Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Eiður Þór Árnason skrifar 17. september 2021 14:19 Skarfabakki í Sundahöfn hefur fram að þessu verið þekktari fyrir móttöku skemmtiferðaskipa en viðtöku Covid-sýktra kjósenda. Vísir/vilhelm Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. Unnið að undirbúningi sambærilegra kjörstaða hjá öðrum sýslumannsembættum en sömuleiðis verður hægt að sækja um að kjósa í heimahúsi. Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir að ætlast sé til að kjósendur mæti einir á staðinn og verði búnir að skrifa niður listabókstaf þess flokks sem það hyggst kjósa. Þegar kjósandi er nálgast kjörstjóra framvísar hann skilríkjum og miðanum með listabókstafnum í gegnum bílrúðu. Fólki er óheimilt að opna rúðuna eða eiga önnur samskipti við fulltrúa sýslumanns á meðan það greiðir atkvæði. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á sérstaka bílakosningu hér á landi en úrræðið var sömuleiðis í boði í forsetakosningunum í fyrra. Verður fyrirkomulagið með svipuðu sniði að þessu sinni. Upplýsingar um opnunartíma á Skarfabakka verða brátt birtar á vef sýslumannsembættisins en ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá að kjósa með þessum hætti. Kjörstjóri má ekki fara inn í heimahús Þeir kjósendur sem hafa ekki aðgang að bifreið eða eru of veikir til að geta keyrt á kjörstað geta sem fyrr segir sótt um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi. Sigríður segir að mikil áhersla sé lögð á að koma í veg fyrir að kjörstjóri verði útsettur fyrir smiti. Samkvæmt nýrri reglugerð dómsmálaráðherra skal gæta þess að minnst tveir metrar séu ávallt á milli kjósenda og kjörstjóra eða þeir aðskildir með gleri eða á annan hátt. Þá ber kjörstjóra að nota viðeigandi hlífðarbúnað og kjósanda að nota andlitsgrímu. Undir engum kringumstæðum fer fulltrúi sýslumanns inn í íbúð kjósandans. Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Unnið að undirbúningi sambærilegra kjörstaða hjá öðrum sýslumannsembættum en sömuleiðis verður hægt að sækja um að kjósa í heimahúsi. Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir að ætlast sé til að kjósendur mæti einir á staðinn og verði búnir að skrifa niður listabókstaf þess flokks sem það hyggst kjósa. Þegar kjósandi er nálgast kjörstjóra framvísar hann skilríkjum og miðanum með listabókstafnum í gegnum bílrúðu. Fólki er óheimilt að opna rúðuna eða eiga önnur samskipti við fulltrúa sýslumanns á meðan það greiðir atkvæði. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á sérstaka bílakosningu hér á landi en úrræðið var sömuleiðis í boði í forsetakosningunum í fyrra. Verður fyrirkomulagið með svipuðu sniði að þessu sinni. Upplýsingar um opnunartíma á Skarfabakka verða brátt birtar á vef sýslumannsembættisins en ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá að kjósa með þessum hætti. Kjörstjóri má ekki fara inn í heimahús Þeir kjósendur sem hafa ekki aðgang að bifreið eða eru of veikir til að geta keyrt á kjörstað geta sem fyrr segir sótt um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi. Sigríður segir að mikil áhersla sé lögð á að koma í veg fyrir að kjörstjóri verði útsettur fyrir smiti. Samkvæmt nýrri reglugerð dómsmálaráðherra skal gæta þess að minnst tveir metrar séu ávallt á milli kjósenda og kjörstjóra eða þeir aðskildir með gleri eða á annan hátt. Þá ber kjörstjóra að nota viðeigandi hlífðarbúnað og kjósanda að nota andlitsgrímu. Undir engum kringumstæðum fer fulltrúi sýslumanns inn í íbúð kjósandans.
Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira