Með eitt skot í byssunni og ætlar að nýta það vel Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. september 2021 19:07 Tómas A. Tómasson, nýr þingmaður Flokks fólksins. vísir/Egill Fjöldi nýrra þingmanna tekur sæti á Alþingi í haust. Meðal þeirra er Tómas A. Tómasson, sem hefur verið kenndur við Búlluna, og kemur nýr inn á þing fyrir Flokk fólksins. Tómas verður elsti þingmaður Alþingis og segist stoltur af því. „Það er svolítill húmor í því að það er verið að segja fólki að hætta að vinna sjötugt hjá hinu opinbera. Svo er ég ráðinn núna 72 ára í fjögurra ára vinnu. Það þarf eitthvað að breyta þessu sysetemi,“ segir Tómas. Hann segir gamlan draum vera að rætast. „Ég er búinn að ganga um með þetta í maganum síðan 1978 og ég hef alltaf verið að bíða eftir rétta augnablikinu og núna er það komið. Ég er orðinn 72 ára og bara með eitt skot í byssunni og ætla að nota það vel. Miða vel.“ Hverju munt þú beita þér fyrir? „Ég er eldri borgari og einn úr hópi þeirra. Ég ætla að berjast eins og ljón í búri við að hjálpa eldri borgurum sem þurfa á því að halda og öðrum líka, eins og einstæðum foreldrum. Móðir mín var einstætt foreldri allt sitt líf og saup dauðann úr skel ef ég get orðað það svoleiðis. Þannig ég skil vel vanda einstæðra foreldra sem ég vil gjarnan aðstoða.“ Tómas segist ekki hafa stigið fæti inn fyrir dyr Alþingis og er spenntur fyrir því.vísir/Vilhelm Hverju í þingstörfunum ertu spenntastur fyrir? „Ég ákvað það þegar ég ákvað að fara á þing fyrir um fjörutíu árum síðan að ég myndi ekki stíga fæti inn fyrir Alþingishúsið fyrr en ég væri kosinn. Þannig ég hef ekki hugmynd um raunverulega annað en það sem ég sé í sjónvarpinu frá þingstörfum. En ég sé að menn eru alltaf huggulega klæddir og ég er alltaf í bol. Þannig ég þarf að kaupa mér jakka,“ segir Tómas léttur í bragði. „Mér skilst að það sé þingfólksskóli sem við nýju þingmennirnir þurfum að ganga í gegnum. Ég er bara mjög áhugasamur um þá reynslu.“ Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
„Það er svolítill húmor í því að það er verið að segja fólki að hætta að vinna sjötugt hjá hinu opinbera. Svo er ég ráðinn núna 72 ára í fjögurra ára vinnu. Það þarf eitthvað að breyta þessu sysetemi,“ segir Tómas. Hann segir gamlan draum vera að rætast. „Ég er búinn að ganga um með þetta í maganum síðan 1978 og ég hef alltaf verið að bíða eftir rétta augnablikinu og núna er það komið. Ég er orðinn 72 ára og bara með eitt skot í byssunni og ætla að nota það vel. Miða vel.“ Hverju munt þú beita þér fyrir? „Ég er eldri borgari og einn úr hópi þeirra. Ég ætla að berjast eins og ljón í búri við að hjálpa eldri borgurum sem þurfa á því að halda og öðrum líka, eins og einstæðum foreldrum. Móðir mín var einstætt foreldri allt sitt líf og saup dauðann úr skel ef ég get orðað það svoleiðis. Þannig ég skil vel vanda einstæðra foreldra sem ég vil gjarnan aðstoða.“ Tómas segist ekki hafa stigið fæti inn fyrir dyr Alþingis og er spenntur fyrir því.vísir/Vilhelm Hverju í þingstörfunum ertu spenntastur fyrir? „Ég ákvað það þegar ég ákvað að fara á þing fyrir um fjörutíu árum síðan að ég myndi ekki stíga fæti inn fyrir Alþingishúsið fyrr en ég væri kosinn. Þannig ég hef ekki hugmynd um raunverulega annað en það sem ég sé í sjónvarpinu frá þingstörfum. En ég sé að menn eru alltaf huggulega klæddir og ég er alltaf í bol. Þannig ég þarf að kaupa mér jakka,“ segir Tómas léttur í bragði. „Mér skilst að það sé þingfólksskóli sem við nýju þingmennirnir þurfum að ganga í gegnum. Ég er bara mjög áhugasamur um þá reynslu.“
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira