Ómar dró vagninn fyrir Magdeburg | Ýmir hafði betur í Íslendingaslag Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. september 2021 15:43 Ómar Ingi Magnússon heldur áfram að skora fyrir Magdeburg. Getty/Uwe Anspach Fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í fjórum þeirra. Magdeburg er enn með fullt hús stiga eftir fimm leiki, en Ómar Ingi Magnússin var markahæsti maður liðsins í tveggja marka sigri gegn Leipzig, 30-28. Magdeburg byrjaði leikinn gegn Leipzig af miklum krafti og náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 16-11, Magdeburg í vil. Leikmenn Leipzig mættu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þeir jöfnuðu metin í stöðunni 24-24 og náðu svo tveggja marka forskoti í kjölfarið á því. Mikil spenna var undir lokin, en Magdeburg skoraði seinustu þrjú mörk leiksins og fögnuðu því góðum tveggja marka sigri, 30-28. Ómar Ingi var markahæsti maður Magdeburg með sex mörk, ásamt því að leggja upp önnur fimm fyrir liðsfélaga sína. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Magdeburg sem er enn með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen tóku á móti Janusi Daða Smárasyni og félögum hans í Göppingen í Íslendingaslag. Janus og félagar voru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins fyrir leikinn, á meðan að Ljónin voru aðeins með einn sigur í sínum þrem leikjum. Mikið jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins, en um miðbik fyrri hálfleiks tóku Ýmir og félagar yfirhöndina. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 19-16, Löwen í vil. Ýmir og félagar voru áfram með yfirhöndina í seinni hálfleik og unnu að lokum nokkuð öruggan fimm marka sigur, 37-32. Íslendingaliðið MT Melsungen vann naumlan sigur gegn TUS N-Lübbecke í fyrsta leik liðsins eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti þjálfun liðsins. Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og Alexander Petersson leika allir með liðinu sem að unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu, 23-22, eftir jafna og spennandi viðureign. Þetta var fyrsti sigur Melsungen á tímabilinu, en áður hafði liðið tapað tveim og gert eitt jafntefli. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Magdeburg byrjaði leikinn gegn Leipzig af miklum krafti og náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 16-11, Magdeburg í vil. Leikmenn Leipzig mættu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þeir jöfnuðu metin í stöðunni 24-24 og náðu svo tveggja marka forskoti í kjölfarið á því. Mikil spenna var undir lokin, en Magdeburg skoraði seinustu þrjú mörk leiksins og fögnuðu því góðum tveggja marka sigri, 30-28. Ómar Ingi var markahæsti maður Magdeburg með sex mörk, ásamt því að leggja upp önnur fimm fyrir liðsfélaga sína. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Magdeburg sem er enn með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen tóku á móti Janusi Daða Smárasyni og félögum hans í Göppingen í Íslendingaslag. Janus og félagar voru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins fyrir leikinn, á meðan að Ljónin voru aðeins með einn sigur í sínum þrem leikjum. Mikið jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins, en um miðbik fyrri hálfleiks tóku Ýmir og félagar yfirhöndina. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 19-16, Löwen í vil. Ýmir og félagar voru áfram með yfirhöndina í seinni hálfleik og unnu að lokum nokkuð öruggan fimm marka sigur, 37-32. Íslendingaliðið MT Melsungen vann naumlan sigur gegn TUS N-Lübbecke í fyrsta leik liðsins eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti þjálfun liðsins. Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og Alexander Petersson leika allir með liðinu sem að unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu, 23-22, eftir jafna og spennandi viðureign. Þetta var fyrsti sigur Melsungen á tímabilinu, en áður hafði liðið tapað tveim og gert eitt jafntefli.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira