Nýtt Covid-ákvæði geti mögulega brotið gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið Eiður Þór Árnason skrifar 25. september 2021 08:00 Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, treystir því að starfsfólk kjörstjórna geri sér grein fyrir skyldum sínum. Samsett Nýtt ákvæði kosningalaga heimilar fulltrúa sýslumanns að banna kjósendum sem virða ekki sóttvarnatilmæli að greiða atkvæði í heimahúsi. Heimakosning er ætluð fyrir fólk sem á erfitt með að yfirgefa dvalarstað sinn til að kjósa með öðrum hætti. Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir vandmeðfarið að takmarka kosningarétt fólks og mögulega geti ákvæðið stappað nærri því að brjóta gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið. Hann telur þó ólíklegt að það komi til með að valda vandræðum. Í annað sinn á rúmu ári fara kosningar fram á Íslandi við heldur óvenjulegar aðstæður. Heimsfaraldur geisar og um 1.500 manns eru í sóttkví eða einangrun vegna farsóttarinnar. Alþingi brást við þessum aðstæðum með því að bæta bráðabirgðaákvæði við kosningalögin í sumar sem kveður á um sérstaka utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir fólk í sóttkví og einangrun. Getur kosið heima eða í bílnum Stendur fólki í þeirri stöðu ýmist til boða að fara á sérstaka bílakjörstaði eða sækja um að greiða atkvæði í heimahúsi. Vilji kjósandi nýta sér seinni kostinn þarf að gera grein fyrir hvers vegna honum er ókleift að greiða atkvæði utan dvalarstaðar og virða sóttvarnatilmæli þegar kjörstjóri mætir heim. Verði kjósandi ekki við því er kjörstjóra heimilt að hverfa frá með auðan kjörseðil. „Synja má kjósanda um að greiða atkvæði á dvalarstað telji sóttvarnayfirvöld að atkvæðagreiðslu verði ekki við komið án þess að tefla heilsu kjörstjóra eða annarra í hættu. Sú ákvörðun er endanleg,“ segir í lagaákvæðinu. Í reglugerð dómsmálaráðherra er skilyrðið skýrt frekar og tiltekið að þetta eigi til að mynda við „ef kjósandi fer ekki að fyrirmælum reglugerðarinnar um grímunotkun og nálægðarmörk og aðra framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.“ Fólk sem er í einangrun eða sóttkví er óheimilt að fara á almenna kjörstaði.Vísir/vilhelm Ólíklegt að mikið reyni á ákvæðið Kári segir eðlilegt að ákveðnar viðvörunarbjöllur hringi við lestur ákvæðisins þar sem kosningarétturinn sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks. „Þetta er kannski skýrast í fangelsum en þeir sem eru frelsissviptir þar halda kosningarétti sínum. Það var ekki alltaf þannig og menn þar voru sviptir kosningaréttinum í marga áratugi hérna á Íslandi.“ Í dag sé þó ljóst að það er andstætt íslenskri stjórnarskrá að svipta frelsissvipta menn kosningaréttinum. Kári segir að því megi mögulega velta upp hvort fólk sem hafi verið skikkað í einangrun af yfirvöldum sé að einhverju leyti í svipaðri stöðu og hafi verið sviptir réttindum vegna þessa. Þá beri hins vegar að hafa í huga að yfirlýst markmið þingsins með breytingunni á kosningalögum sé einmitt að tryggja að þeir sem séu í einangrun geti kosið. Túlka megi umrætt synjunarákvæði sem ákveðinn öryggisventil. „Ég myndi nú ætla að það væri frekar ólíklegt að það reyndi mikið á þetta vegna þess að kjörstjórn er augljóslega upplýst um að þeirra verkefni er að sem flestir fái að njóta kosningaréttarins og ég held að allir starfi samkvæmt því,“ segir Kári. Alþingi samþykkti í júní breytingar á kosningalögum.vísir/vilhelm Viðbragð við öfgakenndum aðstæðum „Þetta er vandmeðfarið. Ef maður hugsar þetta eins og í hefðbundnum kosningum og kjósandi mætir á kjörstað og byrjar að sýna af sér ofbeldishegðun eða eitthvað slíkt þá væri fólk væntanlega sammála um að það væri hægt að gera eitthvað í því án þess að bregðast stjórnskrárvörðum rétti til kosningaréttar. Ég held að maður þurfi að hugsa þetta sem eitthvað viðbragð við einhverjum öfgakenndum aðstæðum,“ bætir Kári við. Aðspurður um það hvort hann telji þar með að löggjöfin rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar segir Kári það fara eftir atvikum hverju sinni. „Maður getur ímyndað sér að þetta geti stappað nærri því að brjóta gegn kosningarétti en ef kjörstjórn fer varlega og hefur í huga hlutverk sitt sem er að tryggja að allir geti kosið, þá held ég að þetta ætti nú ekkert að valda neinum vandræðum." Þarf að vera á stigagangi eða bakvið gler Samkvæmt áðurnefndri reglugerð dómsmálaráðherra þarf fólk sem ætlar að kjósa á dvalarstað að bera andlitgrímu og gæta að því að ávallt séu minnst tveir metrar á milli kjósanda og kjörstjóra. Miðað er við að kjósandi sé að jafnaði inn á dvalarstað og kjörstjóri fyrir utan, svo sem á stigagangi fjölbýlishúss, eða kjósandi greiði atkvæði í garði eða á bílastæði. Einnig má gler aðskilja að kjósanda og kjörstjóra og þurfa þeir þá ekki að halda tveggja metra fjarlægð. Einstaklingar sem eru í einangrun er heimilt að yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum bílakjörstöðum. Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18. september 2021 10:26 Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17. september 2021 14:19 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir vandmeðfarið að takmarka kosningarétt fólks og mögulega geti ákvæðið stappað nærri því að brjóta gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið. Hann telur þó ólíklegt að það komi til með að valda vandræðum. Í annað sinn á rúmu ári fara kosningar fram á Íslandi við heldur óvenjulegar aðstæður. Heimsfaraldur geisar og um 1.500 manns eru í sóttkví eða einangrun vegna farsóttarinnar. Alþingi brást við þessum aðstæðum með því að bæta bráðabirgðaákvæði við kosningalögin í sumar sem kveður á um sérstaka utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir fólk í sóttkví og einangrun. Getur kosið heima eða í bílnum Stendur fólki í þeirri stöðu ýmist til boða að fara á sérstaka bílakjörstaði eða sækja um að greiða atkvæði í heimahúsi. Vilji kjósandi nýta sér seinni kostinn þarf að gera grein fyrir hvers vegna honum er ókleift að greiða atkvæði utan dvalarstaðar og virða sóttvarnatilmæli þegar kjörstjóri mætir heim. Verði kjósandi ekki við því er kjörstjóra heimilt að hverfa frá með auðan kjörseðil. „Synja má kjósanda um að greiða atkvæði á dvalarstað telji sóttvarnayfirvöld að atkvæðagreiðslu verði ekki við komið án þess að tefla heilsu kjörstjóra eða annarra í hættu. Sú ákvörðun er endanleg,“ segir í lagaákvæðinu. Í reglugerð dómsmálaráðherra er skilyrðið skýrt frekar og tiltekið að þetta eigi til að mynda við „ef kjósandi fer ekki að fyrirmælum reglugerðarinnar um grímunotkun og nálægðarmörk og aðra framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.“ Fólk sem er í einangrun eða sóttkví er óheimilt að fara á almenna kjörstaði.Vísir/vilhelm Ólíklegt að mikið reyni á ákvæðið Kári segir eðlilegt að ákveðnar viðvörunarbjöllur hringi við lestur ákvæðisins þar sem kosningarétturinn sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks. „Þetta er kannski skýrast í fangelsum en þeir sem eru frelsissviptir þar halda kosningarétti sínum. Það var ekki alltaf þannig og menn þar voru sviptir kosningaréttinum í marga áratugi hérna á Íslandi.“ Í dag sé þó ljóst að það er andstætt íslenskri stjórnarskrá að svipta frelsissvipta menn kosningaréttinum. Kári segir að því megi mögulega velta upp hvort fólk sem hafi verið skikkað í einangrun af yfirvöldum sé að einhverju leyti í svipaðri stöðu og hafi verið sviptir réttindum vegna þessa. Þá beri hins vegar að hafa í huga að yfirlýst markmið þingsins með breytingunni á kosningalögum sé einmitt að tryggja að þeir sem séu í einangrun geti kosið. Túlka megi umrætt synjunarákvæði sem ákveðinn öryggisventil. „Ég myndi nú ætla að það væri frekar ólíklegt að það reyndi mikið á þetta vegna þess að kjörstjórn er augljóslega upplýst um að þeirra verkefni er að sem flestir fái að njóta kosningaréttarins og ég held að allir starfi samkvæmt því,“ segir Kári. Alþingi samþykkti í júní breytingar á kosningalögum.vísir/vilhelm Viðbragð við öfgakenndum aðstæðum „Þetta er vandmeðfarið. Ef maður hugsar þetta eins og í hefðbundnum kosningum og kjósandi mætir á kjörstað og byrjar að sýna af sér ofbeldishegðun eða eitthvað slíkt þá væri fólk væntanlega sammála um að það væri hægt að gera eitthvað í því án þess að bregðast stjórnskrárvörðum rétti til kosningaréttar. Ég held að maður þurfi að hugsa þetta sem eitthvað viðbragð við einhverjum öfgakenndum aðstæðum,“ bætir Kári við. Aðspurður um það hvort hann telji þar með að löggjöfin rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar segir Kári það fara eftir atvikum hverju sinni. „Maður getur ímyndað sér að þetta geti stappað nærri því að brjóta gegn kosningarétti en ef kjörstjórn fer varlega og hefur í huga hlutverk sitt sem er að tryggja að allir geti kosið, þá held ég að þetta ætti nú ekkert að valda neinum vandræðum." Þarf að vera á stigagangi eða bakvið gler Samkvæmt áðurnefndri reglugerð dómsmálaráðherra þarf fólk sem ætlar að kjósa á dvalarstað að bera andlitgrímu og gæta að því að ávallt séu minnst tveir metrar á milli kjósanda og kjörstjóra. Miðað er við að kjósandi sé að jafnaði inn á dvalarstað og kjörstjóri fyrir utan, svo sem á stigagangi fjölbýlishúss, eða kjósandi greiði atkvæði í garði eða á bílastæði. Einnig má gler aðskilja að kjósanda og kjörstjóra og þurfa þeir þá ekki að halda tveggja metra fjarlægð. Einstaklingar sem eru í einangrun er heimilt að yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum bílakjörstöðum.
Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18. september 2021 10:26 Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17. september 2021 14:19 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18. september 2021 10:26
Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17. september 2021 14:19