Get ekki útskýrt afhverju þeir gerðu ekki betur Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 24. september 2021 21:45 Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar. VÍSIR/DANÍEL Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með jöfnunarmark Hauka undir lok leiks liðanna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Afturelding átti síðustu sókn leiksins en klukkan rann út og leiknum lauk því með 26-26 jafntefli. „Þeir eiga þrjár sendingar eftir þegar þeir taka leikhlé og við einu yfir. Það er svekkjandi, að fá þetta mark á sig í lokin. Svo get ég ekki sagt neitt um þessa lokasókn, við náum ekki skoti. Þetta er svekkjandi, ég er svekktur að fá ekki tvö stig en ég er ótrúlega ánægður með spilamennskuna. Mér fannst þeir spila ótrúlega vel í kvöld, bæði vörn og sókn. Margt mjög gott, frammistaðan fín og svekkjandi að fá ekki tvö stig.“ Gunnar tekur leikhlé fyrir lokasókn Aftureldingar. Haukar voru þá nýbúnir að skora og jafna leikinn. Enginn tók af skarið í liði Aftureldingar til þess að koma þeim yfir og endaði leikurinn því jafntefli. „Við ætluðum bara að spila taktík og ætluðum að sækja á markið og koma okkur í skotfæri. Maður veit aldrei hver fær skotfæri. Ég get ekki útskýrt afhverju þeir gerðu ekki betur. Kannski var ég ekki nógu skýr í leikhléinu. Ég þarf bara að skoða það en þetta er bara eitt atriði.“ „Við þurfum að læra af þessu, kannski reynsluleysi, ég veit það ekki. Engu að síður var þetta frábær frammistaða, mjög ánægður með þetta. Við löguðum vörnina mikið frá því í síðasta leik. Kannski svekkjandi að vera búinn að spila tvo góða leiki, að mínu mati, og eitt stig finnst mér ekki nógu mikið miðað við hvernig er spilað.“ Bergvin Þór Gíslasson, leikmaður Aftureldingar, fékk rautt spjald þegar um 20 mínútur voru liðnar fyrir hafa slegið Ólaf Ægi Ólafsson í andlitið. „Ég sá það ekki. Þeir kíktu á þetta, eflaust er það rétt. Þeir fara varla í skjáinn og dæma það vitlaust. Hann hefur væntanlega slegið hann, ég bara missti af því.“ Gunnar Magnússon var með þrjá Haukamenn á láni í sínu liði í kvöld. „Bara vel. Það er ekkert auðvelt að spila á móti sínu liði. Ég var svolítið smeykur fyrir leikinn hvort þeir myndu höndla þetta eða ekki. Mér fannst þeir höndla þetta nokkuð vel og ég var ánægður með þá. Heilt yfir bara í kvöld þá fannst mér góð breidd hjá okkur og margir að leggja í púkkið.“ Næsti leikur er bikarleikur á móti Val og vill Gunnar sjá sigur. „Taka tvö stig. Við erum búnir að spila vel og við höldum áfram að bæta okkur. Undirbúningstímabilið var erfitt að við komum seint inn. Við erum núna að fínpússa okkur í hverjum leik og hverri viku. Nú þurfum við að vinna næsta leik, það er bikarleikur og við ætlum okkur að vinna hann.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
„Þeir eiga þrjár sendingar eftir þegar þeir taka leikhlé og við einu yfir. Það er svekkjandi, að fá þetta mark á sig í lokin. Svo get ég ekki sagt neitt um þessa lokasókn, við náum ekki skoti. Þetta er svekkjandi, ég er svekktur að fá ekki tvö stig en ég er ótrúlega ánægður með spilamennskuna. Mér fannst þeir spila ótrúlega vel í kvöld, bæði vörn og sókn. Margt mjög gott, frammistaðan fín og svekkjandi að fá ekki tvö stig.“ Gunnar tekur leikhlé fyrir lokasókn Aftureldingar. Haukar voru þá nýbúnir að skora og jafna leikinn. Enginn tók af skarið í liði Aftureldingar til þess að koma þeim yfir og endaði leikurinn því jafntefli. „Við ætluðum bara að spila taktík og ætluðum að sækja á markið og koma okkur í skotfæri. Maður veit aldrei hver fær skotfæri. Ég get ekki útskýrt afhverju þeir gerðu ekki betur. Kannski var ég ekki nógu skýr í leikhléinu. Ég þarf bara að skoða það en þetta er bara eitt atriði.“ „Við þurfum að læra af þessu, kannski reynsluleysi, ég veit það ekki. Engu að síður var þetta frábær frammistaða, mjög ánægður með þetta. Við löguðum vörnina mikið frá því í síðasta leik. Kannski svekkjandi að vera búinn að spila tvo góða leiki, að mínu mati, og eitt stig finnst mér ekki nógu mikið miðað við hvernig er spilað.“ Bergvin Þór Gíslasson, leikmaður Aftureldingar, fékk rautt spjald þegar um 20 mínútur voru liðnar fyrir hafa slegið Ólaf Ægi Ólafsson í andlitið. „Ég sá það ekki. Þeir kíktu á þetta, eflaust er það rétt. Þeir fara varla í skjáinn og dæma það vitlaust. Hann hefur væntanlega slegið hann, ég bara missti af því.“ Gunnar Magnússon var með þrjá Haukamenn á láni í sínu liði í kvöld. „Bara vel. Það er ekkert auðvelt að spila á móti sínu liði. Ég var svolítið smeykur fyrir leikinn hvort þeir myndu höndla þetta eða ekki. Mér fannst þeir höndla þetta nokkuð vel og ég var ánægður með þá. Heilt yfir bara í kvöld þá fannst mér góð breidd hjá okkur og margir að leggja í púkkið.“ Næsti leikur er bikarleikur á móti Val og vill Gunnar sjá sigur. „Taka tvö stig. Við erum búnir að spila vel og við höldum áfram að bæta okkur. Undirbúningstímabilið var erfitt að við komum seint inn. Við erum núna að fínpússa okkur í hverjum leik og hverri viku. Nú þurfum við að vinna næsta leik, það er bikarleikur og við ætlum okkur að vinna hann.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira