Fótbolti

Dramatísk endur­koma er Juventus vann loks leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurinn skipti leikmenn Juventus miklu máli.
Sigurinn skipti leikmenn Juventus miklu máli. Giuseppe Maffia/Getty Images

Ítalska stórliðið Juventus er loks komið á blað í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, eftir 3-2 útisigur á Spezia.

Moise Kean kom gestunum í Juventus yfir eftir tæplega hálftíma leik en Emmanuel Quartsin Gyasi jafnaði metin fyrir heimamenn aðeins fimm mínútum síðar. Staðan 1-1 í hálfleik.

Þó svo gestirnir hafi gert tvær skiptingar í hálfleik þá voru það heimamenn sem tóku forystuna snemma í síðari hálfleik. Hinn 19 ára gamli Janis Antiste með markið.

Federico Chiesa jafnaði metin fyrir Juventus á 66. mínútu og hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt kom gestunum yfir á nýjan leik sex mínútum síðar. Reyndist það sigurmark leiksins.

Lokatölur 3-2 Juventus í vil sem er nú komið með fimm stig að fimm leikjum loknum, átta stigum á eftir toppliði Inter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×