R. Kelly mun ekki bera vitni í eigin máli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2021 18:28 R. Kelly mun ekki stíga í vitnastúku í eigin máli. getty/Antonio Perez Tónlistarmaðurinn R. Kelly lýsti því yfir við dómara í dag að hann muni ekki bera vitni í dómsmáli sínu. Kelly er ákærður fyrir mansal og fjölda kynferðisbrota. Þetta þýðir að saksóknarar munu ekki fá tækifæri til að spyrja Kelly út í ákæruliðina og þá vitnisburði sem fram hafa komið hjá meintum brotaþolum hans. Lögmenn Kellys höfðu þegar lýst því yfir að ólíklegt væri að hann settist upp í vitnastúku. Talið er líklegt að vitnaleiðslum muni ljúka í dag og að málflutningur hefjist á næstu dögum. Fréttastofa AP greinir frá. Verjendur Kellys hafa að miklu leyti stólað á vitnisburði fjölda fyrrverandi starfsmanna Kellys og annarra kunningja hans, sem hafa reynt að grafa undan ásökunum um að hann hafi kynferðislega brotið á konum, stúlkum og drengjum á þrjátíu ára tónlistarferli sínum. Flest vitni verjendanna hafa sagt að þau hafi aldrei séð Kelly misnota neinn og einn sagði Kelly alltaf hafa komið vel fram við kærustur sínar. Annar viðurkenndi að Kelly bæri ábyrgð á því að tónlistarferill hans hafi tekið á flug. Til samanburðar hafa saksóknarar kallað til tugi vitna síðan aðalmeðferð málsins hófst í Alríkisdómstóli í Brooklyn þann 18. ágúst síðastliðinn. Þar á meðal hefur verið fjöldi kvenna og tveir karlmenn sem hafa sakað Kelly um kynferðisofbeldi gegn sér. Flest voru þau sammála um það að Kelly hafi nýtt sér umboðsmenn sína, lífverði og aðstoðarmenn til að lokka til hans möguleg fórnarlömb á tónleikum Kellys, í verslunarmiðstöðvum og á skyndibitastöðum sem hann heimsótti reglulega. Í vitnisburði allra ásakendanna kom fram að þegar þeir hafi kynnst Kelly hafi hann beitt þá kynferðislegu- og andlegu ofbeldi. Fyrstu tilfellin má rekja til tíunda áratugar síðustu aldar. Einn fyrrverandi starfsmaður Kellys bar vitni fyrir dómi þar sem hann ýjaði að því að starfsmenn hafi fengið borgað til að horfa fram hjá misnotkuninni. Kelly hefur ítrekað neitað sök og heldur því fram að allir ásakendur hans séu aðdáendur sem hafi viljað notfæra sér frægð hans og frama þar til MeToo bylgjan hófst. Þá hafi þessir „aðdáendur“ snúist gegn honum. Mál R. Kelly MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44 Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48 Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Lögmenn Kellys höfðu þegar lýst því yfir að ólíklegt væri að hann settist upp í vitnastúku. Talið er líklegt að vitnaleiðslum muni ljúka í dag og að málflutningur hefjist á næstu dögum. Fréttastofa AP greinir frá. Verjendur Kellys hafa að miklu leyti stólað á vitnisburði fjölda fyrrverandi starfsmanna Kellys og annarra kunningja hans, sem hafa reynt að grafa undan ásökunum um að hann hafi kynferðislega brotið á konum, stúlkum og drengjum á þrjátíu ára tónlistarferli sínum. Flest vitni verjendanna hafa sagt að þau hafi aldrei séð Kelly misnota neinn og einn sagði Kelly alltaf hafa komið vel fram við kærustur sínar. Annar viðurkenndi að Kelly bæri ábyrgð á því að tónlistarferill hans hafi tekið á flug. Til samanburðar hafa saksóknarar kallað til tugi vitna síðan aðalmeðferð málsins hófst í Alríkisdómstóli í Brooklyn þann 18. ágúst síðastliðinn. Þar á meðal hefur verið fjöldi kvenna og tveir karlmenn sem hafa sakað Kelly um kynferðisofbeldi gegn sér. Flest voru þau sammála um það að Kelly hafi nýtt sér umboðsmenn sína, lífverði og aðstoðarmenn til að lokka til hans möguleg fórnarlömb á tónleikum Kellys, í verslunarmiðstöðvum og á skyndibitastöðum sem hann heimsótti reglulega. Í vitnisburði allra ásakendanna kom fram að þegar þeir hafi kynnst Kelly hafi hann beitt þá kynferðislegu- og andlegu ofbeldi. Fyrstu tilfellin má rekja til tíunda áratugar síðustu aldar. Einn fyrrverandi starfsmaður Kellys bar vitni fyrir dómi þar sem hann ýjaði að því að starfsmenn hafi fengið borgað til að horfa fram hjá misnotkuninni. Kelly hefur ítrekað neitað sök og heldur því fram að allir ásakendur hans séu aðdáendur sem hafi viljað notfæra sér frægð hans og frama þar til MeToo bylgjan hófst. Þá hafi þessir „aðdáendur“ snúist gegn honum.
Mál R. Kelly MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44 Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48 Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44
Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48
Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14