Þingsætum flokks Pútíns fækkar miðað við fyrstu tölur Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 21:35 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexei Druzhinin Þegar tíu prósent atkvæða í rússnesku þingkosningunum hafa verið talin er Sameinað Rússland, flokkur Vladimírs Pútín, með 38 prósent atkvæða. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 54 prósent atkvæða. Þingkosningar í Rússlandi eru tvískiptar, annars vegar eru listakosningar þar sem 225 þingsæti eru í boði og hins vegar einstaklingskosningar sem skera úr um hverjir fá hin 225 þingsætin. Sameinað Rússland er með 38 prósent atkvæða í listakosningunum og 130 sæti í einstaklingskosningunum ef tekið er mið af fyrstu tölum. Því er óvíst hvort flokkur Pútíns muni ná þeim 66 prósentum þingsæta sem þarf til að geta breytt stjórnarskrá landsins. Samkvæmt frétt AP er vald til stjórnarskrárbreytinga gríðarlega mikilvægt ætli Pútín sér að halda völdum lengur en til 2024. Sósíalistar sækja í sig veðrið Sósíalistaflokkur Rússlands mun að öllu óbreyttu vera næststærsti flokkurinn á rússneska þinginu með 25 prósent atkvæða. Í kosningunum árið 2016 hlutu sósíalistar einungis þrettán prósent atkvæða. Andstæðingar bannaðir og grunur um kosningasvindl Í aðdraganda kosninganna tilkynntu rússnesk yfirvöld að öll samtök tengd Alexei Navalní væru öfgasamtök og þeim væri því meinað að bjóða sig fram til þings. Navalní hefur um árabil verið einn helsti andstæðingur Pútíns en hann dúsar nú í fangelsi. Þá hafa tilkynningar um kosningasvindl borist í stríðum straumum allt frá upphafi kosninganna á föstudagsmorgun. Til að mynda hafa kjósendur sagt fjölmiðlum í Rússlandi að vinnuveitendur þeirra hefðu skipað þeim að kjósa. Rússland Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira
Þingkosningar í Rússlandi eru tvískiptar, annars vegar eru listakosningar þar sem 225 þingsæti eru í boði og hins vegar einstaklingskosningar sem skera úr um hverjir fá hin 225 þingsætin. Sameinað Rússland er með 38 prósent atkvæða í listakosningunum og 130 sæti í einstaklingskosningunum ef tekið er mið af fyrstu tölum. Því er óvíst hvort flokkur Pútíns muni ná þeim 66 prósentum þingsæta sem þarf til að geta breytt stjórnarskrá landsins. Samkvæmt frétt AP er vald til stjórnarskrárbreytinga gríðarlega mikilvægt ætli Pútín sér að halda völdum lengur en til 2024. Sósíalistar sækja í sig veðrið Sósíalistaflokkur Rússlands mun að öllu óbreyttu vera næststærsti flokkurinn á rússneska þinginu með 25 prósent atkvæða. Í kosningunum árið 2016 hlutu sósíalistar einungis þrettán prósent atkvæða. Andstæðingar bannaðir og grunur um kosningasvindl Í aðdraganda kosninganna tilkynntu rússnesk yfirvöld að öll samtök tengd Alexei Navalní væru öfgasamtök og þeim væri því meinað að bjóða sig fram til þings. Navalní hefur um árabil verið einn helsti andstæðingur Pútíns en hann dúsar nú í fangelsi. Þá hafa tilkynningar um kosningasvindl borist í stríðum straumum allt frá upphafi kosninganna á föstudagsmorgun. Til að mynda hafa kjósendur sagt fjölmiðlum í Rússlandi að vinnuveitendur þeirra hefðu skipað þeim að kjósa.
Rússland Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira