Baulað á Griezmann í fyrsta heimaleiknum eftir endurkomuna til Atlético Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2021 14:30 Stuðningsmenn Atlético Madrid tóku ekki beint vel á móti Antoine Griezmann er hann kom inn á gegn Porto. getty/DAX Images Antoine Griezmann fékk ekki beint hlýjar móttökur frá stuðningsmönnum Atlético Madrid í fyrsta heimaleik fyrir félagið eftir að hann kom aftur frá Barcelona. Margir stuðningsmenn Atlético voru ósáttir með Griezmann þegar hann fór til Barcelona fyrir tveimur árum og virðist ekki runnin reiðin. Allavega ekki miðað við viðbrögð þeirra þegar Griezmann kom inn á sem varamaður í leik Atlético og Porto í Meistaradeild Evrópu í gær. Stuðningsmenn Atlético bauluðu nefnilega á Griezmann í fyrsta leik hans á Wanda Metropolatino eftir komuna frá Barcelona. Margir stuðningsmenn Atlético klöppuðu Frakkanum lof í lófa en það heyrðist öllu minna í þeim en þeim ósáttu. Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético, gerði lítið úr móttökunum sem Griezmann fékk. „Allir vilja gera mikið mál úr þessu. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig svo hann geti svarað gagnrýninni. Það er áskorun vegna þess sem gerðist áður,“ sagði Simeone. Barcelona keypti Griezmann frá Atlético fyrir 108 milljónir punda sumarið 2019. Frakkinn náði ekki flugi hjá Barcelona sem lánaði hann til Atlético á lokadegi félagaskiptagluggans um síðustu mánaðarmót. Atlético á svo forkaupsrétt á Griezmann næsta sumar. Griezmann gekk í raðir Atlético frá Real Sociedad. Hann skoraði 133 mörk í 257 leikjum fyrir Atlético og er fimmti markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Sjá meira
Margir stuðningsmenn Atlético voru ósáttir með Griezmann þegar hann fór til Barcelona fyrir tveimur árum og virðist ekki runnin reiðin. Allavega ekki miðað við viðbrögð þeirra þegar Griezmann kom inn á sem varamaður í leik Atlético og Porto í Meistaradeild Evrópu í gær. Stuðningsmenn Atlético bauluðu nefnilega á Griezmann í fyrsta leik hans á Wanda Metropolatino eftir komuna frá Barcelona. Margir stuðningsmenn Atlético klöppuðu Frakkanum lof í lófa en það heyrðist öllu minna í þeim en þeim ósáttu. Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético, gerði lítið úr móttökunum sem Griezmann fékk. „Allir vilja gera mikið mál úr þessu. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig svo hann geti svarað gagnrýninni. Það er áskorun vegna þess sem gerðist áður,“ sagði Simeone. Barcelona keypti Griezmann frá Atlético fyrir 108 milljónir punda sumarið 2019. Frakkinn náði ekki flugi hjá Barcelona sem lánaði hann til Atlético á lokadegi félagaskiptagluggans um síðustu mánaðarmót. Atlético á svo forkaupsrétt á Griezmann næsta sumar. Griezmann gekk í raðir Atlético frá Real Sociedad. Hann skoraði 133 mörk í 257 leikjum fyrir Atlético og er fimmti markahæsti leikmaður í sögu félagsins.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Sjá meira