Stálu bæði Meistaradeildargulli og EM-silfri Reece James Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2021 09:01 Reece James fagnar hér með Meisataradeildarbikarinn og með gullið um hálsinn. Getty/Manu Fernandez Þetta var frábært sumar fyrir Chelsea manninn Reece James sem vann fyrst Meistaradeildina með Chelsea og fékk síðan silfur með enska landsliðinu á Evrópumótinu. Haustið ætlar ekki að vera eins gott. Reece James var að spila með Chelsea á þriðjudagskvöldið þegar liðið hóf titilvörn sína í Meistaradeildinni með 1-0 sigur á Zenit frá Sankti Pétursborg í Rússlandi. James sagði frá því á Instagram síðu sinni að á meðan leiknum stóð hafi þjófar brotist inn hjá honum og tekið með sér peningaskápinn. Chelsea defender Reece James says his Champions League winners' medal was stolen during a robbery at his home on Tuesday.James says his Super Cup winners' medal and his Euro 2020 runners-up medal were also stolen from his safe.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 16, 2021 Í þessum peningaskáp voru hvorki dýrmætir skartgripir eða miklir peningar heldur voru þarna bæði Meistaradeildargullið og EM-silfrið frá því í sumar sem og gullið sem James vann í Ofurbikarnum á dögunum. James sýndi brot úr öryggismyndavél þar sem má sjá innbrotsþjófana ganga um eignina áður en þeir drógu peningaskápinn út í bíl. James biðlaði um leið til þeirra sem horfa á myndbandið hvort þeir þekkja til þessara manna. „Ég biðla til allra stuðningsmanna Chelsea og enska landsliðsins til að hjálpa við að bera kennsl á þessi skítseiði sem munu aldrei geta sofið rótt vegna allra sönnunargagnanna sem eru til um glæp þeirra. Lögreglan, ráðgjafar mínir, Chelsea félagið sem og margir aðrir styðja við bakið á mér og við höfum góðar vísbendingar um hverjir glæpamennirnir eru. Við nálgumst þá,“ skrifaði Reece James á Instagram. „Sem betur fer þá var enginn heima í innbrotinu og ég vil láta alla vita af því að það er allt í lagi með mig. Ég met mikils að hafa þennan vettvang til að segja frá ólukku minni og saman getum við náðu þessum einstaklingum og náð fram réttlætinu,“ skrifaði James. View this post on Instagram A post shared by Reece James (@reecejames) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Reece James var að spila með Chelsea á þriðjudagskvöldið þegar liðið hóf titilvörn sína í Meistaradeildinni með 1-0 sigur á Zenit frá Sankti Pétursborg í Rússlandi. James sagði frá því á Instagram síðu sinni að á meðan leiknum stóð hafi þjófar brotist inn hjá honum og tekið með sér peningaskápinn. Chelsea defender Reece James says his Champions League winners' medal was stolen during a robbery at his home on Tuesday.James says his Super Cup winners' medal and his Euro 2020 runners-up medal were also stolen from his safe.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 16, 2021 Í þessum peningaskáp voru hvorki dýrmætir skartgripir eða miklir peningar heldur voru þarna bæði Meistaradeildargullið og EM-silfrið frá því í sumar sem og gullið sem James vann í Ofurbikarnum á dögunum. James sýndi brot úr öryggismyndavél þar sem má sjá innbrotsþjófana ganga um eignina áður en þeir drógu peningaskápinn út í bíl. James biðlaði um leið til þeirra sem horfa á myndbandið hvort þeir þekkja til þessara manna. „Ég biðla til allra stuðningsmanna Chelsea og enska landsliðsins til að hjálpa við að bera kennsl á þessi skítseiði sem munu aldrei geta sofið rótt vegna allra sönnunargagnanna sem eru til um glæp þeirra. Lögreglan, ráðgjafar mínir, Chelsea félagið sem og margir aðrir styðja við bakið á mér og við höfum góðar vísbendingar um hverjir glæpamennirnir eru. Við nálgumst þá,“ skrifaði Reece James á Instagram. „Sem betur fer þá var enginn heima í innbrotinu og ég vil láta alla vita af því að það er allt í lagi með mig. Ég met mikils að hafa þennan vettvang til að segja frá ólukku minni og saman getum við náðu þessum einstaklingum og náð fram réttlætinu,“ skrifaði James. View this post on Instagram A post shared by Reece James (@reecejames)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira