Ósáttur með hversu illa hefur gengið að koma liðinu á stórmót og vill reyna breyta því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 20:00 Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, býst við erfiðum leikjum. Vísir/Bára Dröfn Arnar Pétursson - þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta - segir muninn á árangri karla og kvenna landsliða Íslands of mikinn. Hann vill breyta því á komandi árum en Arnar er samningsbundinn HSÍ næstu þrjú árin. Íslenska kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í Stokkhólmi 7. október og Serbíu á Ásvöllum þremur dögum síðar. Arnar hefur skýr markmið í þeirri vinnu sem framundan er. „Það sem ég vill sjá og fá út úr þessum leikjum er að við getum tekið út úr þessu mjög góða kafla sem við getum síðan byggt ofan á áfram. Við þurfum aðeins að horfa til langstíma og þessir leikir verða kannski partur af því lærdómsferli sem við þurfum að fara í gegnum og við þurfum þá af því að læra af því og geta byggt ofan á því,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi. Óeðlilegur munur á milli liðanna „Við viljum gera það. Við viljum sjá breytingar og stíga skref fram á við. Okkur finnst við hafa verið of langt á eftir kvennamegin, það er ekkert leyndarmál. Ég get bara sagt það eins og það er.“ „Mér finnst mjög óeðlilegt að við séum – það er kvennaliðið – sé búið að fara á þrjú stórmót frá aldamótum á meðan strákarnir eru að fara á sitt 25. stórmót. Það þarf ekki að vera þessi munur og það er eitthvað óeðlilegt við þetta. Ég vil reyna breyta því, ég held að við og HSÍ séum að reyna stíga skref í þá átt.“ Getur „æfingakúltur“ á Íslandi spili sinn þátt í því? „Örugglega að einhverju leyti gerir það, þurfum kannski að vera hreinskilin með það. Fyrsta skrefið er kannski að átta sig á hvaða stað við erum, ef við erum að horfa á boltann eins og hann er að þróast í Evrópu þá höfum við á undanförnum árum verið að dragast aftur úr. Þetta er samspil ýmissa þátta. Getum gert betur í tækni og líkamlega þættinum. Þá erum við að horfa á styrk, snerpu og hraða. Það liggur eflaust að stórum hluta í þeim kúltúr sem við höfum verið að byggja upp og við þurfum bara að breyta honum.“ Klippa: Arnar telur komandi leiki vera hluti af lærdómsferli landsliðsins Um viðbótina í þjálfarateymið Arnari hefur boðist liðsstyrkur en ásamt Ágústi Jóhannssyni, aðstoðarþjálfara, koma hinar þrautreyndu Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir inn í teymið. „Ég er gríðarlega ánægður með að okkur skyldi hafa tekist að tala þær inn á þetta. Þær eru miklir sigurvegarar, sennilega fáar íþróttakonur hér heima sem hafa unnið jafn mikið og þær. Þær hafa tekið þátt í þessum þremur stórmótum sem liðið hefur unnið sér keppnisrétt á þessari öld og eru miklir karakterar og sigurvegarar. Það er frábært fyrir okkur að fá þær inn í teymið og frábært fyrir þær ungur stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í hópinn hjá okkur að hafa þær sem leiðbeinendur og fyrirmyndir. Ég fagna því bara að hafa náð þeim inn,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, að lokum. Hrafnhildur Ósk og Anna Úrsúla hafa unnið fleiri titla á ferlinum en eðlilegt er talið. Þær munu nú miðla reynslu sinni til leikmanna íslenska landsliðsins.Vísir/Sigurjón Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í Stokkhólmi 7. október og Serbíu á Ásvöllum þremur dögum síðar. Arnar hefur skýr markmið í þeirri vinnu sem framundan er. „Það sem ég vill sjá og fá út úr þessum leikjum er að við getum tekið út úr þessu mjög góða kafla sem við getum síðan byggt ofan á áfram. Við þurfum aðeins að horfa til langstíma og þessir leikir verða kannski partur af því lærdómsferli sem við þurfum að fara í gegnum og við þurfum þá af því að læra af því og geta byggt ofan á því,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi. Óeðlilegur munur á milli liðanna „Við viljum gera það. Við viljum sjá breytingar og stíga skref fram á við. Okkur finnst við hafa verið of langt á eftir kvennamegin, það er ekkert leyndarmál. Ég get bara sagt það eins og það er.“ „Mér finnst mjög óeðlilegt að við séum – það er kvennaliðið – sé búið að fara á þrjú stórmót frá aldamótum á meðan strákarnir eru að fara á sitt 25. stórmót. Það þarf ekki að vera þessi munur og það er eitthvað óeðlilegt við þetta. Ég vil reyna breyta því, ég held að við og HSÍ séum að reyna stíga skref í þá átt.“ Getur „æfingakúltur“ á Íslandi spili sinn þátt í því? „Örugglega að einhverju leyti gerir það, þurfum kannski að vera hreinskilin með það. Fyrsta skrefið er kannski að átta sig á hvaða stað við erum, ef við erum að horfa á boltann eins og hann er að þróast í Evrópu þá höfum við á undanförnum árum verið að dragast aftur úr. Þetta er samspil ýmissa þátta. Getum gert betur í tækni og líkamlega þættinum. Þá erum við að horfa á styrk, snerpu og hraða. Það liggur eflaust að stórum hluta í þeim kúltúr sem við höfum verið að byggja upp og við þurfum bara að breyta honum.“ Klippa: Arnar telur komandi leiki vera hluti af lærdómsferli landsliðsins Um viðbótina í þjálfarateymið Arnari hefur boðist liðsstyrkur en ásamt Ágústi Jóhannssyni, aðstoðarþjálfara, koma hinar þrautreyndu Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir inn í teymið. „Ég er gríðarlega ánægður með að okkur skyldi hafa tekist að tala þær inn á þetta. Þær eru miklir sigurvegarar, sennilega fáar íþróttakonur hér heima sem hafa unnið jafn mikið og þær. Þær hafa tekið þátt í þessum þremur stórmótum sem liðið hefur unnið sér keppnisrétt á þessari öld og eru miklir karakterar og sigurvegarar. Það er frábært fyrir okkur að fá þær inn í teymið og frábært fyrir þær ungur stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í hópinn hjá okkur að hafa þær sem leiðbeinendur og fyrirmyndir. Ég fagna því bara að hafa náð þeim inn,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, að lokum. Hrafnhildur Ósk og Anna Úrsúla hafa unnið fleiri titla á ferlinum en eðlilegt er talið. Þær munu nú miðla reynslu sinni til leikmanna íslenska landsliðsins.Vísir/Sigurjón
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sjá meira