Að kaupa rafmagnshjól ein besta ákvörðun sem hann hefur tekið Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2021 12:57 Sindri Freyr Ásgeirsson, námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl. Aðsend Námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl segir það hafa verið eina bestu ákvörðun sem hann hafi tekið að losa sig við bílinn og fjárfesta í rafmagnshjóli, sem hann hefur nú farið nær allra sinna ferða á í tvö ár. Bíllausi dagurinn er haldinn í dag og höfuðborgarbúum býðst frítt í Strætó. Bíllausi dagurinn markar lok evrópsku samgönguvikunnar sem hófst 16. september. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Engin formleg dagskrá eða uppátæki verða á vegum Samtaka um bíllausan lífsstíl í ár. Það verður hins vegar frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í allan dag og þá hefur rafhlaupahjólaleigan Hopp afnumið startgjald hjá sér í tilefni dagsins. Bíður eftir deilibílaleigunum Sindri Freyr Ásgeirsson, námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl, losaði sig við bílinn árið 2019 og keypti sér rafmagnshjól. „Það er eiginlega ein sú besta ákvörðun sem ég hef tekið i langan tíma. Þetta er bæði lýðheilsumál, mér líður líkamlega betur að geta hreyft mig og fengið ferskt loft og svo er ég oftast fljótari á staði heldur en ég væri að taka bíl,“ segir Sindri. Sindri skilur þó hjólið eftir heima í verstu lægðunum og tekur þá strætó. Þá kveðst hann vissulega skilja að fólki þyki gott að hafa aðgang að bíl - og segir að svokallaðar deilibílaleigur yrðu gríðarleg samgöngubót, einkum fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. „Það myndi gera mörgum kleift að losa sig við bílinn sinn því að stundum þarftu að kaupa hillu í IKEA eða heimsækja ömmu þina á Selfossi og þá er gott að þurfa ekki að eiga bíl, heldur geta bara, eins og Hopp-hlaupahjólin, leigt bíl í fjóra klukkutíma,“ segir Sindri. Samgöngur Bílar Strætó Rafhlaupahjól Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Bíllausi dagurinn markar lok evrópsku samgönguvikunnar sem hófst 16. september. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Engin formleg dagskrá eða uppátæki verða á vegum Samtaka um bíllausan lífsstíl í ár. Það verður hins vegar frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í allan dag og þá hefur rafhlaupahjólaleigan Hopp afnumið startgjald hjá sér í tilefni dagsins. Bíður eftir deilibílaleigunum Sindri Freyr Ásgeirsson, námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl, losaði sig við bílinn árið 2019 og keypti sér rafmagnshjól. „Það er eiginlega ein sú besta ákvörðun sem ég hef tekið i langan tíma. Þetta er bæði lýðheilsumál, mér líður líkamlega betur að geta hreyft mig og fengið ferskt loft og svo er ég oftast fljótari á staði heldur en ég væri að taka bíl,“ segir Sindri. Sindri skilur þó hjólið eftir heima í verstu lægðunum og tekur þá strætó. Þá kveðst hann vissulega skilja að fólki þyki gott að hafa aðgang að bíl - og segir að svokallaðar deilibílaleigur yrðu gríðarleg samgöngubót, einkum fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. „Það myndi gera mörgum kleift að losa sig við bílinn sinn því að stundum þarftu að kaupa hillu í IKEA eða heimsækja ömmu þina á Selfossi og þá er gott að þurfa ekki að eiga bíl, heldur geta bara, eins og Hopp-hlaupahjólin, leigt bíl í fjóra klukkutíma,“ segir Sindri.
Samgöngur Bílar Strætó Rafhlaupahjól Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira