Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2021 11:01 Elías Rafn Ólafsson í leik með U-17 ára landsliðinu í blaki á móti á Englandi 2015. blaksamband íslands Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. Elías hefur slegið í gegn með Midtjylland á undanförnum vikum og haldið hreinu í fimm af fyrstu sex leikjum sínum fyrir aðallið félagsins. Hann æfði þrjár íþróttir á yngri árum, náði langt í tveimur þeirra en valdi á endanum fótboltann. „Ég æfði bæði blak og handbolta þegar ég var yngri. Blak aðeins lengur en ég svo valdi ég fótbolta sem ég sé alls ekki eftir,“ sagði Elías í samtali við Vísi í gær. Hann æfði blak með HK, lék með yngri landsliðunum og tvo A-landsleiki. Þeir komu báðir gegn Færeyjum í maí 2015 í undirbúningi fyrir Smáþjóðaleikana sem voru haldnir hér á landi. Þá var Elías aðeins fimmtán ára. Þrátt fyrir að vera kominn í A-landsliðið þetta ungur varð blakið ekki fyrir valinu heldur fótboltinn. „Á sínum tíma var erfitt að skilja við blakið en það var engin spurning hvað ég átti að velja. Ég vissi það alveg sjálfur,“ sagði Elías. Hann er þó viss um að hann hefði einnig gert það gott í blakinu. „Ég hefði án efa náð langt í því líka en ég er ánægður með ákvörðunina,“ sagði Elías. Elías ásamt bræðrum sínum, Björgvini Inga (grænklæddur) og Gunnari Heimi (nr. 2). Með þeim á myndinni eru bræðurnir Máni (nr. 18) og Markús Ingi (nr. 4) Matthíassynir.blaksamband íslands Þess má geta að báðir foreldarar Elíasar, Ólafur Heimir Guðmundsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir léku fyrir A-landsliðið í blaki. Ólafur lék 64 landsleiki og Ingibjörg 54. Elías hefur leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landsliðið í fótbolta og var valinn í A-landsliðið fyrir tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í fyrra. Hópur A-landsliðsins fyrir leikina gegn Liechtenstein og Armeníu í undankeppni HM í næsta mánuði verður kynntur á morgun. Danski boltinn Blak Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Elías hefur slegið í gegn með Midtjylland á undanförnum vikum og haldið hreinu í fimm af fyrstu sex leikjum sínum fyrir aðallið félagsins. Hann æfði þrjár íþróttir á yngri árum, náði langt í tveimur þeirra en valdi á endanum fótboltann. „Ég æfði bæði blak og handbolta þegar ég var yngri. Blak aðeins lengur en ég svo valdi ég fótbolta sem ég sé alls ekki eftir,“ sagði Elías í samtali við Vísi í gær. Hann æfði blak með HK, lék með yngri landsliðunum og tvo A-landsleiki. Þeir komu báðir gegn Færeyjum í maí 2015 í undirbúningi fyrir Smáþjóðaleikana sem voru haldnir hér á landi. Þá var Elías aðeins fimmtán ára. Þrátt fyrir að vera kominn í A-landsliðið þetta ungur varð blakið ekki fyrir valinu heldur fótboltinn. „Á sínum tíma var erfitt að skilja við blakið en það var engin spurning hvað ég átti að velja. Ég vissi það alveg sjálfur,“ sagði Elías. Hann er þó viss um að hann hefði einnig gert það gott í blakinu. „Ég hefði án efa náð langt í því líka en ég er ánægður með ákvörðunina,“ sagði Elías. Elías ásamt bræðrum sínum, Björgvini Inga (grænklæddur) og Gunnari Heimi (nr. 2). Með þeim á myndinni eru bræðurnir Máni (nr. 18) og Markús Ingi (nr. 4) Matthíassynir.blaksamband íslands Þess má geta að báðir foreldarar Elíasar, Ólafur Heimir Guðmundsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir léku fyrir A-landsliðið í blaki. Ólafur lék 64 landsleiki og Ingibjörg 54. Elías hefur leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landsliðið í fótbolta og var valinn í A-landsliðið fyrir tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í fyrra. Hópur A-landsliðsins fyrir leikina gegn Liechtenstein og Armeníu í undankeppni HM í næsta mánuði verður kynntur á morgun.
Danski boltinn Blak Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn