Vill grafa stríðsöxina eftir leiðindi á milli liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 17:01 Bryson DeChambeau hefur unnið eitt risamót á ferlinum; Opna bandaríska í fyrra. Getty/Sam Greenwood Þjálfari Brysons DeChambeau segir að kylfingurinn vilji sættast við Brooks Koepka, liðsfélaga sinn í bandaríska landsliðinu sem mætir úrvalsliði Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi um helgina. Rekja má ósætti DeChambeu og Koepka aftur til ársins 2019 þegar sá síðarnefndi gagnrýndi DeChambeau fyrir að spila of hægt. DeChambeau gerði svo grín að líkamlegu atgervi Koepka, sagði hann skorta magavöðva, og Koepka svaraði því með því að viðurkenna að hann vantaði tvo risatitla til að eiga „sixpack“. You were right @b_dechambeau I am 2 short of a 6 pack! pic.twitter.com/aCJ1jimId6— Brooks Koepka (@BKoepka) January 16, 2020 Enn jókst rígurinn á milli þeirra þegar brot úr viðtali við Koepka var birt, þar sem hann ranghvolfdi augunum allsvakalega eftir að DeChambeau hafði gengið framhjá honum. Fleiri dæmi mætti nefna. View this post on Instagram A post shared by Breezy Golf (@breezygolf) Steve Stricker, liðsstjóri bandaríska liðsins, hefur gert sitt til að fá liðsmenn sína til að sættast nú þegar Ryder-bikarinn er að hefjast á föstudaginn. Mike Schy, þjálfari DeChambeau, segir sinn mann vilja grafa stríðsöxina. „Hvort sem að þeir hafa báðir verið að gera þetta til að auka áhugann á sér um heiminn eða ekki, þá vill Bryson að þessu ljúki,“ sagði Schy í viðtali við the Times í dag. „Höldum áfram. Þegar allt kemur til alls þá eru þetta tveir miklir egóistar,“ sagði Schy en fullyrti þó að DeChambeau, sem leikur nú í annað sinn í Ryder-bikarnum, kynni afskaplega vel við að spila í þessari liðakeppni: „Hann elskar liðakeppni. Stundum, þegar það gengur illa, getur hann litið út fyrir að vera svolítið að hugsa bara um sjálfan sig en raunin er sú að hann gerir sitt allra besta til að leggja eitthvað af mörkum.“ Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
Rekja má ósætti DeChambeu og Koepka aftur til ársins 2019 þegar sá síðarnefndi gagnrýndi DeChambeau fyrir að spila of hægt. DeChambeau gerði svo grín að líkamlegu atgervi Koepka, sagði hann skorta magavöðva, og Koepka svaraði því með því að viðurkenna að hann vantaði tvo risatitla til að eiga „sixpack“. You were right @b_dechambeau I am 2 short of a 6 pack! pic.twitter.com/aCJ1jimId6— Brooks Koepka (@BKoepka) January 16, 2020 Enn jókst rígurinn á milli þeirra þegar brot úr viðtali við Koepka var birt, þar sem hann ranghvolfdi augunum allsvakalega eftir að DeChambeau hafði gengið framhjá honum. Fleiri dæmi mætti nefna. View this post on Instagram A post shared by Breezy Golf (@breezygolf) Steve Stricker, liðsstjóri bandaríska liðsins, hefur gert sitt til að fá liðsmenn sína til að sættast nú þegar Ryder-bikarinn er að hefjast á föstudaginn. Mike Schy, þjálfari DeChambeau, segir sinn mann vilja grafa stríðsöxina. „Hvort sem að þeir hafa báðir verið að gera þetta til að auka áhugann á sér um heiminn eða ekki, þá vill Bryson að þessu ljúki,“ sagði Schy í viðtali við the Times í dag. „Höldum áfram. Þegar allt kemur til alls þá eru þetta tveir miklir egóistar,“ sagði Schy en fullyrti þó að DeChambeau, sem leikur nú í annað sinn í Ryder-bikarnum, kynni afskaplega vel við að spila í þessari liðakeppni: „Hann elskar liðakeppni. Stundum, þegar það gengur illa, getur hann litið út fyrir að vera svolítið að hugsa bara um sjálfan sig en raunin er sú að hann gerir sitt allra besta til að leggja eitthvað af mörkum.“ Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira