Er sumarhúsið klárt fyrir veturinn? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 29. september 2021 08:00 Sumarhúsið er oft griðarstaður, í raun annað heimili fjölskyldunnar. Mikilvægt er að skilja ávallt vel við sumarhúsið til að koma í veg fyrir tjón og fara þá vel yfir vatn, rafmagn, hita og gas. Algengustu tjónin í sumarhúsum eru vegna vatns og í kjölfar innbrota. Nú er sá árstími þar sem huga þarf að frágangi sumarhúsa fyrir komandi haustlægðir og kuldatíð. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og vert að minna á nokkur mikilvæg atriði. Frágangur vatns Tjón vegna vatnsleka eru algengustu og dýrustu tjónin í sumarhúsum. Oft verða miklar skemmdir þar sem þó nokkur tími getur liðið þar til lekinn uppgötvast . Ef sumarhúsið er ekki í notkun um tíma er mikilvægt að lokað sé fyrir neysluvatn og lagnir tæmdar. Þetta getur komið í veg fyrir að lagnirnar springi í frosti sem leiðir af sér mikið tjón og óþægindi. Þess vegna er nauðsynlegt að loka ávallt fyrir inntak heita og kalda vatnsins þegar bústaður er yfirgefinn og skoða aðstæður í bústaðnum eftir mikla frostakafla. Tappa þarf af vatnslögnum og salerni en ef það er ekki hægt má setja frostlög í vatnslása og salerni. Hægt er að koma fyrir loka eða rofa sem tryggir að hægt sé að opna og loka fyrir vatn með einu handtaki. Gott er að hafa hita á ofnakerfi sumarhússins ef miðstöð er í húsinu. Það getur komið í veg fyrir að lagnir springi í frosti. Einfalt er að koma fyrir vatnsskynjara við uppþvotta- og þvottavélar og einnig eru margir sumarbústaðir með öryggiskerfi. Nú til dags er hægt að fá ýmiss konar öryggiskerfi á góðu verði. En þó svo sett sé upp öflugt öryggiskerfi ætti alltaf að fara vel yfir það helsta sem snertir öryggi hússins þegar það er yfirgefið. Þá er gott að hafa gátlista sýnilegan sem fólk getur notað til að ganga frá húsinu við brottför. Eldvarnir í sumarhúsum Mikilvægi virkra eldvarna verður seint ofmetið. Í sumarhúsum er oft mikill eldsmatur og því nauðsynlegt að hafa brunavarnir í lagi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum og kanna þarf virkni þeirra reglulega. Skipta þarf um rafhlöðu reykskynjara árlega og því getur verið gott ráð að skrifa dagsetninguna daginn sem skipt er um rafhlöðu á lítinn límmiða og festa hann á reykskynjarann. Einnig er mikilvægt að hafa eldvarnarteppi og slökkvitæki til taks og tryggja þarf flóttaleiðir. Gott er að venja sig á að taka raftæki úr sambandi þegar sumarhús er yfirgefið. Allir sumarhúsaeigendur þurfa að kaupa lögboðna brunatryggingu fyrir sumarhúsið en einnig er hægt að bæta við sérstakri sumarhúsatryggingu. Varnir gegn innbrotum Huga þarf að innbrotsvörnum í hvert sinn sem hús er yfirgefið. Gott er að draga fyrir alla glugga og geyma ekki verðmæti þar sem þau eru sýnileg utan frá. Ganga þarf úr skugga um að dyr og gluggar séu kyrfilega lokuð og að hafa helst ekki hluti úti við sem nota mætti við innbrot. Gott er að hafa útilýsingu með hreyfiskynjara og einnig að nágrannar hjálpist að við að líta til með tómu húsi, ef mögulegt er. Ýmis öryggiskerfi og öryggishlið standa til boða og eru margir sem nýta sér slíka tækni. Þegar brotist er inn í sumarhús er oft meira skemmt en stolið. Auk tjónsins sem af hlýst er óþægilegt þegar brotist er inn í persónulegar vistarverur. Er lægð í kortunum? Haustlægðir eru farnar að láta á sér kræla og mikilvægt að ganga vel frá öllum lausamunum. Ganga þarf frá útihúsgögnum, ruslatunnum, trampolíni, áhöldum og öðrum hugsanlegum lausamunum sem geta fokið og valdið skemmdum. Auk þessa þarf að sjá til þess að leiktæki séu yfirfarin reglulega og fjarlægja þarf ónýt eða illa farin leiktæki. Ganga þarf vel frá fótboltamörkum og þau sem eru í notkun þurfa að vera vel fest við jörðu. Einnig er mikilvægt að loka kyrfilega gluggum og heitum pottum. Að lokum er gott að venja sig á að líta eftir aðstæðum öðru hvoru yfir vetrartímann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Sumarhúsið er oft griðarstaður, í raun annað heimili fjölskyldunnar. Mikilvægt er að skilja ávallt vel við sumarhúsið til að koma í veg fyrir tjón og fara þá vel yfir vatn, rafmagn, hita og gas. Algengustu tjónin í sumarhúsum eru vegna vatns og í kjölfar innbrota. Nú er sá árstími þar sem huga þarf að frágangi sumarhúsa fyrir komandi haustlægðir og kuldatíð. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og vert að minna á nokkur mikilvæg atriði. Frágangur vatns Tjón vegna vatnsleka eru algengustu og dýrustu tjónin í sumarhúsum. Oft verða miklar skemmdir þar sem þó nokkur tími getur liðið þar til lekinn uppgötvast . Ef sumarhúsið er ekki í notkun um tíma er mikilvægt að lokað sé fyrir neysluvatn og lagnir tæmdar. Þetta getur komið í veg fyrir að lagnirnar springi í frosti sem leiðir af sér mikið tjón og óþægindi. Þess vegna er nauðsynlegt að loka ávallt fyrir inntak heita og kalda vatnsins þegar bústaður er yfirgefinn og skoða aðstæður í bústaðnum eftir mikla frostakafla. Tappa þarf af vatnslögnum og salerni en ef það er ekki hægt má setja frostlög í vatnslása og salerni. Hægt er að koma fyrir loka eða rofa sem tryggir að hægt sé að opna og loka fyrir vatn með einu handtaki. Gott er að hafa hita á ofnakerfi sumarhússins ef miðstöð er í húsinu. Það getur komið í veg fyrir að lagnir springi í frosti. Einfalt er að koma fyrir vatnsskynjara við uppþvotta- og þvottavélar og einnig eru margir sumarbústaðir með öryggiskerfi. Nú til dags er hægt að fá ýmiss konar öryggiskerfi á góðu verði. En þó svo sett sé upp öflugt öryggiskerfi ætti alltaf að fara vel yfir það helsta sem snertir öryggi hússins þegar það er yfirgefið. Þá er gott að hafa gátlista sýnilegan sem fólk getur notað til að ganga frá húsinu við brottför. Eldvarnir í sumarhúsum Mikilvægi virkra eldvarna verður seint ofmetið. Í sumarhúsum er oft mikill eldsmatur og því nauðsynlegt að hafa brunavarnir í lagi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum og kanna þarf virkni þeirra reglulega. Skipta þarf um rafhlöðu reykskynjara árlega og því getur verið gott ráð að skrifa dagsetninguna daginn sem skipt er um rafhlöðu á lítinn límmiða og festa hann á reykskynjarann. Einnig er mikilvægt að hafa eldvarnarteppi og slökkvitæki til taks og tryggja þarf flóttaleiðir. Gott er að venja sig á að taka raftæki úr sambandi þegar sumarhús er yfirgefið. Allir sumarhúsaeigendur þurfa að kaupa lögboðna brunatryggingu fyrir sumarhúsið en einnig er hægt að bæta við sérstakri sumarhúsatryggingu. Varnir gegn innbrotum Huga þarf að innbrotsvörnum í hvert sinn sem hús er yfirgefið. Gott er að draga fyrir alla glugga og geyma ekki verðmæti þar sem þau eru sýnileg utan frá. Ganga þarf úr skugga um að dyr og gluggar séu kyrfilega lokuð og að hafa helst ekki hluti úti við sem nota mætti við innbrot. Gott er að hafa útilýsingu með hreyfiskynjara og einnig að nágrannar hjálpist að við að líta til með tómu húsi, ef mögulegt er. Ýmis öryggiskerfi og öryggishlið standa til boða og eru margir sem nýta sér slíka tækni. Þegar brotist er inn í sumarhús er oft meira skemmt en stolið. Auk tjónsins sem af hlýst er óþægilegt þegar brotist er inn í persónulegar vistarverur. Er lægð í kortunum? Haustlægðir eru farnar að láta á sér kræla og mikilvægt að ganga vel frá öllum lausamunum. Ganga þarf frá útihúsgögnum, ruslatunnum, trampolíni, áhöldum og öðrum hugsanlegum lausamunum sem geta fokið og valdið skemmdum. Auk þessa þarf að sjá til þess að leiktæki séu yfirfarin reglulega og fjarlægja þarf ónýt eða illa farin leiktæki. Ganga þarf vel frá fótboltamörkum og þau sem eru í notkun þurfa að vera vel fest við jörðu. Einnig er mikilvægt að loka kyrfilega gluggum og heitum pottum. Að lokum er gott að venja sig á að líta eftir aðstæðum öðru hvoru yfir vetrartímann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun