslumeiri leikmönnum landsliðsins gætu hætt í því. „Það er möguleiki á að þeir hætti. Ef þú hefur spilað áttatíu landsleiki með nokkrum liðsfélögum en ég má ekki lengur velja þá gætu vinir þeirra látið gott heita.“ Hef ekki svörin Arnar segir að hann og landsliðið hafi verið í afar erfiðri stöðu í síðustu landsleikjahrinu. „Ég skil gagnrýnina en ég hef ekki svörin. Ég var í miðjum storminum og þurfti að svara fyrir málin en hafði ekki svörin. Á sama tíma þurfti ég að undirbúa leikina. Ég þurfti að velja 18-20 ára leikmenn og verja þá. Til að mynda var einu sinni öskrað á okkur: nauðgarar. En þessir leikmenn og starfsliðið mitt höfðu ekkert með þetta að gera,“ sagði Arnar. „Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur. Ég var gagnrýndur og fyrir leikinn gegn Þýskalandi var mótmælum beint að mér. Ég skil fólkið sem lætur í sér heyra en ég hef ekki svörin.“ Ísland fékk aðeins eitt stig í síðustu landsleikjahrinu. Íslendingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníumönnum en töpuðu samanlagt 0-6 fyrir Rúmenum og Þjóðverjum. Ísland er með fjögur stig í 5. sæti J-riðils undankeppni HM 2022. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Arnar segir að vikurnar tvær í síðustu landsleikjahrinu hafi verið þær erfiðustu á hans ferli en sem kunnugt er gekk mikið á í kringum karlalandsliðið og KSÍ. Sambandið var sakað um að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna landsliðsins og í kjölfarið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður KSÍ. Stjórnin fór síðan sömu leið og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Gylfi Þór Sigurðsson er í farbanni eftir að hann var handtekinn á Englandi í sumar. Þá vantaði nokkra leikmenn í landsliðið vegna meiðsla. Bara tveir eftir úr draumaliðinu og eldri leikmenn gætu hætt „Þetta hafa verið erfiðustu vikurnar á ferlinum. Ég þurfti nánast að spila sjálfur því það vantaði svo marga. Þegar ég tók við í desember skrifaði ég niður draumaliðið mitt. Núna eru tveir eftir af því. Þrír leikmenn eru meiddir og hinir ekki með vegna málsins. Þeir hafa ekki allir verið kærðir en eldri leikmönnunum fer að þykja nóg um,“ sagði Arnar og bætti við að nokkrir af reynslumeiri leikmönnum landsliðsins gætu hætt í því. „Það er möguleiki á að þeir hætti. Ef þú hefur spilað áttatíu landsleiki með nokkrum liðsfélögum en ég má ekki lengur velja þá gætu vinir þeirra látið gott heita.“ Hef ekki svörin Arnar segir að hann og landsliðið hafi verið í afar erfiðri stöðu í síðustu landsleikjahrinu. „Ég skil gagnrýnina en ég hef ekki svörin. Ég var í miðjum storminum og þurfti að svara fyrir málin en hafði ekki svörin. Á sama tíma þurfti ég að undirbúa leikina. Ég þurfti að velja 18-20 ára leikmenn og verja þá. Til að mynda var einu sinni öskrað á okkur: nauðgarar. En þessir leikmenn og starfsliðið mitt höfðu ekkert með þetta að gera,“ sagði Arnar. „Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur. Ég var gagnrýndur og fyrir leikinn gegn Þýskalandi var mótmælum beint að mér. Ég skil fólkið sem lætur í sér heyra en ég hef ekki svörin.“ Ísland fékk aðeins eitt stig í síðustu landsleikjahrinu. Íslendingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníumönnum en töpuðu samanlagt 0-6 fyrir Rúmenum og Þjóðverjum. Ísland er með fjögur stig í 5. sæti J-riðils undankeppni HM 2022.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira