Samkvæmt könnuninni skara þrír flokkar fram úr öðrum: Sjálfstæðisflokkurinn með 21,8 prósent fylgi, Framsóknarflokkurinn með 14,3 prósenta fylgi og Samfylkingin með 13,9 prósenta fylgi. Samfylkingin er einn vinstri flokka sem bætir við sig fylgi miðað við könnun MMR frá því síðasta föstudag.
Fylgi Sósíalistaflokksins hefur lækkað nokkuð miðað við síðustu könnun, þar sem hann mældist með 8,6 prósenta fylgi. Fylgið er nú fallið niður í slétt 6 prósent. Vinstri græn hafa þá lækkað úr fyrri könnun. Flokkurinn mældist með 12,1 prósent fylgi í könnun síðasta föstudags en nú með 11 prósenta fylgi. Þá minnkar fylgi Pírata um 1,5 prósent, úr 11,8 prósentum niður í 10,3 prósent.
Bæði Flokkur fólksins og Miðflokkurinn bæta við sig fylgi. Flokkur fólksins fer upp um 1,8 prósent og mælist nú með 7,3 prósenta fylgi. Miðflokkurinn hefur bætt dálítið við sig og mælist nú með 4,7 prósenta fylgi. Viðreisn lækkar nokkuð í könnunum og mælist nú með 10,1 prósent fylgi.
Könnunin var gerð í gær og í dag og tóku 909 afstöðu í könnuninni.