Telur að hagsmunatengsl gætu skýrt vilja sveitarstjórnar til að loka hjólhýsasvæðinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. september 2021 12:32 Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, sem er Félag hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Vísir/Magnús Hlynur Talsmaður hjólhýsaeigenda við Laugarvatn telur að hagsmunaárekstrar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafi áhrif á vilja til að loka svæðinu. Hún segir að málinu sé hvergi nærri lokið. Sveitarstjórnin hefur hafnað beiðni Samhjóls, samtaka hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að heimila fjögurra mánaða viðveru hjólhýsa á svæðinu og að þau fengju að standa þar yfir vetrartímann með stöðuleyfi. Fyrst var ákveðið að endurnýja ekki samninga við hjólhýsaeigendur vegna þess að brunavörnum var ábótavant. Koma alltaf nýjar ástæður fyrir lokuninni „Það er allavega margt sem okkur finnst bara frekar furðulegt og það er margt sem við erum búin að bjóða,” segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls. Hún segir sveitarstjórnina sífellt koma með nýjar ástæður fyrir lokun svæðisins þegar hjólhýsaeigendur bjóði fram lausnir sínar á þeim fyrri. Fyrst hafi það verið brunavarnamálið, næst vandræði í byggðaskipulagi og „sú nýjasta heitir samkeppnissjónarmið, aðallega,“ segir Hrafnhildur. „Og okkur sárnar að hérna rétt austan við okkur sé búið að opna heilsárshjólhýsasvæði í sama sveitarfélagi, undir sömu sveitarstjórn og byggingarfulltrúum og öllu þessu,” heldur hún áfram. Skýr hagsmunatengsl Það svæði opnaði í sumar í um korters fjarlægð frá hjólhýsasvæði Samhjóla og er í einkaeigu. „En með, eins og maður myndi segja kannski, góð tengsl. Eigandi þess svæðis er sem sagt einn af eigendum lögmannsstofu á Suðurlandi sem vinnur fyrir Bláskógabyggð gegn okkur. OG okkur náttúrulega stingur það illt í hjartað,” segir Hrafnhildur. Henni þykir staðan furðuleg. „Ég myndi kalla þetta bara góða hagsmunaárekstra og ég er ekki alveg að skilja svona, að þetta geti átt sér stað.” Hafa hjólhýsaeigendur á svæðinu gefið upp alla von? „Nei, alls ekki. Uppgjöf er ekki til í okkar orðaforða, eins og sveitarstjórn hefur fengið að heyra. Og það verður þannig áfram. Við ætlum að halda þessu máli á lofti," segir Hrafnhildur. Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Sveitarstjórnin hefur hafnað beiðni Samhjóls, samtaka hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að heimila fjögurra mánaða viðveru hjólhýsa á svæðinu og að þau fengju að standa þar yfir vetrartímann með stöðuleyfi. Fyrst var ákveðið að endurnýja ekki samninga við hjólhýsaeigendur vegna þess að brunavörnum var ábótavant. Koma alltaf nýjar ástæður fyrir lokuninni „Það er allavega margt sem okkur finnst bara frekar furðulegt og það er margt sem við erum búin að bjóða,” segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls. Hún segir sveitarstjórnina sífellt koma með nýjar ástæður fyrir lokun svæðisins þegar hjólhýsaeigendur bjóði fram lausnir sínar á þeim fyrri. Fyrst hafi það verið brunavarnamálið, næst vandræði í byggðaskipulagi og „sú nýjasta heitir samkeppnissjónarmið, aðallega,“ segir Hrafnhildur. „Og okkur sárnar að hérna rétt austan við okkur sé búið að opna heilsárshjólhýsasvæði í sama sveitarfélagi, undir sömu sveitarstjórn og byggingarfulltrúum og öllu þessu,” heldur hún áfram. Skýr hagsmunatengsl Það svæði opnaði í sumar í um korters fjarlægð frá hjólhýsasvæði Samhjóla og er í einkaeigu. „En með, eins og maður myndi segja kannski, góð tengsl. Eigandi þess svæðis er sem sagt einn af eigendum lögmannsstofu á Suðurlandi sem vinnur fyrir Bláskógabyggð gegn okkur. OG okkur náttúrulega stingur það illt í hjartað,” segir Hrafnhildur. Henni þykir staðan furðuleg. „Ég myndi kalla þetta bara góða hagsmunaárekstra og ég er ekki alveg að skilja svona, að þetta geti átt sér stað.” Hafa hjólhýsaeigendur á svæðinu gefið upp alla von? „Nei, alls ekki. Uppgjöf er ekki til í okkar orðaforða, eins og sveitarstjórn hefur fengið að heyra. Og það verður þannig áfram. Við ætlum að halda þessu máli á lofti," segir Hrafnhildur.
Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira