Bubbi segist niðurbrotinn enda traustið horfið Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2021 13:21 Bubba Morthens er ekki skemmt. Hann er yfir sig hneykslaður og í raun niðurbrotinn maður vegna kosningaklúðursins. vísir/vilhelm Bubbi Morthens tónlistarmaður, sá sem sagður hefur verið í hvað bestum tengslum allra við sjálfa þjóðarsálina með verkum sínum, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki lengur treysta kosningakerfinu á Íslandi. „Traustið er horfið,“ segir Bubbi. Honum var mikið niðri fyrir þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann um talningarklúðrið sem skekið hefur þjóðina í gærkvöldi og í dag. Bubbi sagðist vart eiga til orð í eigu sinni um þennan gjörning allan. „Þetta er orðið algjört … aumingjaþjóðfélag. Ég hef trúað ýmsu upp á Íslendinga en ég hefði ekki trúað því að óreyndu uppá okkur að við gætum ekki haldið kosningar í þessu samfélagi. Ég verð að segja það. Ég er niðurbrotinn.“ „Ég er eiginlega orðlaus“ Bubbi segist í gegnum tíðina hafa upplifað eitt og annað og orðið vitni að ýmsu; tali um spillingu, samtryggingu, einkavinavæðingu og allt það. „En ég hefði aldrei trúað að þetta myndi raungerast með þessum hætti. Hélt að kosningarnar væru eitthvað sem mætti treysta.“ Tónlistarmaðurinn lýsir því forviða að einhverjir menn stígi fram og lýsi því yfir að þeir séu jú klárlega að brjóta lög, en það hafi þeir alltaf gert og fyrir því væri komin hefð. „Hvar annars staðar í hinum siðmenntaða heimi nema á Íslandi kæmi svona fram og það er ekki einn þungavigtarmaður í íslenskri pólitík þannig séð sem stígur fram og segir: Þetta er ekki boðlegt. Það þarf að kjósa aftur og ég er búinn að missa trúna á hvernig við stöndum að kosningum. Ég á ekki orð, þó að ég sé með eitthvað gaspur. Ég er eiginlega orðlaus.“ Hvar eru formenn stjórnarflokkanna? Og Bubba rekur hreinlega í vörðurnar sem ekki gerist oft. Hann segist sannarlega ekki einn um að vera ofboðið og þetta sama myndi John Lennon segja ef hann væri á lífi. „Þetta er algjörlega fáránlegt, þetta fyrirkomulag sem við búum við hér á landi,“ segir Bubbi sem lýsir því að hann hafi ekki fattað í fyrstu hversu alvarlegt málið var. Svo yfirgengilegt sé þetta. Hann telur einsýnt að það þurfi að skera allt fyrirkomulagið upp. Sjálfur vill hann tala fyrir persónukjöri. Þá segir hann að mismunandi vægi atkvæða, til dæmis, sé í raun rót spillingar. Með ólíkindum að það skuli líðast. „Að það skuli viðgangast á tímum snjallsíma er gjörsamlega galið. Og ef einhvern tíma þetta hefur komið átakanlega í ljós þá er það í þessum kosningum. En að einhver maður telji sig þess umkominn að hefja endurtalningu upp á eigin spýtur án þess að ræða við nokkurn þann sem telur sér málið skylt, og telji sig ekki þurfa að fara að lögum?!“ segir Bubbi og er búinn að finna orð sín aftur: „Og enginn stígur fram nema gamli karatemeistarinn Karl Gauti Hjartason sem kærir! Að formenn flokkanna hafi ekki stigið fram og sagt, þetta er ekki í lagi, það slær mig illa. Þá fer maður að hugsa: Eru þau bara kampakát og glöð með þetta? Af því að það hentar í það skiptið?“ Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Traustið er horfið,“ segir Bubbi. Honum var mikið niðri fyrir þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann um talningarklúðrið sem skekið hefur þjóðina í gærkvöldi og í dag. Bubbi sagðist vart eiga til orð í eigu sinni um þennan gjörning allan. „Þetta er orðið algjört … aumingjaþjóðfélag. Ég hef trúað ýmsu upp á Íslendinga en ég hefði ekki trúað því að óreyndu uppá okkur að við gætum ekki haldið kosningar í þessu samfélagi. Ég verð að segja það. Ég er niðurbrotinn.“ „Ég er eiginlega orðlaus“ Bubbi segist í gegnum tíðina hafa upplifað eitt og annað og orðið vitni að ýmsu; tali um spillingu, samtryggingu, einkavinavæðingu og allt það. „En ég hefði aldrei trúað að þetta myndi raungerast með þessum hætti. Hélt að kosningarnar væru eitthvað sem mætti treysta.“ Tónlistarmaðurinn lýsir því forviða að einhverjir menn stígi fram og lýsi því yfir að þeir séu jú klárlega að brjóta lög, en það hafi þeir alltaf gert og fyrir því væri komin hefð. „Hvar annars staðar í hinum siðmenntaða heimi nema á Íslandi kæmi svona fram og það er ekki einn þungavigtarmaður í íslenskri pólitík þannig séð sem stígur fram og segir: Þetta er ekki boðlegt. Það þarf að kjósa aftur og ég er búinn að missa trúna á hvernig við stöndum að kosningum. Ég á ekki orð, þó að ég sé með eitthvað gaspur. Ég er eiginlega orðlaus.“ Hvar eru formenn stjórnarflokkanna? Og Bubba rekur hreinlega í vörðurnar sem ekki gerist oft. Hann segist sannarlega ekki einn um að vera ofboðið og þetta sama myndi John Lennon segja ef hann væri á lífi. „Þetta er algjörlega fáránlegt, þetta fyrirkomulag sem við búum við hér á landi,“ segir Bubbi sem lýsir því að hann hafi ekki fattað í fyrstu hversu alvarlegt málið var. Svo yfirgengilegt sé þetta. Hann telur einsýnt að það þurfi að skera allt fyrirkomulagið upp. Sjálfur vill hann tala fyrir persónukjöri. Þá segir hann að mismunandi vægi atkvæða, til dæmis, sé í raun rót spillingar. Með ólíkindum að það skuli líðast. „Að það skuli viðgangast á tímum snjallsíma er gjörsamlega galið. Og ef einhvern tíma þetta hefur komið átakanlega í ljós þá er það í þessum kosningum. En að einhver maður telji sig þess umkominn að hefja endurtalningu upp á eigin spýtur án þess að ræða við nokkurn þann sem telur sér málið skylt, og telji sig ekki þurfa að fara að lögum?!“ segir Bubbi og er búinn að finna orð sín aftur: „Og enginn stígur fram nema gamli karatemeistarinn Karl Gauti Hjartason sem kærir! Að formenn flokkanna hafi ekki stigið fram og sagt, þetta er ekki í lagi, það slær mig illa. Þá fer maður að hugsa: Eru þau bara kampakát og glöð með þetta? Af því að það hentar í það skiptið?“
Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09
Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26