Yfirferð Gumma og Óla: Endurkoma fótboltans á Anfield og gríðarleg pressa á París Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2021 22:01 Guðmundur Benediktsson og Ólafur Kristjánsson fóru yfir alla leikina, eða næstum alla, í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Börsungar litlir í sér, City-menn í stuði, „endurkoma fótboltans“ á Anfield og „skita“ Manchester United var á meðal þess sem að Guðmundur Benediktsson og Ólafur Kristjánsson ræddu um eftir fyrstu daga Meistaradeildar Evrópu. Guðmundur og Ólafur voru á faraldsfæti í vikunni, mættu á leiki á Stamford Bridge og Anfield, og þeir fóru yfir málin í spjalli yfir kaffibolla á leiðinni heim. Spjallið má sjá hér að neðan. Klippa: Gummi Ben og Óli fóru yfir fyrstu umferðina Nóg var af athyglisverðum úrslitum, stórleikjum og mörkum á fyrstu dögum nýrrar vertíðar í Meistaradeildinni. Kannski kom hvað mest á óvart að Messi, Neymar og Mbappé skildu þurfa að sætta sig við jafntefli með PSG gegn Clug Brugge í Belgíu: „Brugge gerir vel þarna og nær í frábæran punkt. Það er gríðarleg pressa á París í Meistaradeildinni, og líka eftir að hafa ekki unnið frönsku deildina í fyrra,“ sagði Ólafur meðal annars. Manchester City var hins vegar ekki í vandræðum með að vinna Leipzig, 6-3: „City-liðið er ógnarsterkt, og sterkara af þessum tveimur sem oft eru tekin saman; City og PSG. Þeir fengu á sig þrjú mörk og þegar þú ert með svona leikstíl eins og City þá getur þú alveg fengið á þig mörk, en þegar þú skorar sex þá vinnur þú nú venjulega leiki. Þeir voru í stuði,“ sagði Ólafur. Félagarnir fengu frábæran leik á Anfield þar sem Liverpool vann 3-2 sigur á AC Milan, en í sama riðli gerðu Atlético Madrid og Porto markalaust jafntefli. „Þetta er riðill þar sem að hellingur á eftir að gerast,“ sagði Ólafur. Maðurinn sem gleymdist að skrá var orðinn hungraður Í C-riðli gerði Ajax sér lítið fyrir og vann 5-1 útisigur gegn Sporting Lissabon. Sebastian Haller skoraði þar fernu: „Hann er einmitt framherjinn sem að þeir gleymdu að skrá í Evrópuhópinn sinn eftir að hafa keypt hann frá West Ham í janúar, svo hann gat ekki spilað. Þetta var fyrsti Meistaradeildarleikurinn hans, og hann var búinn að bíða hungraður, því hann skoraði fjögur mörk,“ sagði Guðmundur. „Þetta var dýrasti leikmaður í sögu félagsins og þeir gleymdu að skrá hann,“ bætti hann við. Talið barst einnig að Manchester United sem tapaði á útivelli gegn Young Boys, 2-1. „Hin tvö liðin í þessum riðli eru Villarreal, sem eru Evrópudeildarmeistararnir, og svo Atalanta sem er feykilega skemmtilegt og öflugt lið. Þetta 2-2 jafntefli liðanna á Spáni var einn af skemmtilegri leikjum fyrstu umferðarinnar, enda eru þetta tvö frábær fótboltalið. Það er stóra vandamálið með þetta tap hjá Manchester United. Það eru alvöru lið þarna,“ sagði Guðmundur og Ólafur tók undir það. Spjall þeirra félaga má sjá í heild sinni hér að ofan. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Gummi ræddi við Henderson: „Ótrúlega gott að fá þá aftur“ Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, ræddi við Guðmund Benediktsson á Anfield í gærkvöld eftir að hafa tryggt sínu liði 3-2 sigur á AC Milan í bráðfjörugum fyrsta leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á þessari leiktíð. 16. september 2021 13:00 Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. 16. september 2021 10:30 Óli og Gummi í lest á leið á Anfield: Snýst um að kveikja aftur í Liverpool Hverjir reka lestina? Hverjir munu heltast úr lestinni? Að minnsta kosti Zlatan en einhverjir fleiri? Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson spáðu í spilin fyrir stórleik Liverpool og AC Milan í kvöld í lestarferð á leið til Liverpool-borgar. 15. september 2021 14:02 „Ég er eins og lítill krakki á Þorláksmessukvöldi“ Guðmundur Benediktson og Ólafur Kristjánsson voru staddir á Stamford Bridge í gærkvöldi þar sem að Chelsea tók á móti Zenit frá Sankti Pétursborg í Meistaradeild Evrópu. Eftir leik fóru þeir yfir allt það helsta úr leiknum, og það sem er framundan. 15. september 2021 09:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Guðmundur og Ólafur voru á faraldsfæti í vikunni, mættu á leiki á Stamford Bridge og Anfield, og þeir fóru yfir málin í spjalli yfir kaffibolla á leiðinni heim. Spjallið má sjá hér að neðan. Klippa: Gummi Ben og Óli fóru yfir fyrstu umferðina Nóg var af athyglisverðum úrslitum, stórleikjum og mörkum á fyrstu dögum nýrrar vertíðar í Meistaradeildinni. Kannski kom hvað mest á óvart að Messi, Neymar og Mbappé skildu þurfa að sætta sig við jafntefli með PSG gegn Clug Brugge í Belgíu: „Brugge gerir vel þarna og nær í frábæran punkt. Það er gríðarleg pressa á París í Meistaradeildinni, og líka eftir að hafa ekki unnið frönsku deildina í fyrra,“ sagði Ólafur meðal annars. Manchester City var hins vegar ekki í vandræðum með að vinna Leipzig, 6-3: „City-liðið er ógnarsterkt, og sterkara af þessum tveimur sem oft eru tekin saman; City og PSG. Þeir fengu á sig þrjú mörk og þegar þú ert með svona leikstíl eins og City þá getur þú alveg fengið á þig mörk, en þegar þú skorar sex þá vinnur þú nú venjulega leiki. Þeir voru í stuði,“ sagði Ólafur. Félagarnir fengu frábæran leik á Anfield þar sem Liverpool vann 3-2 sigur á AC Milan, en í sama riðli gerðu Atlético Madrid og Porto markalaust jafntefli. „Þetta er riðill þar sem að hellingur á eftir að gerast,“ sagði Ólafur. Maðurinn sem gleymdist að skrá var orðinn hungraður Í C-riðli gerði Ajax sér lítið fyrir og vann 5-1 útisigur gegn Sporting Lissabon. Sebastian Haller skoraði þar fernu: „Hann er einmitt framherjinn sem að þeir gleymdu að skrá í Evrópuhópinn sinn eftir að hafa keypt hann frá West Ham í janúar, svo hann gat ekki spilað. Þetta var fyrsti Meistaradeildarleikurinn hans, og hann var búinn að bíða hungraður, því hann skoraði fjögur mörk,“ sagði Guðmundur. „Þetta var dýrasti leikmaður í sögu félagsins og þeir gleymdu að skrá hann,“ bætti hann við. Talið barst einnig að Manchester United sem tapaði á útivelli gegn Young Boys, 2-1. „Hin tvö liðin í þessum riðli eru Villarreal, sem eru Evrópudeildarmeistararnir, og svo Atalanta sem er feykilega skemmtilegt og öflugt lið. Þetta 2-2 jafntefli liðanna á Spáni var einn af skemmtilegri leikjum fyrstu umferðarinnar, enda eru þetta tvö frábær fótboltalið. Það er stóra vandamálið með þetta tap hjá Manchester United. Það eru alvöru lið þarna,“ sagði Guðmundur og Ólafur tók undir það. Spjall þeirra félaga má sjá í heild sinni hér að ofan. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Gummi ræddi við Henderson: „Ótrúlega gott að fá þá aftur“ Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, ræddi við Guðmund Benediktsson á Anfield í gærkvöld eftir að hafa tryggt sínu liði 3-2 sigur á AC Milan í bráðfjörugum fyrsta leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á þessari leiktíð. 16. september 2021 13:00 Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. 16. september 2021 10:30 Óli og Gummi í lest á leið á Anfield: Snýst um að kveikja aftur í Liverpool Hverjir reka lestina? Hverjir munu heltast úr lestinni? Að minnsta kosti Zlatan en einhverjir fleiri? Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson spáðu í spilin fyrir stórleik Liverpool og AC Milan í kvöld í lestarferð á leið til Liverpool-borgar. 15. september 2021 14:02 „Ég er eins og lítill krakki á Þorláksmessukvöldi“ Guðmundur Benediktson og Ólafur Kristjánsson voru staddir á Stamford Bridge í gærkvöldi þar sem að Chelsea tók á móti Zenit frá Sankti Pétursborg í Meistaradeild Evrópu. Eftir leik fóru þeir yfir allt það helsta úr leiknum, og það sem er framundan. 15. september 2021 09:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Gummi ræddi við Henderson: „Ótrúlega gott að fá þá aftur“ Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, ræddi við Guðmund Benediktsson á Anfield í gærkvöld eftir að hafa tryggt sínu liði 3-2 sigur á AC Milan í bráðfjörugum fyrsta leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á þessari leiktíð. 16. september 2021 13:00
Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. 16. september 2021 10:30
Óli og Gummi í lest á leið á Anfield: Snýst um að kveikja aftur í Liverpool Hverjir reka lestina? Hverjir munu heltast úr lestinni? Að minnsta kosti Zlatan en einhverjir fleiri? Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson spáðu í spilin fyrir stórleik Liverpool og AC Milan í kvöld í lestarferð á leið til Liverpool-borgar. 15. september 2021 14:02
„Ég er eins og lítill krakki á Þorláksmessukvöldi“ Guðmundur Benediktson og Ólafur Kristjánsson voru staddir á Stamford Bridge í gærkvöldi þar sem að Chelsea tók á móti Zenit frá Sankti Pétursborg í Meistaradeild Evrópu. Eftir leik fóru þeir yfir allt það helsta úr leiknum, og það sem er framundan. 15. september 2021 09:00