FÍB segja mögulegt að lækka iðgjöld bifreiðatrygginga um 7 milljarða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. september 2021 09:39 „Ofteknu iðgjöldin leggja trygggingafélögin í bótasjóði sem þau ávaxta í eigin þágu.“ Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Félags íslenskra bifreiðaeigenda telja tryggingafélögin geta lækkað iðgjöld bifreiðatrygginga um 7 milljarða króna á ári og samt skilað ásættanlegri afkomu. „Eftir sem áður væru íslenskir neytendur að borga hæstu iðgjöld bílatrygginga á Norðurlöndunum,“ segir í tilkynningu frá FÍB. Útreikningarnir miðast við 20 prósent lækkun iðgjaldanna, sem forsvarsmenn FÍB segja hóflega lækkun í ljósi þess að iðgjöldin séu 50 til 100 prósent hærri hér en á hinum Norðurlöndunum. Eigendur ökutækja hafi greitt 37 milljarða króna í iðgjöld bifreiðatrygginga árið 2020. Fólksbílar séu 87 prósent skráðra ökutækja og reikningurinn lendi því að megninu til á heimilunum. „FÍB hefur um árabil gagnrýnt fákeppni milli tryggingafélaganna og mikla sjóðasöfnun með ofteknum iðgjöldum. Þá hefur FÍB nýlega bent á að þrátt fyrir mikla fækkun umferðarslysa undanfarin ár, þá hafa iðgjöld bílatrygginga hækkað jafnt og þétt allan tímann. Það sem af er þessu ári hafa þau hækkað um 6% og samtals um 44% á undanförnum fimm árum,“ segir í tilkynningunni. „Ofteknu iðgjöldin leggja trygggingafélögin í bótasjóði sem þau ávaxta í eigin þágu. Um síðustu áramót námu bótasjóðir vegna allra bílatrygginga 55 milljörðum króna. Ekki er lengur þörf fyrir þessa miklu sjóðasöfnun til að mæta tjónsáhættu. Langt er síðan Evrópusambandið breytti fyrirkomulagi reikningsskila tryggingafélaga með svokallaðri Solvency 2 reglugerð. Með þeirri breytingum er eigin fé tryggingafélaganna ætlað að mæta áhættu vegna tryggingastarfseminnar. Fyrir liggur að eiginfjárstaða þeirra er firnasterk og þau hafa því borð fyrir báru til að lækka iðgjöldin með því að hætta þessari miklu sjóðasöfnun.“ Bílar Tryggingar Neytendur Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
„Eftir sem áður væru íslenskir neytendur að borga hæstu iðgjöld bílatrygginga á Norðurlöndunum,“ segir í tilkynningu frá FÍB. Útreikningarnir miðast við 20 prósent lækkun iðgjaldanna, sem forsvarsmenn FÍB segja hóflega lækkun í ljósi þess að iðgjöldin séu 50 til 100 prósent hærri hér en á hinum Norðurlöndunum. Eigendur ökutækja hafi greitt 37 milljarða króna í iðgjöld bifreiðatrygginga árið 2020. Fólksbílar séu 87 prósent skráðra ökutækja og reikningurinn lendi því að megninu til á heimilunum. „FÍB hefur um árabil gagnrýnt fákeppni milli tryggingafélaganna og mikla sjóðasöfnun með ofteknum iðgjöldum. Þá hefur FÍB nýlega bent á að þrátt fyrir mikla fækkun umferðarslysa undanfarin ár, þá hafa iðgjöld bílatrygginga hækkað jafnt og þétt allan tímann. Það sem af er þessu ári hafa þau hækkað um 6% og samtals um 44% á undanförnum fimm árum,“ segir í tilkynningunni. „Ofteknu iðgjöldin leggja trygggingafélögin í bótasjóði sem þau ávaxta í eigin þágu. Um síðustu áramót námu bótasjóðir vegna allra bílatrygginga 55 milljörðum króna. Ekki er lengur þörf fyrir þessa miklu sjóðasöfnun til að mæta tjónsáhættu. Langt er síðan Evrópusambandið breytti fyrirkomulagi reikningsskila tryggingafélaga með svokallaðri Solvency 2 reglugerð. Með þeirri breytingum er eigin fé tryggingafélaganna ætlað að mæta áhættu vegna tryggingastarfseminnar. Fyrir liggur að eiginfjárstaða þeirra er firnasterk og þau hafa því borð fyrir báru til að lækka iðgjöldin með því að hætta þessari miklu sjóðasöfnun.“
Bílar Tryggingar Neytendur Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira