„Myndi elska að mæta Íslandi á EM“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2021 10:00 María Þórisdóttir hefur leikið 51 landsleik fyrir Noreg og skorað tvö mörk. getty/Martin Rose Evrópumót kvenna í fótbolta verður haldið í vöggu fótboltans, Englandi, á næsta ári. Norska landsliðskonan María Þórisdóttir, sem leikur með Manchester United, hefði ekkert á móti því að lenda í riðli með „hinu“ landinu sínu, Íslandi, í riðli á EM. Evrópumótið átti að fara fram á Englandi í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Mótið fer því fram næsta sumar og verður að öllum líkindum stærsta stórmót í sögu kvennaboltans. Meðal annars verður leikið á Old Trafford, heimavelli United, og úrslitaleikurinn fer fram á sjálfum Wembley. „Ef covid verður ekki held ég að þetta verði eitt af stærstu mótunum frá upphafi. England er eitt besta landið til að halda mót í. Vonandi verður þetta gott með mörgum áhorfendum og góðum liðum. Og vonandi vinnum við þetta,“ sagði María í samtali við íþróttadeild. María hefur auga með hollensku markamaskínunni Vivianne Miedema.getty/Rico Brouwer Hún segir norska liðið stefna hátt og að gera miklu betur á EM 2017. Þar tapaði Noregur öllum þremur leikjum sínum og endaði í neðsta sæti síns riðils. „Það er draumurinn. En það er of snemmt að setja sér markmið núna en við viljum líklega vera meðal þriggja efstu liða. Við viljum gera betur en á EM 2017. Það var svo slæmt,“ sagði María. Eins og alþjóð veit á hún íslenskan föður, Þóri Hergeirsson, og átti möguleika á að spila fyrir íslenska landsliðið. Það norska varð fyrir valinu en María hefur samt enn sterkar taugar til Íslands og væri til í að lenda með liðinu í riðli á EM. Klippa: María Þórisdóttir um EM og Ísland „Ég fylgist með. Það er örugglega hægt að spila við þær á EM. Það er erfitt að spila á móti þeim. Þær berjast í níutíu mínútur. Það er mjög sérstakt og skiptir mig miklu að spila gegn þeim. Þetta er öðruvísi því ég er hálf íslensk. Mér finnst gaman að spila gegn þeim og myndi elska að mæta þeim á EM,“ sagði María sem lék einmitt sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Algarve-mótinu 2015. Á dögunum lék María sinn fimmtugasta landsleik fyrir Noreg. Hún hefur farið á þrjú stórmót með norska landsliðinu; HM 2015 og 2019 og EM 2017. Dregið verður í riðla á EM 28. október. Noregur er í 2. styrkleikaflokki og Ísland í þeim fjórða. Íslendingar og Norðmenn voru saman í riðli á EM 2009 og 2013. Noregur vann 1-0 sigur á EM í Finnlandi 2009 og fjórum árum seinna gerðu liðin 1-1 jafntefli í Hollandi. EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Evrópumótið átti að fara fram á Englandi í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Mótið fer því fram næsta sumar og verður að öllum líkindum stærsta stórmót í sögu kvennaboltans. Meðal annars verður leikið á Old Trafford, heimavelli United, og úrslitaleikurinn fer fram á sjálfum Wembley. „Ef covid verður ekki held ég að þetta verði eitt af stærstu mótunum frá upphafi. England er eitt besta landið til að halda mót í. Vonandi verður þetta gott með mörgum áhorfendum og góðum liðum. Og vonandi vinnum við þetta,“ sagði María í samtali við íþróttadeild. María hefur auga með hollensku markamaskínunni Vivianne Miedema.getty/Rico Brouwer Hún segir norska liðið stefna hátt og að gera miklu betur á EM 2017. Þar tapaði Noregur öllum þremur leikjum sínum og endaði í neðsta sæti síns riðils. „Það er draumurinn. En það er of snemmt að setja sér markmið núna en við viljum líklega vera meðal þriggja efstu liða. Við viljum gera betur en á EM 2017. Það var svo slæmt,“ sagði María. Eins og alþjóð veit á hún íslenskan föður, Þóri Hergeirsson, og átti möguleika á að spila fyrir íslenska landsliðið. Það norska varð fyrir valinu en María hefur samt enn sterkar taugar til Íslands og væri til í að lenda með liðinu í riðli á EM. Klippa: María Þórisdóttir um EM og Ísland „Ég fylgist með. Það er örugglega hægt að spila við þær á EM. Það er erfitt að spila á móti þeim. Þær berjast í níutíu mínútur. Það er mjög sérstakt og skiptir mig miklu að spila gegn þeim. Þetta er öðruvísi því ég er hálf íslensk. Mér finnst gaman að spila gegn þeim og myndi elska að mæta þeim á EM,“ sagði María sem lék einmitt sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Algarve-mótinu 2015. Á dögunum lék María sinn fimmtugasta landsleik fyrir Noreg. Hún hefur farið á þrjú stórmót með norska landsliðinu; HM 2015 og 2019 og EM 2017. Dregið verður í riðla á EM 28. október. Noregur er í 2. styrkleikaflokki og Ísland í þeim fjórða. Íslendingar og Norðmenn voru saman í riðli á EM 2009 og 2013. Noregur vann 1-0 sigur á EM í Finnlandi 2009 og fjórum árum seinna gerðu liðin 1-1 jafntefli í Hollandi.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti