Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2021 23:00 Alríkislögreglan leitar nú Brian Laundrie, unnusta Gabrielle Petito sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming. Getty/Octavio Jones Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. Gabrielle „Gabby“ Petito hafði verið á ferðalagi með unnusta sínum, Brian Laundrie, í breyttum sendiferðabíl þegar hún hvarf í ágúst. Laundrie sneri svo einn heim úr ferðinni í byrjun september og neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað hafði orðið um hana. Laundrie hefur verið saknað síðan á þriðjudaginn í síðustu viku. Laundrie ber ekki stöðu grunaðs í málinu en hann er svokölluð „person of interest“ sem þýðir að lögregla vilji ná af honum tali vegna rannsóknar málsins. Alríkislögreglan sagði í yfirlýsingu í dag að hún óskaði upplýsingum frá fólki sem gæti hafa hitt eða orðið vart við Petito eða Laundrie. Þá hafa þeir sem voru staddir á Spread Creek tjaldsvæðinu í Bridger-Teton þjóðgarðinum í lok ágúst verið beðnir að hafa samband við Alríkislögregluna. Sama gildi um fólk sem gæti hafa séð sendiferðabílinn þeirra. Leit að Laundrie stendur nú yfir á Carlton náttúruverndarsvæðinu í Flórída en ekkert hefur enn fundist. Foreldrar Laundries greindu yfirvöldum frá því að hann hafi í síðustu viku ýjað að því að hann ætlaði að ganga verndarsvæðið á enda einn. Svæðið er erfitt yfirferðar, enda um 75 prósent undir vatni, það er fenjasvæði. Landverðir munu því aðstoða lögreglu við að kemba svæðið, sem er aðeins í um 20 mínútna fjarlægð frá heimili Laundrie. Lögreglan gerði í byrjun vikunnar leit á heimili Laundrie. Fram kemur í leitarheimildinni, sem var birt í dag, að síðustu skilaboðin sem send voru úr síma Petito til móður hennar, Nicole Schmidt, hafi verið skrítin og að Schmidt hafi verið áhyggjufull eftir að hún las þau. Skilaboðin sögðu: „Geturðu hjálpað Stan, ég fæ endalaus talskilaboð frá honum og hann hringir stanslaust í mig.“ Stan er afi Gabby en móðir hennar segir að hún hafi aldrei kallað hann þessu nafni. Þá greindi lögreglan í Utah frá því að hún hafi þurft að hafa afskipti af parinu þann 12. ágúst. Símhringing sem barst neyðarlínunni í Utah var birt þar sem hringjandinn segir frá því að hann hafi orði vitni að pari í hávaðarifrildi. Hann hafi séð manninn, Laundrie, slá konuna, Petito. Hægt er að hlusta á símtalið í frétt Washington Post. Þegar lögreglan kom á staðinn virtist Petito í miklu uppnámi og grátandi. Lögreglan mat það svo að Petito hafi veist að Laundrie, að hún hafi verið að slá hann, og parið var aðskilið yfir nóttina. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25 Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54 Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Gabrielle „Gabby“ Petito hafði verið á ferðalagi með unnusta sínum, Brian Laundrie, í breyttum sendiferðabíl þegar hún hvarf í ágúst. Laundrie sneri svo einn heim úr ferðinni í byrjun september og neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað hafði orðið um hana. Laundrie hefur verið saknað síðan á þriðjudaginn í síðustu viku. Laundrie ber ekki stöðu grunaðs í málinu en hann er svokölluð „person of interest“ sem þýðir að lögregla vilji ná af honum tali vegna rannsóknar málsins. Alríkislögreglan sagði í yfirlýsingu í dag að hún óskaði upplýsingum frá fólki sem gæti hafa hitt eða orðið vart við Petito eða Laundrie. Þá hafa þeir sem voru staddir á Spread Creek tjaldsvæðinu í Bridger-Teton þjóðgarðinum í lok ágúst verið beðnir að hafa samband við Alríkislögregluna. Sama gildi um fólk sem gæti hafa séð sendiferðabílinn þeirra. Leit að Laundrie stendur nú yfir á Carlton náttúruverndarsvæðinu í Flórída en ekkert hefur enn fundist. Foreldrar Laundries greindu yfirvöldum frá því að hann hafi í síðustu viku ýjað að því að hann ætlaði að ganga verndarsvæðið á enda einn. Svæðið er erfitt yfirferðar, enda um 75 prósent undir vatni, það er fenjasvæði. Landverðir munu því aðstoða lögreglu við að kemba svæðið, sem er aðeins í um 20 mínútna fjarlægð frá heimili Laundrie. Lögreglan gerði í byrjun vikunnar leit á heimili Laundrie. Fram kemur í leitarheimildinni, sem var birt í dag, að síðustu skilaboðin sem send voru úr síma Petito til móður hennar, Nicole Schmidt, hafi verið skrítin og að Schmidt hafi verið áhyggjufull eftir að hún las þau. Skilaboðin sögðu: „Geturðu hjálpað Stan, ég fæ endalaus talskilaboð frá honum og hann hringir stanslaust í mig.“ Stan er afi Gabby en móðir hennar segir að hún hafi aldrei kallað hann þessu nafni. Þá greindi lögreglan í Utah frá því að hún hafi þurft að hafa afskipti af parinu þann 12. ágúst. Símhringing sem barst neyðarlínunni í Utah var birt þar sem hringjandinn segir frá því að hann hafi orði vitni að pari í hávaðarifrildi. Hann hafi séð manninn, Laundrie, slá konuna, Petito. Hægt er að hlusta á símtalið í frétt Washington Post. Þegar lögreglan kom á staðinn virtist Petito í miklu uppnámi og grátandi. Lögreglan mat það svo að Petito hafi veist að Laundrie, að hún hafi verið að slá hann, og parið var aðskilið yfir nóttina.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25 Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54 Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25
Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54
Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila