Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 12:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er ánægð með ungu stelpurnar í hópnum og segist geta lært mikið af þeim. Skjámynd/S2 Sport Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. „Við erum búnar að vera með Steina í nokkra leiki og vitum hvernig við viljum spila. Við erum spenntar fyrir þessu enda búnar að bíða lengi eftir að byrja undankeppni HM,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Íslenska liðið byrjar á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum í kvöld. og því er verkefnið eins erfitt og það verður. „Þetta er bara fótbolti en það er ágætt að byrja á heimaleik. Þær eru búnar að vera meira saman, búnar að vera á Ólympíuleikunum og svoleiðis. Við vitum hvað vil viljum gera þannig að þetta er allt það sama,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Klippa: Viðtal við Gunnhildi Yrsu fyrir Hollandsleik Gunnhildur er ein af reynslumiklu leikmönnum liðsins en það er líka nóg af ungum stelpum í íslenska hópnum. „Þær eru frábærar. Þótt að þær séu ungar þá eru þær samt miklir reynsluboltar. Þær eru búnar að spila lengi með sínum félagsliðum. Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar og þær þora. Það er gott að fá þær inn og maður getur lært heilmikið af þeim,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Veðurspáin fyrir kvöldið er ekki alltof góð en myndi það henta íslenska liðinu betur ef að það yrði slæmt veður. „Ég held að það skipti engu máli því bæði liðin eru að spila í hvaða veðri sem verður. Eins og sást í leiknum á móti Írlandi þá hafði vindurinn alveg svolítil áhrif á leikinn sjálfan. Auðvitað vill maður spila í góðu veðri en við tökum því veðri sem kemur,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Í hollenska liðinu er markadrottning Ólympíuleikanna, Vivianne Miedema, sem skorar nánast í hverjum einasta leik. „Þetta er frábær framherji sem var markahæst á Ólympíuleikunum. Þetta er vissulega geggjaður leikmaður en eins og ég hef sagt áður þá finnst mér gaman að spila á móti þeim bestu því þá sér maður hvar maður stendur. Það er gaman að fá að mæta svona leikmönnum,“ sagði Gunnhildur Yrsa en hver eru markmiðin fyrir leikinn í kvöld. Yrðu íslensku stelpurnar sáttar með jafntefli. „Ég vil aldrei segja að ég sé sátt með jafntefli. Við förum í alla leiki og viljum vinna og við stefnum á það. Við förum í hvern einasta leik með sjálfstraust til þess að vinna,“ sagði Gunnhildur Yrsa en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
„Við erum búnar að vera með Steina í nokkra leiki og vitum hvernig við viljum spila. Við erum spenntar fyrir þessu enda búnar að bíða lengi eftir að byrja undankeppni HM,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Íslenska liðið byrjar á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum í kvöld. og því er verkefnið eins erfitt og það verður. „Þetta er bara fótbolti en það er ágætt að byrja á heimaleik. Þær eru búnar að vera meira saman, búnar að vera á Ólympíuleikunum og svoleiðis. Við vitum hvað vil viljum gera þannig að þetta er allt það sama,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Klippa: Viðtal við Gunnhildi Yrsu fyrir Hollandsleik Gunnhildur er ein af reynslumiklu leikmönnum liðsins en það er líka nóg af ungum stelpum í íslenska hópnum. „Þær eru frábærar. Þótt að þær séu ungar þá eru þær samt miklir reynsluboltar. Þær eru búnar að spila lengi með sínum félagsliðum. Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar og þær þora. Það er gott að fá þær inn og maður getur lært heilmikið af þeim,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Veðurspáin fyrir kvöldið er ekki alltof góð en myndi það henta íslenska liðinu betur ef að það yrði slæmt veður. „Ég held að það skipti engu máli því bæði liðin eru að spila í hvaða veðri sem verður. Eins og sást í leiknum á móti Írlandi þá hafði vindurinn alveg svolítil áhrif á leikinn sjálfan. Auðvitað vill maður spila í góðu veðri en við tökum því veðri sem kemur,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Í hollenska liðinu er markadrottning Ólympíuleikanna, Vivianne Miedema, sem skorar nánast í hverjum einasta leik. „Þetta er frábær framherji sem var markahæst á Ólympíuleikunum. Þetta er vissulega geggjaður leikmaður en eins og ég hef sagt áður þá finnst mér gaman að spila á móti þeim bestu því þá sér maður hvar maður stendur. Það er gaman að fá að mæta svona leikmönnum,“ sagði Gunnhildur Yrsa en hver eru markmiðin fyrir leikinn í kvöld. Yrðu íslensku stelpurnar sáttar með jafntefli. „Ég vil aldrei segja að ég sé sátt með jafntefli. Við förum í alla leiki og viljum vinna og við stefnum á það. Við förum í hvern einasta leik með sjálfstraust til þess að vinna,“ sagði Gunnhildur Yrsa en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira