Elín Hirst vill Katrínu sem forsætisráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2021 11:36 Mörgum sjálfstæðismanninum svegldist mögulega á kaffinu í morgun þegar í ljós kom að Elín Hirst vill Katrínu sem forsætisráðherra. „Við viljum Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra“ segir í heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Undir rita fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar, þeirra á meðal Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tveir stuðningsmenn kostuðu auglýsinguna. Athygli vekur að auglýsingin er ekki merkt Vinstri grænum og er heldur ekki í litum flokksins, þeim græna og rauða. Lesa má á milli línanna að þeir sem skrifa undir styðji Katrínu sem forsætisráðherra þótt viðkomandi séu ekki endilega stuðningsmenn Vinstri grænna eða líklegir kjósendur flokksins. „Ég er hrifinn af persónukjöri, þess vegna kvitta ég undir,“ segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur. Þorgrímur var á rúntinum nærri Raufarhöfn þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segist ekki hafa hugmynd um hver hafi fjármagnað auglýsinguna. Þorgrímur Þráinsson er vinamargur og segist fylgjandi persónukjöri. Hann styðji Katrínu en líka marga fleiri.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki hugmynd. Ég myndi líka styðja Bjarna Ben, Þorgerði Katrínu, Brynjar Níelsson og fleiri manneskjur sem ég þekki,“ segir Þorgrímur. Katrín sé manneskja sem hann treysti. „Ég er ekki flokksbundinn,“ segir Þorgrímur. Lísa Kristjánsdóttir er aðstoðarmaður Katrínar forsætisráðherra. Hún segir auglýsinguna einfaldlega stuðningsmannaauglýsingu sem gjarnan sé sett fram. Tvist auglýsingastofa hafi unnið hana fyrir hönd stuðningsmannanna en sama auglýsingastofa sér um auglýsingar fyrir flokkinn. „Þetta hefur verið gert oft áður,“ segir Lísa. Þau vilja Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Ekki er þó víst hvaða flokk fólkið ætlar að kjósa. „Svona stuðningsmannaauglýsingar eru aldrei undir merkjum stjórnmálaflokksins.“ Lísa segir tvo aðila hafa fjármagnað auglýsinguna fyrir hönd stuðningsmanna. Þau Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forstjóri borgarstjórnar og borgarfulltrúi Alþýðubandalags og síðar Reykjavíkurlista, og Arnór Björnsson, viðskiptafræðingur í Reykjavík, sem er meðal þeirra sem eru á listanum. Fleiri áhugaverðir eru á listanum eins og tónlistamaðurinn Bubbi Morthens. Hann hefur farið mikinn í aðdraganda kosninga á Facebook og hvatt fólk til að kjósa Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar, sem er í framboði í Kraganum. Bubbi er fylgjandi persónukjöri.Vísir/Egill Þegar fréttastofa spurði Bubba hvernig þetta mætti vera sagðist hann sannarlega styðja Katrínu sem og Guðmund Andra, auk Þorgerðar Katrínar, sem býður fram fyrir Viðreisn í Kraganum. Hann kýs að líta svo á að um persónukjör sé að ræða en ekki val á milli flokka. Hvern Bubbi mun kjósa verður að koma í ljós. Bubbi er búsettur á Seltjarnarnesi sem tilheyrir Kraganum. Hann á því ekki kost á því að kjósa Katrínu og þarf að velja á milli Guðmundar Andra og Þorgerðar Katrínar. Vísir reyndi að ná tali af Elínu Hirst við vinnslu fréttarinnar en án árangurs. Viðbrögðum Elínar verður bætt við fréttina ef næst í hana. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Athygli vekur að auglýsingin er ekki merkt Vinstri grænum og er heldur ekki í litum flokksins, þeim græna og rauða. Lesa má á milli línanna að þeir sem skrifa undir styðji Katrínu sem forsætisráðherra þótt viðkomandi séu ekki endilega stuðningsmenn Vinstri grænna eða líklegir kjósendur flokksins. „Ég er hrifinn af persónukjöri, þess vegna kvitta ég undir,“ segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur. Þorgrímur var á rúntinum nærri Raufarhöfn þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segist ekki hafa hugmynd um hver hafi fjármagnað auglýsinguna. Þorgrímur Þráinsson er vinamargur og segist fylgjandi persónukjöri. Hann styðji Katrínu en líka marga fleiri.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki hugmynd. Ég myndi líka styðja Bjarna Ben, Þorgerði Katrínu, Brynjar Níelsson og fleiri manneskjur sem ég þekki,“ segir Þorgrímur. Katrín sé manneskja sem hann treysti. „Ég er ekki flokksbundinn,“ segir Þorgrímur. Lísa Kristjánsdóttir er aðstoðarmaður Katrínar forsætisráðherra. Hún segir auglýsinguna einfaldlega stuðningsmannaauglýsingu sem gjarnan sé sett fram. Tvist auglýsingastofa hafi unnið hana fyrir hönd stuðningsmannanna en sama auglýsingastofa sér um auglýsingar fyrir flokkinn. „Þetta hefur verið gert oft áður,“ segir Lísa. Þau vilja Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Ekki er þó víst hvaða flokk fólkið ætlar að kjósa. „Svona stuðningsmannaauglýsingar eru aldrei undir merkjum stjórnmálaflokksins.“ Lísa segir tvo aðila hafa fjármagnað auglýsinguna fyrir hönd stuðningsmanna. Þau Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forstjóri borgarstjórnar og borgarfulltrúi Alþýðubandalags og síðar Reykjavíkurlista, og Arnór Björnsson, viðskiptafræðingur í Reykjavík, sem er meðal þeirra sem eru á listanum. Fleiri áhugaverðir eru á listanum eins og tónlistamaðurinn Bubbi Morthens. Hann hefur farið mikinn í aðdraganda kosninga á Facebook og hvatt fólk til að kjósa Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar, sem er í framboði í Kraganum. Bubbi er fylgjandi persónukjöri.Vísir/Egill Þegar fréttastofa spurði Bubba hvernig þetta mætti vera sagðist hann sannarlega styðja Katrínu sem og Guðmund Andra, auk Þorgerðar Katrínar, sem býður fram fyrir Viðreisn í Kraganum. Hann kýs að líta svo á að um persónukjör sé að ræða en ekki val á milli flokka. Hvern Bubbi mun kjósa verður að koma í ljós. Bubbi er búsettur á Seltjarnarnesi sem tilheyrir Kraganum. Hann á því ekki kost á því að kjósa Katrínu og þarf að velja á milli Guðmundar Andra og Þorgerðar Katrínar. Vísir reyndi að ná tali af Elínu Hirst við vinnslu fréttarinnar en án árangurs. Viðbrögðum Elínar verður bætt við fréttina ef næst í hana.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira