Einkunnir Íslands: Dísirnar náðu mestu flugi í Dalnum Íþróttadeild Vísis skrifar 21. september 2021 21:04 Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir geta verið stoltar af sinni frammistöðu í kvöld. Glódís þurfti að glíma við einn besta framherja heims, Vivianne Miedema, sem hér sækir að henni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst ágætlega frá sínu í leiknum við Evrópumeistara Hollands á Laugardalsvelli í kvöld. Niðurstaðan varð þó 2-0 tap. Að mati íþróttadeildar Vísis stóðu þær Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir upp úr í kvöld. Sveindís skapaði mesta hættu fyrir íslenska liðið fram á við með sínum ógnarhraða og tækni, en Glódís stóð í ströngu í vörninni þar sem þær Ingibjörg Sigurðardóttir reyndu að hafa hemil á markamaskínunni Vivianne Miedema. Guðný Árnadóttir þreytti frumraun sína í byrjunarliði í mótsleik fyrir landsliðið og komst vel frá sínu. Innkoma hennar í stöðu hægri bakvarðar var það sem kom einna helst á óvart í uppstillingu Þorsteins Halldórssonar sem stýrði Íslandi í fyrsta sinn í mótsleik í kvöld eftir að hafa tekið við landsliðinu í byrjun árs. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna gegn Hollandi í kvöld: Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6 Nokkuð örugg og gat lítið gert í mörkunum tveimur. Varði stundum vel í seinni hálfleiknum og verður ekki sökuð um tapið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Miðvörðurinn í nýju hlutverki í fyrsta alvöru byrjunarliðsleik sínum í bláu treyjunni. Höndlaði hraða Lieke Martens vel en fór stundum ansi langt úr stöðu, væntanlega samkvæmt dagsskipun. Dugleg að koma fram en fyrirgjafirnar ekki nógu góðar. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Frábær gegn Miedema og fylgdi henni eftir eins og skugginn þegar það var á hennar ábyrgð. Skilaði boltanum að vanda afar vel frá sér og var örugg í því sem hún gerði. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 5 Algjör nagli í varnarleiknum lengst af líkt og hún er vön en þarf að vanda betur sendingarnar út úr vörninni. Of langt frá Van de Donk í fyrra markinu og bakkaði stundum fullmikið frá andstæðingnum. Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður 5 Stóð ágætlega fyrir sínu varnarlega en hafði lítið fram að færa framar á vellinum. Átti arfaslaka aukaspyrnu af fínum stað í fyrri hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri vængmaður 7 Langhættulegasti leikmaður íslenska liðsins. Mikið leitað til hennar og hún lét vinstri bakverðinum Janssen líða illa. Vantaði örlítið upp á að spyrnurnar inn í teig skiluðu mörkum en ekki mikið af liðsfélögum þar. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Mesti orkubolti vallarins í fyrri hálfleik. Fyrirliðinn hljóp um allan völl og lét finna virkilega vel fyrir sér. Dró aðeins af henni í seinni hálfleiknum en varðist allan tímann vel. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 4 Skilaði sínu ekki alveg nægilega vel sem aftasti miðjumaður og lenti stundum á eftir Hollendingunum en lét finna fyrir sér. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 5 Hefur oft verið meira áberandi og náði ekki að komast mikið í boltann. Stóð fyrir sínu varnarlega og var vel hreyfanleg um allan völl. Mikilvæg í föstum leikatriðum og komst í fínt færi í lok leiks. Agla María Albertsdóttir, vinstri vængmaður 6 Ógnaði með hraða sínum og góðum sendingum kanta á milli en komst ekki alveg nógu langt áleiðis. Bjó sér til gott færi undir lokin og var nálægt því að minnka muninn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 4 Eðli leiksins samkvæmt ekki mjög áberandi, gegn andstæðingi sem var meira með boltann. Gerði hins vegar ágætlega í að taka við sendingum fram miðjan völlinn og dreifa boltanum. Varamenn: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á fyrir Alexöndru á 63. mínútu 6 Kom sér strax í ágætt færi en var svo mikið í eltingarleik. Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á fyrir Berglindi á 63. mínútu 5 Tók við af Berglindi á toppnum og hljóp mikið en náði lítið að skapa. Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 90.+1 mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn. Karitas Tómasdóttir kom inn á fyrir Sveindísi á 90.+1 mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 20:33 Guðný í fyrsta sinn í byrjunarliði landsliðsins í keppnisleik Guðný Árnadóttir er í byrjunarliði Íslands á móti Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM í kvöld. 21. september 2021 17:27 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira
Að mati íþróttadeildar Vísis stóðu þær Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir upp úr í kvöld. Sveindís skapaði mesta hættu fyrir íslenska liðið fram á við með sínum ógnarhraða og tækni, en Glódís stóð í ströngu í vörninni þar sem þær Ingibjörg Sigurðardóttir reyndu að hafa hemil á markamaskínunni Vivianne Miedema. Guðný Árnadóttir þreytti frumraun sína í byrjunarliði í mótsleik fyrir landsliðið og komst vel frá sínu. Innkoma hennar í stöðu hægri bakvarðar var það sem kom einna helst á óvart í uppstillingu Þorsteins Halldórssonar sem stýrði Íslandi í fyrsta sinn í mótsleik í kvöld eftir að hafa tekið við landsliðinu í byrjun árs. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna gegn Hollandi í kvöld: Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6 Nokkuð örugg og gat lítið gert í mörkunum tveimur. Varði stundum vel í seinni hálfleiknum og verður ekki sökuð um tapið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Miðvörðurinn í nýju hlutverki í fyrsta alvöru byrjunarliðsleik sínum í bláu treyjunni. Höndlaði hraða Lieke Martens vel en fór stundum ansi langt úr stöðu, væntanlega samkvæmt dagsskipun. Dugleg að koma fram en fyrirgjafirnar ekki nógu góðar. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Frábær gegn Miedema og fylgdi henni eftir eins og skugginn þegar það var á hennar ábyrgð. Skilaði boltanum að vanda afar vel frá sér og var örugg í því sem hún gerði. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 5 Algjör nagli í varnarleiknum lengst af líkt og hún er vön en þarf að vanda betur sendingarnar út úr vörninni. Of langt frá Van de Donk í fyrra markinu og bakkaði stundum fullmikið frá andstæðingnum. Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður 5 Stóð ágætlega fyrir sínu varnarlega en hafði lítið fram að færa framar á vellinum. Átti arfaslaka aukaspyrnu af fínum stað í fyrri hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri vængmaður 7 Langhættulegasti leikmaður íslenska liðsins. Mikið leitað til hennar og hún lét vinstri bakverðinum Janssen líða illa. Vantaði örlítið upp á að spyrnurnar inn í teig skiluðu mörkum en ekki mikið af liðsfélögum þar. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Mesti orkubolti vallarins í fyrri hálfleik. Fyrirliðinn hljóp um allan völl og lét finna virkilega vel fyrir sér. Dró aðeins af henni í seinni hálfleiknum en varðist allan tímann vel. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 4 Skilaði sínu ekki alveg nægilega vel sem aftasti miðjumaður og lenti stundum á eftir Hollendingunum en lét finna fyrir sér. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 5 Hefur oft verið meira áberandi og náði ekki að komast mikið í boltann. Stóð fyrir sínu varnarlega og var vel hreyfanleg um allan völl. Mikilvæg í föstum leikatriðum og komst í fínt færi í lok leiks. Agla María Albertsdóttir, vinstri vængmaður 6 Ógnaði með hraða sínum og góðum sendingum kanta á milli en komst ekki alveg nógu langt áleiðis. Bjó sér til gott færi undir lokin og var nálægt því að minnka muninn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 4 Eðli leiksins samkvæmt ekki mjög áberandi, gegn andstæðingi sem var meira með boltann. Gerði hins vegar ágætlega í að taka við sendingum fram miðjan völlinn og dreifa boltanum. Varamenn: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á fyrir Alexöndru á 63. mínútu 6 Kom sér strax í ágætt færi en var svo mikið í eltingarleik. Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á fyrir Berglindi á 63. mínútu 5 Tók við af Berglindi á toppnum og hljóp mikið en náði lítið að skapa. Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 90.+1 mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn. Karitas Tómasdóttir kom inn á fyrir Sveindísi á 90.+1 mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 20:33 Guðný í fyrsta sinn í byrjunarliði landsliðsins í keppnisleik Guðný Árnadóttir er í byrjunarliði Íslands á móti Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM í kvöld. 21. september 2021 17:27 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 20:33
Guðný í fyrsta sinn í byrjunarliði landsliðsins í keppnisleik Guðný Árnadóttir er í byrjunarliði Íslands á móti Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM í kvöld. 21. september 2021 17:27