Sigmundur Davíð: „Ekki tilefni til að fara á taugum“ Þorgils Jónsson skrifar 26. september 2021 00:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er einn inni af frambjóðendum Miðflokksins eins og sakir standa. Þegar fyrstu tölur liggja fyrir í öllum kjördæmum stefnir í að Miðflokkurinn missi alla sína þingmenn fyrir utan formann sinn Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Í ávarpi sínu til stuðningsmanna fyrr í kvöld sagði Sigmundur að þó fyrstu tölur væru ekki góðar væri ekki tilefni til að fara á taugum. „Við höfum séð þetta allt áður. Fyrir síðustu kosningar upplifði maður allt þetta. Fyrstu tölur úr kjördæmum voru ekki heppilegar fyrir okkur og gáfu ekki góðar vísbendingar. Svo leið á nóttina og bættist jafnt og þétt við.“ Sigmundur sagði að frambjóðendur flokksins hefðu fengið góðar móttökur víða um land að undanförnu. „Ég hef engar efasemdir um að við munum bæta við okkur eftir því sem á líður. Við erum ekki að fara að vinna stórkostlegan kosningasigur, og gerðum ekki ráð fyrir því við þessar aðstæður. Það hentar okkur ekki þegar er ekki verið að ræða um pólitík. Það hentar öðrum betur.“ Fyrst og fremst væri Miðflokkurinn ekki flokkur sem léti undan í mótlæti enda væri það mikilvægasta í stjórnmálum þolgæði og þrautseigja. Fyrst og fremst, hvernig sem allt fer, erum við minnug þess að við erum flokkur sem lætur ekki undan mótlæti. Það mikilvægasta í pólitík er ekki lausnir og stefna heldur þolgæði og þrautseigja. „Eftir þessar kosningar munum við halda velli til þess að berjast áfram fyrir skynsemishyggju í pólitík og því sem við trúum á. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ríkisstjórn verður mynduð, en hlutverk okkar, hvort sem við verðum í ríkisstjórn eða utan ríkisstjórnar, verður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Oft var þörf fyrir róttæka skynsemishyggju í pólitík en nú er nauðsyn.“ Fyrr í kvöld talaði Snorri Másson fréttamaður við þingmennina Bergþór Ólason og Karl Gauta Hjaltason sem eru á útleið miðað við núverandi stöðu. Bergþór sagði að þetta væri ekki sú staða sem þau höfðu vonast eftir. Karl Gauti sagði sömuleiðis að þetta liti ekki vel út. „Fólk virðist ekki kunna að meta það að við höfum verið í stjórnarandstöðu, mjög öflugri, t.d. gegn orkupakka þrjú, hálendisþjóðgarði og fleiri málum. Fólk virðist ekki vera að þakka okkur fyrir það í þessum kosningum og það er miður.“ Er þetta vanþakklæti í kjósendum? „Þetta kemur upp úr kjörkössunum. Ég er að vina að þetta lagist þegar líður á nóttina. Vegna þess að ég tel það vera mjög nauðsynlegt að Miðflokkurinn sé á þingi og stundi þar sína öflugu andstöðu gegn stjórnvöldum eins og við höfum gert allt þetta kjörtímabil.“ Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í ávarpi sínu til stuðningsmanna fyrr í kvöld sagði Sigmundur að þó fyrstu tölur væru ekki góðar væri ekki tilefni til að fara á taugum. „Við höfum séð þetta allt áður. Fyrir síðustu kosningar upplifði maður allt þetta. Fyrstu tölur úr kjördæmum voru ekki heppilegar fyrir okkur og gáfu ekki góðar vísbendingar. Svo leið á nóttina og bættist jafnt og þétt við.“ Sigmundur sagði að frambjóðendur flokksins hefðu fengið góðar móttökur víða um land að undanförnu. „Ég hef engar efasemdir um að við munum bæta við okkur eftir því sem á líður. Við erum ekki að fara að vinna stórkostlegan kosningasigur, og gerðum ekki ráð fyrir því við þessar aðstæður. Það hentar okkur ekki þegar er ekki verið að ræða um pólitík. Það hentar öðrum betur.“ Fyrst og fremst væri Miðflokkurinn ekki flokkur sem léti undan í mótlæti enda væri það mikilvægasta í stjórnmálum þolgæði og þrautseigja. Fyrst og fremst, hvernig sem allt fer, erum við minnug þess að við erum flokkur sem lætur ekki undan mótlæti. Það mikilvægasta í pólitík er ekki lausnir og stefna heldur þolgæði og þrautseigja. „Eftir þessar kosningar munum við halda velli til þess að berjast áfram fyrir skynsemishyggju í pólitík og því sem við trúum á. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ríkisstjórn verður mynduð, en hlutverk okkar, hvort sem við verðum í ríkisstjórn eða utan ríkisstjórnar, verður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Oft var þörf fyrir róttæka skynsemishyggju í pólitík en nú er nauðsyn.“ Fyrr í kvöld talaði Snorri Másson fréttamaður við þingmennina Bergþór Ólason og Karl Gauta Hjaltason sem eru á útleið miðað við núverandi stöðu. Bergþór sagði að þetta væri ekki sú staða sem þau höfðu vonast eftir. Karl Gauti sagði sömuleiðis að þetta liti ekki vel út. „Fólk virðist ekki kunna að meta það að við höfum verið í stjórnarandstöðu, mjög öflugri, t.d. gegn orkupakka þrjú, hálendisþjóðgarði og fleiri málum. Fólk virðist ekki vera að þakka okkur fyrir það í þessum kosningum og það er miður.“ Er þetta vanþakklæti í kjósendum? „Þetta kemur upp úr kjörkössunum. Ég er að vina að þetta lagist þegar líður á nóttina. Vegna þess að ég tel það vera mjög nauðsynlegt að Miðflokkurinn sé á þingi og stundi þar sína öflugu andstöðu gegn stjórnvöldum eins og við höfum gert allt þetta kjörtímabil.“
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira