Aftakaveður í kortum á kjördag Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2021 11:44 Björn Leví telur val á kjördegi enga tilviljun, þá séu líkur á vondu veðri verlegar og nú líti allt út fyrir að sú verði raunin. Hann telur slæma kjörsókn henta valdhöfum ákaflega vel. vísir/vilhelm Veðurútlit fyrir kjördag, laugardaginn 25. september, er afleitt. Á hádegi verður ausandi rigning og hávaða rok, um og í kringum tuttugu metrar á sekúndu. Og ljóst að það mun hafa veruleg áhrif á kjörsókn. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á vakt vill reyndar setja fyrirvara við spá svo langt fram í tímann. „Við skulum aðeins bíða og sjá,“ segir Haraldur og bendir á að spáin verði orðin marktækari strax á morgun. „Þá fer maður að trúa þessu betur.“ Ekki er kræsilegt að ganga til kosninga í veðri sem þessu.skjáskot af vef veðurstofunnar Og þessi spá sem fyrirliggjandi er sé reyndar þannig að veður verst um hádegi. Strax seinna um daginn fer að sljákka í veðurhami. „En þetta verður spennandi að sjá,“ segir Haraldur sem telur engan vafa á leika að verði þessi staðan mun það koma niður á kjörsókn. Björn Leví, þingmaður Pírata, segist hafa varað við því að þessi staða gæti komið upp í þingræðu þegar dagsetningin fyrir kosningar var valin. „Rökin fyrir því að velja þessa dagsetningu en ekki seinni dagsetningu voru að þetta gæti sloppið áður en veður yrði slæmt. Ýmis dæmi eru um ansi slæmt veður fyrr í september þannig að þau rök duga skammt. Kosningardagsetningin 25. september, rétt rúmum mánuði fyrr en þær óvæntu kosningar sem við upplifðum 2016 og 2017, er upplýst val ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví þá. Og nú sýni veðurspá nákvæmlega hver vandinn sé við að hafa kosningar að hausti til. „En vilji ríkisstjórnar til að sitja á valdastólum tók yfir allt annað.“ Björn Leví gerir þetta að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segist þar vitaskuld vonast til að svona verði þetta ekki. „En höfum það á hreinu að það er veðmál þessarar ríkisstjórnar að hafa þetta svona - og lýðræðið liggur einfaldlega undir. Það eru líkur á því að færri mæti á kjörstað sem er alltaf slæmt,“ segir Björn Leví sem vill hvetja fólk á kjörstað nú þegar og skila utankjörstaðaatkvæði sínu. Veður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á vakt vill reyndar setja fyrirvara við spá svo langt fram í tímann. „Við skulum aðeins bíða og sjá,“ segir Haraldur og bendir á að spáin verði orðin marktækari strax á morgun. „Þá fer maður að trúa þessu betur.“ Ekki er kræsilegt að ganga til kosninga í veðri sem þessu.skjáskot af vef veðurstofunnar Og þessi spá sem fyrirliggjandi er sé reyndar þannig að veður verst um hádegi. Strax seinna um daginn fer að sljákka í veðurhami. „En þetta verður spennandi að sjá,“ segir Haraldur sem telur engan vafa á leika að verði þessi staðan mun það koma niður á kjörsókn. Björn Leví, þingmaður Pírata, segist hafa varað við því að þessi staða gæti komið upp í þingræðu þegar dagsetningin fyrir kosningar var valin. „Rökin fyrir því að velja þessa dagsetningu en ekki seinni dagsetningu voru að þetta gæti sloppið áður en veður yrði slæmt. Ýmis dæmi eru um ansi slæmt veður fyrr í september þannig að þau rök duga skammt. Kosningardagsetningin 25. september, rétt rúmum mánuði fyrr en þær óvæntu kosningar sem við upplifðum 2016 og 2017, er upplýst val ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví þá. Og nú sýni veðurspá nákvæmlega hver vandinn sé við að hafa kosningar að hausti til. „En vilji ríkisstjórnar til að sitja á valdastólum tók yfir allt annað.“ Björn Leví gerir þetta að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segist þar vitaskuld vonast til að svona verði þetta ekki. „En höfum það á hreinu að það er veðmál þessarar ríkisstjórnar að hafa þetta svona - og lýðræðið liggur einfaldlega undir. Það eru líkur á því að færri mæti á kjörstað sem er alltaf slæmt,“ segir Björn Leví sem vill hvetja fólk á kjörstað nú þegar og skila utankjörstaðaatkvæði sínu.
Veður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent