Ostahattar Ryderliðs Evrópu vöktu mikla athygli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2021 11:30 Shane Lowry, Tyrrell Hatton, Padraig Harrington, Jon Rahm og Sergio Garcia sjást hér með ostahattana sína. Getty/Andrew Redington Evrópsku kylfingarnir eru alveg til í smá fíflalæti nú þegar þeir byggja upp stemmninguna innan síns liðs fyrir keppnina á móti öflugu bandarísku Ryderliði. Ryderbikarinn í golfi hefst á morgun og fer hann að þessu sinni fram í Bandaríkjunum. Þetta er í 43. sinn sem keppnin fer fram en hún skapar sér sérstakan sess meðal golfáhugamanna. Evrópubúum hefur gengið afar vel í Ryderbikarnum undanfarið en Evrópu hefur unnið sjö af síðustu níu keppnum sínum við Bandaríkin. Sameiginlegt lið Evrópu skipað tólf kylfingum keppir þarna við tólf manna úrvalslið Bandaríkjamanna í fjórleik, fjórmenningi og holukeppni. Bandaríkjamenn eru enn á ný sigurstranglegri enda með átta af tíu hæstu mönnunum á heimslistanum. Stemmning innan Evrópuliðsins hefur jafnan verið frábær og hjálpað til að vinna Ryderbikarinn svo oft á undanförnum árum. Í síðasta Ryderbikar í París árið 2018 þá vann Evrópa mjög örugglega með 17,5 stig á móti 10,5 stigum. Að þessu sinni fer Ryderbikarinn frá Whistling Straits golfvellinum í Wisconsin fylki í norður Bandaríkjunum. Stöð 2 Golf mun sýna alla dagana beint frá föstudegi til sunnudags. Liðsmenn Evrópumanna brugðu af þeirri ástæðu á leik í gær og litu í leiðinni út eins og stuðningsmenn NFL-liðsins Green Bay Packers. Evrópsku kylfingarnir settu nefnilega allir upp ostahatta eins og fólk er vanalegt að sjá í stúkunni á Lambeau Field, þeirra Green Bay Packers manna. Ætlunin var væntanlega að höfða til heimamanna sem eru stoltir af ostaframleiðslu sinni í Wisconsin fylki. Þeir komust með þessu uppátæki sínu á forsíðurnar hjá flestu ensku blöðunum en ekki er víst að þeir hafi verið jafn áberandi í bandarísku blöðunum. Hér fyrir neðan má sjá hattaleik evrópsku kylfinganna á forsíðum ensku blaðanna. Skjámynd/The Daily Telegraph Skjámynd/The Daily Star Skjámynd/Daily Mirror Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/The Daily Express Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ryderbikarinn í golfi hefst á morgun og fer hann að þessu sinni fram í Bandaríkjunum. Þetta er í 43. sinn sem keppnin fer fram en hún skapar sér sérstakan sess meðal golfáhugamanna. Evrópubúum hefur gengið afar vel í Ryderbikarnum undanfarið en Evrópu hefur unnið sjö af síðustu níu keppnum sínum við Bandaríkin. Sameiginlegt lið Evrópu skipað tólf kylfingum keppir þarna við tólf manna úrvalslið Bandaríkjamanna í fjórleik, fjórmenningi og holukeppni. Bandaríkjamenn eru enn á ný sigurstranglegri enda með átta af tíu hæstu mönnunum á heimslistanum. Stemmning innan Evrópuliðsins hefur jafnan verið frábær og hjálpað til að vinna Ryderbikarinn svo oft á undanförnum árum. Í síðasta Ryderbikar í París árið 2018 þá vann Evrópa mjög örugglega með 17,5 stig á móti 10,5 stigum. Að þessu sinni fer Ryderbikarinn frá Whistling Straits golfvellinum í Wisconsin fylki í norður Bandaríkjunum. Stöð 2 Golf mun sýna alla dagana beint frá föstudegi til sunnudags. Liðsmenn Evrópumanna brugðu af þeirri ástæðu á leik í gær og litu í leiðinni út eins og stuðningsmenn NFL-liðsins Green Bay Packers. Evrópsku kylfingarnir settu nefnilega allir upp ostahatta eins og fólk er vanalegt að sjá í stúkunni á Lambeau Field, þeirra Green Bay Packers manna. Ætlunin var væntanlega að höfða til heimamanna sem eru stoltir af ostaframleiðslu sinni í Wisconsin fylki. Þeir komust með þessu uppátæki sínu á forsíðurnar hjá flestu ensku blöðunum en ekki er víst að þeir hafi verið jafn áberandi í bandarísku blöðunum. Hér fyrir neðan má sjá hattaleik evrópsku kylfinganna á forsíðum ensku blaðanna. Skjámynd/The Daily Telegraph Skjámynd/The Daily Star Skjámynd/Daily Mirror Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/The Daily Express
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira