Samstarf Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks ekki æskilegt til lengri tíma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. september 2021 18:20 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri Grænna og Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mættust í Pallborðinu í dag. vísir/Vilhelm Forseti Alþingis og einn stofnenda Vinstri Grænna efast um að stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé góður kostur til lengri tíma. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur samstarfið hafa leitt af sér pólitískan óróleika sem hafi skilað sér í fjölgun flokka. Þingmenn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Pírata sem eru að segja skilið við stjórnmálin mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Steingrímur sagði Vinstri Græna ganga óbundna til kosninga þrátt fyrir að formenn stjórnarflokkanna hafi viðrað áhuga á áframhaldandi samstarfi. Mikil andstaða hefur verið gagnvart því innan raða Vinstri Grænna og samkvæmt könnun sem var gerð fyrir fréttastofuna í júní eru sjötíu prósent kjósenda VG mótfallin samstarfinu. Steingrímur sagðist skilja blendnar tilfinningar. Það hafi reynst mörgum erfitt að vinna með „höfuðandstæðingnum“. „Ég hef efasemdir um að svona samstarf eigi að vera til mjög langs tíma. Þá er ég að hugsa um langtímaþróun stjórnmálanna. En það getur verið mjög vel réttlætanlegt, skilað góðum árangri og gott fyrir land og þjóð eins og ég tel að þetta samstarf hafi verið,“ sagði Steingrímur. „Auðvitað er það málefnalega séð miku þægilegri og auðveldari kostur fyrir okkur að vinna með flokkum sem eru nær okkur í hinu pólitíska litrófi, ef það er í boði. Það er að segja ef hægt er að mynda sæmilega trausta ríkisstjórn frá vinstri til miðjunnar. En það verður að vera efniviður í hana.“ Sigríður Á. Andersen sagði flatneskju yfir Sjálfstæðisflokknum og að samtarfið hafi kallað á miklar málamiðlanir „Það getur verið vænlegt í skamman tíma en mér finsnt það ekki æskilegt og mér finnst það ekki eðlilegt til lengri tíma, hafi menn áhuga á að viðhalda einhverri hugmyndafræði og skýrum stefnum einstaklinga sem bjóða sig fram.“ Jón Þór Ólafsson sagði flokkanna hafa sameinast um íhaldið. „Þessir flokkar eru allir með framsóknararma. Þú ert með framsóknararm Vinstri Grænna og ert með framsóknararm Sjálfstæðismanna,“ sagði Jón Þór áður en Steingrímur greip orðið og gagnrýndi orðanotkunina. „Þetta er götustrákapólitík,“ sagði Steingrímur. Jón Þór hélt áfram og sagði þessa arma flokkanna hafa sameinast um að breyta hvorki landbúnaðar- né sjávarútvegskerfinu og halda sig við íhaldssöm fjármál. „Þarna sameinast vinstri og hægri í því að vera með íhaldið, að halda þessu óbreytt og standa vörð um kerfin.“ Steingrímur J. Sigfússon, er að kveðja stjórnmálin eftir að hafa setið á þingi í 38 ár.vísir/Vilhelm Sigríður gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir máttleysi á kjörtímabilinu og sagði samstarf flokkanna hafa leitt af sér pólitískan óróleika og fjölgun flokka þar sem ósátt hægri- og vinstrifólk hafi fundið sér nýjan samastað. Litið til baka yfir kjörtímabilið sagðist Sigríður stoltust af skipan dómara í Landsrétt - skipan sem leiddi til afsagnar hennar sem ráðherra og sem Mannréttindadómstóll Evrópu taldi ólögmæta. „Þegar ég tók þá ákvörðun að láta ekki sjálfskipaða elítu með órökstuddum hætti taka fram fyrir hendurnar á mér eins og menn reyndu að gera,“ sagði Sigríður. Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Þingmenn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Pírata sem eru að segja skilið við stjórnmálin mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Steingrímur sagði Vinstri Græna ganga óbundna til kosninga þrátt fyrir að formenn stjórnarflokkanna hafi viðrað áhuga á áframhaldandi samstarfi. Mikil andstaða hefur verið gagnvart því innan raða Vinstri Grænna og samkvæmt könnun sem var gerð fyrir fréttastofuna í júní eru sjötíu prósent kjósenda VG mótfallin samstarfinu. Steingrímur sagðist skilja blendnar tilfinningar. Það hafi reynst mörgum erfitt að vinna með „höfuðandstæðingnum“. „Ég hef efasemdir um að svona samstarf eigi að vera til mjög langs tíma. Þá er ég að hugsa um langtímaþróun stjórnmálanna. En það getur verið mjög vel réttlætanlegt, skilað góðum árangri og gott fyrir land og þjóð eins og ég tel að þetta samstarf hafi verið,“ sagði Steingrímur. „Auðvitað er það málefnalega séð miku þægilegri og auðveldari kostur fyrir okkur að vinna með flokkum sem eru nær okkur í hinu pólitíska litrófi, ef það er í boði. Það er að segja ef hægt er að mynda sæmilega trausta ríkisstjórn frá vinstri til miðjunnar. En það verður að vera efniviður í hana.“ Sigríður Á. Andersen sagði flatneskju yfir Sjálfstæðisflokknum og að samtarfið hafi kallað á miklar málamiðlanir „Það getur verið vænlegt í skamman tíma en mér finsnt það ekki æskilegt og mér finnst það ekki eðlilegt til lengri tíma, hafi menn áhuga á að viðhalda einhverri hugmyndafræði og skýrum stefnum einstaklinga sem bjóða sig fram.“ Jón Þór Ólafsson sagði flokkanna hafa sameinast um íhaldið. „Þessir flokkar eru allir með framsóknararma. Þú ert með framsóknararm Vinstri Grænna og ert með framsóknararm Sjálfstæðismanna,“ sagði Jón Þór áður en Steingrímur greip orðið og gagnrýndi orðanotkunina. „Þetta er götustrákapólitík,“ sagði Steingrímur. Jón Þór hélt áfram og sagði þessa arma flokkanna hafa sameinast um að breyta hvorki landbúnaðar- né sjávarútvegskerfinu og halda sig við íhaldssöm fjármál. „Þarna sameinast vinstri og hægri í því að vera með íhaldið, að halda þessu óbreytt og standa vörð um kerfin.“ Steingrímur J. Sigfússon, er að kveðja stjórnmálin eftir að hafa setið á þingi í 38 ár.vísir/Vilhelm Sigríður gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir máttleysi á kjörtímabilinu og sagði samstarf flokkanna hafa leitt af sér pólitískan óróleika og fjölgun flokka þar sem ósátt hægri- og vinstrifólk hafi fundið sér nýjan samastað. Litið til baka yfir kjörtímabilið sagðist Sigríður stoltust af skipan dómara í Landsrétt - skipan sem leiddi til afsagnar hennar sem ráðherra og sem Mannréttindadómstóll Evrópu taldi ólögmæta. „Þegar ég tók þá ákvörðun að láta ekki sjálfskipaða elítu með órökstuddum hætti taka fram fyrir hendurnar á mér eins og menn reyndu að gera,“ sagði Sigríður.
Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira