MK bannar böll vegna viðbjóðslegrar umgengni Snorri Másson skrifar 17. september 2021 21:29 Halla Margrét Hilmarsdóttir er formaður Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi. Stöð 2 Nemendur við Menntaskólann í Kópavogi eru vonsviknir og horfa öfundaraugum til annarra framhaldsskóla, sem fá loks að halda böll. Í MK eru böllin enn þá bönnuð. Ástæðan er ekki lengur sóttvarnir, heldur eru skólastjórnendur að refsa nemendum fyrir yfirgengilega slæma umgengni nýnema. Frá skólabyrjun hefur umgengni verið hin versta og skólastjórnendum er hætt að lítast á blikuna. Það fyllti síðan mælinn í upphafi viku búið var að leggja heilu baðherbergin í rúst með veggjakroti og öðrum ógeðfelldari skemmdarverkum. Jafnvel sáust ummerki þess að nemendur hefðu gengið örna sinna þar inni án þess að ganga alls kostar úr skugga um að úrgangurinn rataði ofan í klósett. Staðfest er að migið var í ruslatunnur. Fréttastofa kíkti í heimsókn í MK í dag: Þar að auki hefur sprittstöndum verið stolið, sem er í ætt við þjófnaðarfaraldur sem riðið hefur húsum í grunnskólum landsins, innblásinn af TikTok. Það ríkir sem sagt ófremdarástand í MK og stjórnendur skólans hafa gripið til sinna ráða: Engin böll þar til nemendur bæta ráð sitt, allir. Sjá einnig: „Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar“ Guðríður Eldey Arnardóttir, skólameistari MK, segir að skólastjórnendum hafi verið nóg boðið þegar komið var í skólann á mánudaginn. Því hafi verið gripið til aðgerða. „Við treystum okkur bara ekki til að heimila til dæmis skólaböll sem eru haldin utan skóla, þar sem við erum að leigja sali úti í bæ, á meðan við getum ekki treyst því að umgengnin verði óaðfinnanleg,“ segir Guðríður. En hver gengur svona illa um? Aðallega nýnemar, segir formaður skólafélagsins, Halla Margrét Hilmarsdóttir. Henni finnst ósanngjarnt að öllum sé refsað fyrir hegðun af hálfu eins hóps. Skólastjórinn segir þó að nemendur þurfi bara að átta sig á að þau sem hópur þurfi að leiðrétta hvert annað ef eitthvert þeirra misstígur sig. Ef umgengnin batni, geti böll hafist á ný, en fyrr ekki. Fréttastofa ræddi við Birgi Ara Óskarsson, sem er á öðru ári en hefur aldrei farið á ball. Hann sagði þessar aðgerðir ósanngjarnar, enda væri umgengni hans sjálfs til dæmis til fyrirmyndar. „Ég vil mjög mikið fara á ball,“ sagði Birgir. Hér að neðan má sjá umfjöllun frá því fyrr í vikunni um þjófnaðarfaraldurinn í Rimaskóla. Hann virðist ekki í rénun, ef marka má nýjustu tíðindi úr menntaskólum landsins. Kópavogur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Frá skólabyrjun hefur umgengni verið hin versta og skólastjórnendum er hætt að lítast á blikuna. Það fyllti síðan mælinn í upphafi viku búið var að leggja heilu baðherbergin í rúst með veggjakroti og öðrum ógeðfelldari skemmdarverkum. Jafnvel sáust ummerki þess að nemendur hefðu gengið örna sinna þar inni án þess að ganga alls kostar úr skugga um að úrgangurinn rataði ofan í klósett. Staðfest er að migið var í ruslatunnur. Fréttastofa kíkti í heimsókn í MK í dag: Þar að auki hefur sprittstöndum verið stolið, sem er í ætt við þjófnaðarfaraldur sem riðið hefur húsum í grunnskólum landsins, innblásinn af TikTok. Það ríkir sem sagt ófremdarástand í MK og stjórnendur skólans hafa gripið til sinna ráða: Engin böll þar til nemendur bæta ráð sitt, allir. Sjá einnig: „Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar“ Guðríður Eldey Arnardóttir, skólameistari MK, segir að skólastjórnendum hafi verið nóg boðið þegar komið var í skólann á mánudaginn. Því hafi verið gripið til aðgerða. „Við treystum okkur bara ekki til að heimila til dæmis skólaböll sem eru haldin utan skóla, þar sem við erum að leigja sali úti í bæ, á meðan við getum ekki treyst því að umgengnin verði óaðfinnanleg,“ segir Guðríður. En hver gengur svona illa um? Aðallega nýnemar, segir formaður skólafélagsins, Halla Margrét Hilmarsdóttir. Henni finnst ósanngjarnt að öllum sé refsað fyrir hegðun af hálfu eins hóps. Skólastjórinn segir þó að nemendur þurfi bara að átta sig á að þau sem hópur þurfi að leiðrétta hvert annað ef eitthvert þeirra misstígur sig. Ef umgengnin batni, geti böll hafist á ný, en fyrr ekki. Fréttastofa ræddi við Birgi Ara Óskarsson, sem er á öðru ári en hefur aldrei farið á ball. Hann sagði þessar aðgerðir ósanngjarnar, enda væri umgengni hans sjálfs til dæmis til fyrirmyndar. „Ég vil mjög mikið fara á ball,“ sagði Birgir. Hér að neðan má sjá umfjöllun frá því fyrr í vikunni um þjófnaðarfaraldurinn í Rimaskóla. Hann virðist ekki í rénun, ef marka má nýjustu tíðindi úr menntaskólum landsins.
Kópavogur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira