„Þú þarft að vera þú sjálfur því það er það sem mun laða fólk að þér“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. október 2021 07:01 Hin 22 ára gamla Embla Wigum er með 1,5 milljónir fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hún sýnir fantasíu farðanir. Embla Wigum „Þetta var bara eitthvað hobbý. Maður var kannski með einhverja drauma en ég bjóst ekkert við því að þeir myndu endilega rætast,“ segir Embla Wigum, ein stærsta TikTok-stjarna okkar Íslendinga. En rúmlega 27 milljónir manns hafa horft á vinsælasta myndbandið hennar. Á TikTok sýnir Embla svokallaða fantasíu förðun. Hún er menntaður förðunarfræðingur og hafði verið að sýna farðanir á Instagram í tæp tvö ár þegar hún ákvað að stíga sín fyrstu skref á TikTok. „Þetta var árið 2019 og það voru alls ekkert margir inni á TikTok. Ég var svona aðeins farin að heyra að fólk væri að gera makeup þarna inn á, svo ég ákvað bara að stofna aðgang og byrja að pósta. Það gekk bara rosalega vel svo ég hélt bara áfram að pósta og hér er ég í dag,“ segir hin 22 ára gamla Embla. Hún sá þó alls ekki fyrir sér að TikTok-ferillinn yrði að fullu starfi fyrir hana. Hún hafði horft á YouTube-stjörnur síðan hún var lítil og vissi að hana langaði til þess að gera eitthvað svipað og þær. Velgengnin fór þó fram úr öllum væntingum. „Það man eftir fyrsta tímapunktinum þar sem ég hugsaði „já ókei þetta er raunverulega að fara eitthvert“. Það var um jólin 2019 þegar ég póstaði myndbandi sem fékk alveg 20 milljónir áhorf. Það var fyrsta myndbandið mitt sem fékk svona virkilega mikið áhorf og það gaf mér alveg ennþá meira pepp í að halda áfram og reyna að gera þetta að einhverju.“ Hér má sjá myndband frá ársbyrjun 2020 sem fékk tæplega 16 milljónir áhorf. @emblawigum Needed to hop on this trend Please watch the whole thing!! #fyp #foryou #roundofapplause fire side ib @sarinanexie Snow meiser Heat meiser mix by Mike DiNardo - Mike DiNardo „Þú þarft að vera þú sjálfur því það er það sem mun laða fólk að þér“ „Það er rosalega erfitt að sjá fyrir hvaða myndböndum mun ganga vel. Það er það sem er svolítið erfitt við þetta, að maður veit aldrei nákvæmlega hvað springur út og hvað ekki.“ Embla segir „trendin“ þó afar mikilvæg þegar kemur að vinsældum. Það er einhver ákveðin tegund af myndbandi sem er í tísku þessa stundina, það getur verið lag, áskorun, dans eða annað. „Það sem virkar oftast best er að hoppa á einhver trend en vera svolítið fljótur að því. Þannig þú reynir að vera einn af þeim fyrstu til þess að taka þátt í einhverju trendi sem verður síðan stórt.“ Hún ráðleggur fólki þó að forðast það að gera aðeins það sama og aðrir. Það sé fín lína á milli þess að fylgja trendum og að vera beinlínis að herma eftir öðrum. „Fólk vill líka sjá eitthvað sem er algjörlega frumlegt og frá þér. Það þarf að vera einhver sérstök ástæða fyrir því að fólk vill fylgja þér frekar en einhverjum öðrum. Þannig þú þarft að vera þú sjálfur því það er það sem mun laða fólk að þér en á sama tíma vera meðvitaður um hvað sé að trenda.“ Embla segir liggja mismikinn tíma á bak við hvert myndband. Það geta verið allt frá tveimur klukkustundum upp í sjö klukkustundir.Embla Wigum Embla ráðleggur þeim sem vilja ná langt á TikTok að vera óhrædd við að setja inn mikið af efni – því meira því betra. „Mér finnst svo margir vera stressaðir að pósta einhverju. Fólk er kannski að gera geggjað efni ef þorir ekki að pósta því. Maður á bara að kýla á það og frekar pósta oft og mikið.“ Embla veit hvað hún syngur þegar kemur að vinsældum á TikTok en hún er með 1,5 milljónir fylgjendur og alls tæplega 38 milljónir „likes“ á myndböndin sín. En hve miklu máli skipta áhorfstölur og „likes“? „Þetta skiptir auðvitað máli og maður þarf að pæla í þessu þegar maður er að vinna við þetta, En maður verður að passa sig að verða ekki of upptekin af þessu. Þetta er ekki það eina sem skiptir máli. Það sem skiptir fyrst og fremst máli er að gera efni sem mér sjálfri finnst skemmtilegt.“ Sú stefna virðist virka vel fyrir Emblu en rúmlega 27 milljónir manns hafa horft á vinsælasta myndband hennar. „Það var myndband sem ég gerði þegar ég náði milljón fylgjendum. Þá skipti ég andlitinu upp í nokkra mismunandi parta og gerði fimm af mínum vinsælustu lookum og setti saman í eitt.“ @emblawigum AAAH WE HIT 1 MILLION im so happy and grateful for every single one of you decided to recreate all my most liked looks into one mashup look original sound - Embla Wigum Getur verið allt að sjö klukkustunda vinna á bak við eitt myndband Embla gerir plan fyrir hvern mánuð þar sem hún ákveður hvað hún ætli að gera margar farðanir. Oftast gerir hún þrjár til fjórar farðanir á viku. Úr hverri förðun gerir hún þó gjarnan fleira en eitt myndband. „Ég reyni að pósta mjög oft því það er best fyrir TikTokið. Ég reyni að vera með eitthvað efni á hverjum degi sem ég pósta.“ En hvernig er hefðbundinn dagur í lífi TikTok-stjörnu? „Ég vakna og byrja aðeins að plana hvað ég ætla að gera. Síðan geri ég lookið og þá þarf að klippa og gera tilbúið. Ef ég er að gera eitthvað extreme makeup þá fara kannski fimm klukkutímar í eitt myndband. Þetta getur alveg verið frá tveimur tímum og upp í sjö tíma. Vanalega geri ég eitt look á dag. Ég reyni stundum að gera tvö en það getur farið svo mikill tími í það og erfitt fyrir húðina.“ „Fólk vill líka sjá eitthvað sem er algjörlega frumlegt og frá þér. Það þarf að vera einhver sérstök ástæða fyrir því að fólk vill fylgja þér frekar en einhverjum öðrum,“ segir Embla.Embla Wigum Fylgjendur Emblu hafa furðað sig á því hversu góða húð hún sé með miðað við það álag sem hún er undir. Það fer mikið magn af förðunarvörum á húð hennar fyrir hvert myndband og stundum hefur hún notað óhefðbundnari vörur eins og límstifti. „Ég pæli mikið í húðumhirðu og finnst hún mjög mikilvæg. En oftast geri ég lookið en tek það svo bara af um leið og ég er búinn að taka upp. Þannig þetta er ekkert mikið að sitja á húðinni. Það spilar örugglega inn í.“ Flestir fylgjendur Emblu eru á aldrinum 13-25 ára og eru þeir frá öllum heimshornum. Flestir eru frá Bandaríkjunum en einnig er stór hópur frá löndum eins og Brasilíu og Bretlandi. Elti tækifærin og flutti til London Fyrr í þessum mánuði tók Embla stórt skref þegar hún lagði land undir fót og flutti til London. Tilganginn með flutningunum segir hún vera að komast inn á stærri markað, kynnast fleiri áhrifavöldum og komast í nýtt umhverfi til þess að taka upp efni. Með henni í för voru TikTok-stjarnan Lil Curly og athafnamaðurinn Nökkvi Fjalar. Sjá einnig: Lætur æskudrauminn rætast og leggur land undir fót „Við erum búin að vera ræða þessar flutninga í svona ár. Ég hef alveg verið að hugsa um það frekar lengi að mig langi til þess að flytja út en var ekkert búin að ákveða af hverju eða hvernig. Síðan kom þetta bara svona til að okkur langaði öllum til þess að fara saman.“ Embla segir TikTok-bransann vera viðurkenndari erlendis og að áhrifavaldar séu mun stærri þar heldur en heima. Í London er samkeppnin því mun meiri og nýtir Embla sér hana sem hvatningu til þess að komast ennþá lengra. Þá segir hún það spennandi að vera komin í umhverfi þar sem fleiri séu að gera svipaða hluti. Hér má sjá Emblu ásamt TikTok-stjörnunni Lil Curly. Þau eru nú flutt til London í þeim tilgangi að komast inn á stærri markað.Embla Wigum „Það er skemmtilegra að vera með fólk í kringum sig sem getur gert þetta með manni. Ég geri nú flest mín myndbönd bara ein en mig langar að gera meira með öðru fólki. Mig langar líka til þess að gera aðeins meira persónulegt efni. Það er líka gaman fyrir fólk að fá að fylgjast með lífinu hér í London.“ Sjálf fylgist Embla með öðrum TikTok-stjörnum og sækir sér innblástur. Hún segir förðunarfræðinginn Abby Roberts vera í sérstöku uppáhaldi. Þá sækir hún einnig innblástur úr bíómyndum, sjónvarpsþáttum og af samfélagsmiðlunum Pinterest og Instagram. Embla varð nýlega fyrir barðinu á tölvuþrjóti sem lokaði Instagram-reikning hennar en hún vinnur nú að því að endurheimta hann. Hún er venjulega virk á Instagram og er með fjölda fylgjenda á þeim miðli líka. „Mér finnst fólk oft vanda sig meira hvað það setur á Instagram. Það getur verið gott en líka slæmt upp á þessa glansmynd. Á TikTok er fólk meira bara eins og það er og er ekkert endilega að pæla í einhverjum smáatriðum. Fólk setur bara allt inn.“ Á Instagram skoða flestir aðeins þá sem þeir eru að fylgja. Á TikTok eiga hins vegar allir jafnan möguleika á því að lenda inni á svokölluðu „for you page“ hjá öðrum. Það eru því meiri líkur á því að aðrir rekist á efnið þitt á TikTok heldur en Instagram. „Það að vera „creative“ alla daga getur alveg verið krefjandi og það koma alveg tímar þar sem maður er með færri hugmyndir. En mér finnst þetta bara svo ótrúlega gaman og mér finnst ég svo heppin að geta unnið við það sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ segir Embla. Draumurinn að gera sína eigin förðunarvörulínu Embla elskar vinnuna sína en segist aldrei fá leið á því sem hún gerir. „En það að vera „creative“ alla daga getur alveg verið krefjandi og það koma alveg tímar þar sem maður er með færri hugmyndir. En mér finnst þetta bara svo ótrúlega gaman og mér finnst ég svo heppin að geta unnið við það sem mér finnst skemmtilegast að gera.“ Varðandi framtíðina segist Embla taka einn dag í einu. Hún ætlar að halda áfram á þeirri braut sem hún er í dag en ætlar sér þó að ná ennþá lengra. „Draumurinn er að koma með mína eigin makeup-línu. Ég veit ekki hvenær en ég veit að það er eitthvað sem mig langar til þess að gera einhvern tíman. Ég elska London og mig langar til þess að vera hér í einhvern tíma en er ekkert búin að ákveða. Það mun bara koma í ljós.“ Samfélagsmiðlar TikTok Förðun Bretland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lætur æskudrauminn rætast og leggur land undir fót Æskudraumur athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar rætist í dag þegar hann flytur til London, þar sem hann hyggst víkka út starfsemi fyrirtækis síns Swipe Media. Óhætt er að segja að Nökkvi sé kominn langt síðan hann gerði afþreyingarefni fyrir menntskælinga með hópnum 12:00 fyrir rúmum níu árum síðan. Nökkvi segir lykilinn að velgengninni felast í litlu skrefunum. 19. september 2021 07:01 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Á TikTok sýnir Embla svokallaða fantasíu förðun. Hún er menntaður förðunarfræðingur og hafði verið að sýna farðanir á Instagram í tæp tvö ár þegar hún ákvað að stíga sín fyrstu skref á TikTok. „Þetta var árið 2019 og það voru alls ekkert margir inni á TikTok. Ég var svona aðeins farin að heyra að fólk væri að gera makeup þarna inn á, svo ég ákvað bara að stofna aðgang og byrja að pósta. Það gekk bara rosalega vel svo ég hélt bara áfram að pósta og hér er ég í dag,“ segir hin 22 ára gamla Embla. Hún sá þó alls ekki fyrir sér að TikTok-ferillinn yrði að fullu starfi fyrir hana. Hún hafði horft á YouTube-stjörnur síðan hún var lítil og vissi að hana langaði til þess að gera eitthvað svipað og þær. Velgengnin fór þó fram úr öllum væntingum. „Það man eftir fyrsta tímapunktinum þar sem ég hugsaði „já ókei þetta er raunverulega að fara eitthvert“. Það var um jólin 2019 þegar ég póstaði myndbandi sem fékk alveg 20 milljónir áhorf. Það var fyrsta myndbandið mitt sem fékk svona virkilega mikið áhorf og það gaf mér alveg ennþá meira pepp í að halda áfram og reyna að gera þetta að einhverju.“ Hér má sjá myndband frá ársbyrjun 2020 sem fékk tæplega 16 milljónir áhorf. @emblawigum Needed to hop on this trend Please watch the whole thing!! #fyp #foryou #roundofapplause fire side ib @sarinanexie Snow meiser Heat meiser mix by Mike DiNardo - Mike DiNardo „Þú þarft að vera þú sjálfur því það er það sem mun laða fólk að þér“ „Það er rosalega erfitt að sjá fyrir hvaða myndböndum mun ganga vel. Það er það sem er svolítið erfitt við þetta, að maður veit aldrei nákvæmlega hvað springur út og hvað ekki.“ Embla segir „trendin“ þó afar mikilvæg þegar kemur að vinsældum. Það er einhver ákveðin tegund af myndbandi sem er í tísku þessa stundina, það getur verið lag, áskorun, dans eða annað. „Það sem virkar oftast best er að hoppa á einhver trend en vera svolítið fljótur að því. Þannig þú reynir að vera einn af þeim fyrstu til þess að taka þátt í einhverju trendi sem verður síðan stórt.“ Hún ráðleggur fólki þó að forðast það að gera aðeins það sama og aðrir. Það sé fín lína á milli þess að fylgja trendum og að vera beinlínis að herma eftir öðrum. „Fólk vill líka sjá eitthvað sem er algjörlega frumlegt og frá þér. Það þarf að vera einhver sérstök ástæða fyrir því að fólk vill fylgja þér frekar en einhverjum öðrum. Þannig þú þarft að vera þú sjálfur því það er það sem mun laða fólk að þér en á sama tíma vera meðvitaður um hvað sé að trenda.“ Embla segir liggja mismikinn tíma á bak við hvert myndband. Það geta verið allt frá tveimur klukkustundum upp í sjö klukkustundir.Embla Wigum Embla ráðleggur þeim sem vilja ná langt á TikTok að vera óhrædd við að setja inn mikið af efni – því meira því betra. „Mér finnst svo margir vera stressaðir að pósta einhverju. Fólk er kannski að gera geggjað efni ef þorir ekki að pósta því. Maður á bara að kýla á það og frekar pósta oft og mikið.“ Embla veit hvað hún syngur þegar kemur að vinsældum á TikTok en hún er með 1,5 milljónir fylgjendur og alls tæplega 38 milljónir „likes“ á myndböndin sín. En hve miklu máli skipta áhorfstölur og „likes“? „Þetta skiptir auðvitað máli og maður þarf að pæla í þessu þegar maður er að vinna við þetta, En maður verður að passa sig að verða ekki of upptekin af þessu. Þetta er ekki það eina sem skiptir máli. Það sem skiptir fyrst og fremst máli er að gera efni sem mér sjálfri finnst skemmtilegt.“ Sú stefna virðist virka vel fyrir Emblu en rúmlega 27 milljónir manns hafa horft á vinsælasta myndband hennar. „Það var myndband sem ég gerði þegar ég náði milljón fylgjendum. Þá skipti ég andlitinu upp í nokkra mismunandi parta og gerði fimm af mínum vinsælustu lookum og setti saman í eitt.“ @emblawigum AAAH WE HIT 1 MILLION im so happy and grateful for every single one of you decided to recreate all my most liked looks into one mashup look original sound - Embla Wigum Getur verið allt að sjö klukkustunda vinna á bak við eitt myndband Embla gerir plan fyrir hvern mánuð þar sem hún ákveður hvað hún ætli að gera margar farðanir. Oftast gerir hún þrjár til fjórar farðanir á viku. Úr hverri förðun gerir hún þó gjarnan fleira en eitt myndband. „Ég reyni að pósta mjög oft því það er best fyrir TikTokið. Ég reyni að vera með eitthvað efni á hverjum degi sem ég pósta.“ En hvernig er hefðbundinn dagur í lífi TikTok-stjörnu? „Ég vakna og byrja aðeins að plana hvað ég ætla að gera. Síðan geri ég lookið og þá þarf að klippa og gera tilbúið. Ef ég er að gera eitthvað extreme makeup þá fara kannski fimm klukkutímar í eitt myndband. Þetta getur alveg verið frá tveimur tímum og upp í sjö tíma. Vanalega geri ég eitt look á dag. Ég reyni stundum að gera tvö en það getur farið svo mikill tími í það og erfitt fyrir húðina.“ „Fólk vill líka sjá eitthvað sem er algjörlega frumlegt og frá þér. Það þarf að vera einhver sérstök ástæða fyrir því að fólk vill fylgja þér frekar en einhverjum öðrum,“ segir Embla.Embla Wigum Fylgjendur Emblu hafa furðað sig á því hversu góða húð hún sé með miðað við það álag sem hún er undir. Það fer mikið magn af förðunarvörum á húð hennar fyrir hvert myndband og stundum hefur hún notað óhefðbundnari vörur eins og límstifti. „Ég pæli mikið í húðumhirðu og finnst hún mjög mikilvæg. En oftast geri ég lookið en tek það svo bara af um leið og ég er búinn að taka upp. Þannig þetta er ekkert mikið að sitja á húðinni. Það spilar örugglega inn í.“ Flestir fylgjendur Emblu eru á aldrinum 13-25 ára og eru þeir frá öllum heimshornum. Flestir eru frá Bandaríkjunum en einnig er stór hópur frá löndum eins og Brasilíu og Bretlandi. Elti tækifærin og flutti til London Fyrr í þessum mánuði tók Embla stórt skref þegar hún lagði land undir fót og flutti til London. Tilganginn með flutningunum segir hún vera að komast inn á stærri markað, kynnast fleiri áhrifavöldum og komast í nýtt umhverfi til þess að taka upp efni. Með henni í för voru TikTok-stjarnan Lil Curly og athafnamaðurinn Nökkvi Fjalar. Sjá einnig: Lætur æskudrauminn rætast og leggur land undir fót „Við erum búin að vera ræða þessar flutninga í svona ár. Ég hef alveg verið að hugsa um það frekar lengi að mig langi til þess að flytja út en var ekkert búin að ákveða af hverju eða hvernig. Síðan kom þetta bara svona til að okkur langaði öllum til þess að fara saman.“ Embla segir TikTok-bransann vera viðurkenndari erlendis og að áhrifavaldar séu mun stærri þar heldur en heima. Í London er samkeppnin því mun meiri og nýtir Embla sér hana sem hvatningu til þess að komast ennþá lengra. Þá segir hún það spennandi að vera komin í umhverfi þar sem fleiri séu að gera svipaða hluti. Hér má sjá Emblu ásamt TikTok-stjörnunni Lil Curly. Þau eru nú flutt til London í þeim tilgangi að komast inn á stærri markað.Embla Wigum „Það er skemmtilegra að vera með fólk í kringum sig sem getur gert þetta með manni. Ég geri nú flest mín myndbönd bara ein en mig langar að gera meira með öðru fólki. Mig langar líka til þess að gera aðeins meira persónulegt efni. Það er líka gaman fyrir fólk að fá að fylgjast með lífinu hér í London.“ Sjálf fylgist Embla með öðrum TikTok-stjörnum og sækir sér innblástur. Hún segir förðunarfræðinginn Abby Roberts vera í sérstöku uppáhaldi. Þá sækir hún einnig innblástur úr bíómyndum, sjónvarpsþáttum og af samfélagsmiðlunum Pinterest og Instagram. Embla varð nýlega fyrir barðinu á tölvuþrjóti sem lokaði Instagram-reikning hennar en hún vinnur nú að því að endurheimta hann. Hún er venjulega virk á Instagram og er með fjölda fylgjenda á þeim miðli líka. „Mér finnst fólk oft vanda sig meira hvað það setur á Instagram. Það getur verið gott en líka slæmt upp á þessa glansmynd. Á TikTok er fólk meira bara eins og það er og er ekkert endilega að pæla í einhverjum smáatriðum. Fólk setur bara allt inn.“ Á Instagram skoða flestir aðeins þá sem þeir eru að fylgja. Á TikTok eiga hins vegar allir jafnan möguleika á því að lenda inni á svokölluðu „for you page“ hjá öðrum. Það eru því meiri líkur á því að aðrir rekist á efnið þitt á TikTok heldur en Instagram. „Það að vera „creative“ alla daga getur alveg verið krefjandi og það koma alveg tímar þar sem maður er með færri hugmyndir. En mér finnst þetta bara svo ótrúlega gaman og mér finnst ég svo heppin að geta unnið við það sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ segir Embla. Draumurinn að gera sína eigin förðunarvörulínu Embla elskar vinnuna sína en segist aldrei fá leið á því sem hún gerir. „En það að vera „creative“ alla daga getur alveg verið krefjandi og það koma alveg tímar þar sem maður er með færri hugmyndir. En mér finnst þetta bara svo ótrúlega gaman og mér finnst ég svo heppin að geta unnið við það sem mér finnst skemmtilegast að gera.“ Varðandi framtíðina segist Embla taka einn dag í einu. Hún ætlar að halda áfram á þeirri braut sem hún er í dag en ætlar sér þó að ná ennþá lengra. „Draumurinn er að koma með mína eigin makeup-línu. Ég veit ekki hvenær en ég veit að það er eitthvað sem mig langar til þess að gera einhvern tíman. Ég elska London og mig langar til þess að vera hér í einhvern tíma en er ekkert búin að ákveða. Það mun bara koma í ljós.“
Samfélagsmiðlar TikTok Förðun Bretland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lætur æskudrauminn rætast og leggur land undir fót Æskudraumur athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar rætist í dag þegar hann flytur til London, þar sem hann hyggst víkka út starfsemi fyrirtækis síns Swipe Media. Óhætt er að segja að Nökkvi sé kominn langt síðan hann gerði afþreyingarefni fyrir menntskælinga með hópnum 12:00 fyrir rúmum níu árum síðan. Nökkvi segir lykilinn að velgengninni felast í litlu skrefunum. 19. september 2021 07:01 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Lætur æskudrauminn rætast og leggur land undir fót Æskudraumur athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar rætist í dag þegar hann flytur til London, þar sem hann hyggst víkka út starfsemi fyrirtækis síns Swipe Media. Óhætt er að segja að Nökkvi sé kominn langt síðan hann gerði afþreyingarefni fyrir menntskælinga með hópnum 12:00 fyrir rúmum níu árum síðan. Nökkvi segir lykilinn að velgengninni felast í litlu skrefunum. 19. september 2021 07:01