Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 10:21 Fjölskylda Gabrielle Petito tilkynnti að hennar væri saknað 11. september en ekkert hafði þá heyrst til hennar frá því í Wyoming í ágúst. Kærasti hennar sneri heim úr ferðalagi þeirra í byrjun september en vildi engar upplýsingar veita um afdrif hennar. AP/FBI Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. Hvarf Petito, sem var 22 ára gömul, vakti athygli um öll Bandaríkin. Hún hélt af stað í ferðalag til að skoða þjóðgarða í vestanverðum Bandaríkjunum á breyttum sendiferðabíl ásamt Brian Laundrie, kærasta sínum í júlí. Laundrie sneri hins vegar einn heim úr ferðalaginu til foreldra sinna á Flórída 1. september. Fjölskylda Petito hafði þá ekkert heyrt frá henni frá því að hún var á ferð við Grand Teton-þjóðgarðinn í Wyoming seint í ágúst. Laundrie, sem er 23 ára gamall, neitaði að ræða við yfirvöld eftir að hann sneri heim. Hann lét sig hverfa í kjölfarið. Foreldrar hans segjast ekki hafa séð hann frá því á þriðjudag. Lögreglumenn sem leituðu að Petito við eystri mörk þjóðgarðsins fundu það sem er nær örugglega talið lík hennar í gær. Alríkislögreglan FBI segir að dánarorsök hennar liggi enn ekki fyrir. AP-fréttastofan segir að upplýsingar um hvar og hvernig líkið fannst hafi ekki verið gefnar upp. Líkið sem fannst er sagt passa við lýsingar á Petito en yfirvöld segjast ekki geta staðfest að það sé af Petito fyrr en réttarmeinarannsókn hefur farið fram. Til stendur að kryfja líkið á morgun. Fjölskylda Petito var þó látin vita af líkfundinum. Grét óstjórnlega eftir átök við kærastann Petito og Laundrie skrásettu ferðalag sitt í röð samfélagsmiðlafærslna og virtist þá allt leika í lyndi. Eftir að Petito hvarf var myndband frá lögreglumönnum sem höfðu afskipti af parinu í Utah 12. ágúst birt. Þar sást Petito gráta óstjórnlega eftir að þeim Laundrie sinnaðist og til stimpinga kom á milli þeirra. Í lögregluskýrslu kom fram að Petito hefði verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Á myndbandinu heyrðist Petito segja að þau hafi byrjað að rífast eftir að Laundrie kom inn í sendiferðabílinn með skítugar fætur. Laundrie sagði lögreglumönnunum að margra vikna ferðalag hefði sett „tilfinningalegt álag“ á samband þeirra, að því er segir í frétt Washington Post. Viku síðar virtist allt hafa fallið í ljúfa löð aftur þegar þau birtu myndir af sér að leik á strönd. Þar sáust þau meðal annars kyssast og leiðast. Lögreglubílar við Charlton-náttúruverndarsvæðið á Flórída þar sem Brians Laundrie var leitað um helgina.AP/Lögreglan í North Port Vildi engar upplýsingar veita Laundrie er ekki formlega grunaður um að hafa ráðið Petito bana þrátt fyrir að bæði hann og fjölskylda hans hafi þverneitað að veita upplýsingar um afdrif hennar við yfirvöld. Lögreglan hefur þó mikinn áhuga á að ræða við hann. Lögmaður Laundrie ráðlagði honum að ræða ekki við lögreglu þrátt fyrir að lögreglustjórinn í North Port á Flórída hefði biðlað til hans um að fá unga manninn til að leysa frá skjóðunni. Leit að Laundrie um helgina bar engan árangur. AP segir að fleiri en fimmtíu lögreglumenn hafi leitað hans á Carlton-náttúruverndarsvæðinu í Sarasota-sýslu á Flórída í gær. Svæðið er víðáttumikið með um 160 kílómetrum af gönguleiðum. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Hvarf Petito, sem var 22 ára gömul, vakti athygli um öll Bandaríkin. Hún hélt af stað í ferðalag til að skoða þjóðgarða í vestanverðum Bandaríkjunum á breyttum sendiferðabíl ásamt Brian Laundrie, kærasta sínum í júlí. Laundrie sneri hins vegar einn heim úr ferðalaginu til foreldra sinna á Flórída 1. september. Fjölskylda Petito hafði þá ekkert heyrt frá henni frá því að hún var á ferð við Grand Teton-þjóðgarðinn í Wyoming seint í ágúst. Laundrie, sem er 23 ára gamall, neitaði að ræða við yfirvöld eftir að hann sneri heim. Hann lét sig hverfa í kjölfarið. Foreldrar hans segjast ekki hafa séð hann frá því á þriðjudag. Lögreglumenn sem leituðu að Petito við eystri mörk þjóðgarðsins fundu það sem er nær örugglega talið lík hennar í gær. Alríkislögreglan FBI segir að dánarorsök hennar liggi enn ekki fyrir. AP-fréttastofan segir að upplýsingar um hvar og hvernig líkið fannst hafi ekki verið gefnar upp. Líkið sem fannst er sagt passa við lýsingar á Petito en yfirvöld segjast ekki geta staðfest að það sé af Petito fyrr en réttarmeinarannsókn hefur farið fram. Til stendur að kryfja líkið á morgun. Fjölskylda Petito var þó látin vita af líkfundinum. Grét óstjórnlega eftir átök við kærastann Petito og Laundrie skrásettu ferðalag sitt í röð samfélagsmiðlafærslna og virtist þá allt leika í lyndi. Eftir að Petito hvarf var myndband frá lögreglumönnum sem höfðu afskipti af parinu í Utah 12. ágúst birt. Þar sást Petito gráta óstjórnlega eftir að þeim Laundrie sinnaðist og til stimpinga kom á milli þeirra. Í lögregluskýrslu kom fram að Petito hefði verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Á myndbandinu heyrðist Petito segja að þau hafi byrjað að rífast eftir að Laundrie kom inn í sendiferðabílinn með skítugar fætur. Laundrie sagði lögreglumönnunum að margra vikna ferðalag hefði sett „tilfinningalegt álag“ á samband þeirra, að því er segir í frétt Washington Post. Viku síðar virtist allt hafa fallið í ljúfa löð aftur þegar þau birtu myndir af sér að leik á strönd. Þar sáust þau meðal annars kyssast og leiðast. Lögreglubílar við Charlton-náttúruverndarsvæðið á Flórída þar sem Brians Laundrie var leitað um helgina.AP/Lögreglan í North Port Vildi engar upplýsingar veita Laundrie er ekki formlega grunaður um að hafa ráðið Petito bana þrátt fyrir að bæði hann og fjölskylda hans hafi þverneitað að veita upplýsingar um afdrif hennar við yfirvöld. Lögreglan hefur þó mikinn áhuga á að ræða við hann. Lögmaður Laundrie ráðlagði honum að ræða ekki við lögreglu þrátt fyrir að lögreglustjórinn í North Port á Flórída hefði biðlað til hans um að fá unga manninn til að leysa frá skjóðunni. Leit að Laundrie um helgina bar engan árangur. AP segir að fleiri en fimmtíu lögreglumenn hafi leitað hans á Carlton-náttúruverndarsvæðinu í Sarasota-sýslu á Flórída í gær. Svæðið er víðáttumikið með um 160 kílómetrum af gönguleiðum.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira