Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 12:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er ánægð með ungu stelpurnar í hópnum og segist geta lært mikið af þeim. Skjámynd/S2 Sport Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. „Við erum búnar að vera með Steina í nokkra leiki og vitum hvernig við viljum spila. Við erum spenntar fyrir þessu enda búnar að bíða lengi eftir að byrja undankeppni HM,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Íslenska liðið byrjar á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum í kvöld. og því er verkefnið eins erfitt og það verður. „Þetta er bara fótbolti en það er ágætt að byrja á heimaleik. Þær eru búnar að vera meira saman, búnar að vera á Ólympíuleikunum og svoleiðis. Við vitum hvað vil viljum gera þannig að þetta er allt það sama,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Klippa: Viðtal við Gunnhildi Yrsu fyrir Hollandsleik Gunnhildur er ein af reynslumiklu leikmönnum liðsins en það er líka nóg af ungum stelpum í íslenska hópnum. „Þær eru frábærar. Þótt að þær séu ungar þá eru þær samt miklir reynsluboltar. Þær eru búnar að spila lengi með sínum félagsliðum. Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar og þær þora. Það er gott að fá þær inn og maður getur lært heilmikið af þeim,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Veðurspáin fyrir kvöldið er ekki alltof góð en myndi það henta íslenska liðinu betur ef að það yrði slæmt veður. „Ég held að það skipti engu máli því bæði liðin eru að spila í hvaða veðri sem verður. Eins og sást í leiknum á móti Írlandi þá hafði vindurinn alveg svolítil áhrif á leikinn sjálfan. Auðvitað vill maður spila í góðu veðri en við tökum því veðri sem kemur,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Í hollenska liðinu er markadrottning Ólympíuleikanna, Vivianne Miedema, sem skorar nánast í hverjum einasta leik. „Þetta er frábær framherji sem var markahæst á Ólympíuleikunum. Þetta er vissulega geggjaður leikmaður en eins og ég hef sagt áður þá finnst mér gaman að spila á móti þeim bestu því þá sér maður hvar maður stendur. Það er gaman að fá að mæta svona leikmönnum,“ sagði Gunnhildur Yrsa en hver eru markmiðin fyrir leikinn í kvöld. Yrðu íslensku stelpurnar sáttar með jafntefli. „Ég vil aldrei segja að ég sé sátt með jafntefli. Við förum í alla leiki og viljum vinna og við stefnum á það. Við förum í hvern einasta leik með sjálfstraust til þess að vinna,“ sagði Gunnhildur Yrsa en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
„Við erum búnar að vera með Steina í nokkra leiki og vitum hvernig við viljum spila. Við erum spenntar fyrir þessu enda búnar að bíða lengi eftir að byrja undankeppni HM,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Íslenska liðið byrjar á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum í kvöld. og því er verkefnið eins erfitt og það verður. „Þetta er bara fótbolti en það er ágætt að byrja á heimaleik. Þær eru búnar að vera meira saman, búnar að vera á Ólympíuleikunum og svoleiðis. Við vitum hvað vil viljum gera þannig að þetta er allt það sama,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Klippa: Viðtal við Gunnhildi Yrsu fyrir Hollandsleik Gunnhildur er ein af reynslumiklu leikmönnum liðsins en það er líka nóg af ungum stelpum í íslenska hópnum. „Þær eru frábærar. Þótt að þær séu ungar þá eru þær samt miklir reynsluboltar. Þær eru búnar að spila lengi með sínum félagsliðum. Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar og þær þora. Það er gott að fá þær inn og maður getur lært heilmikið af þeim,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Veðurspáin fyrir kvöldið er ekki alltof góð en myndi það henta íslenska liðinu betur ef að það yrði slæmt veður. „Ég held að það skipti engu máli því bæði liðin eru að spila í hvaða veðri sem verður. Eins og sást í leiknum á móti Írlandi þá hafði vindurinn alveg svolítil áhrif á leikinn sjálfan. Auðvitað vill maður spila í góðu veðri en við tökum því veðri sem kemur,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Í hollenska liðinu er markadrottning Ólympíuleikanna, Vivianne Miedema, sem skorar nánast í hverjum einasta leik. „Þetta er frábær framherji sem var markahæst á Ólympíuleikunum. Þetta er vissulega geggjaður leikmaður en eins og ég hef sagt áður þá finnst mér gaman að spila á móti þeim bestu því þá sér maður hvar maður stendur. Það er gaman að fá að mæta svona leikmönnum,“ sagði Gunnhildur Yrsa en hver eru markmiðin fyrir leikinn í kvöld. Yrðu íslensku stelpurnar sáttar með jafntefli. „Ég vil aldrei segja að ég sé sátt með jafntefli. Við förum í alla leiki og viljum vinna og við stefnum á það. Við förum í hvern einasta leik með sjálfstraust til þess að vinna,“ sagði Gunnhildur Yrsa en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira