Virðingarleysi við Leo Messi að láta hann liggja þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 10:30 Neymar athugar hvernig Lionel Messi hefur það rétt fyrir eina aukaspyrnu Manchester City í Meistaradeildarleik PSG og City á Parc des Princes í gærkvöldi. EPA-EFE/YOAN VALAT Ein nýjasta tískan í fótboltanum er að láta menn liggja fyrir aftan varnarvegginn í aukaspyrnum mótherjanna. Það áttu þó fáir að sjá einn besta fótboltamann sögunnar í því hlutverki. Gærkvöldið var vissulega fyrsta gleðikvöld Lionel Messi í París þegar hann opnaði markareikning sinn með franska félaginu Paris Saint Germain. Markið vakti vissulega mikla athygli enda glæsilegt og langþráð fyrsta mark hans fyrir franska félagið. Flere reagerte da superstjerna Lionel Messi la seg bak PSG-muren. https://t.co/RafZPAzxRL— Dagbladet Sport (@db_sport) September 29, 2021 Það vakti þó ekki síður umræðu á netinu þegar Messi var settur í það hlutverk að liggja fyrir aftan varnarvegginn í einni aukaspyrnu Manchester City manna. Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er nú sérfræðingur á BT Sport og hann var allt annað en hrifinn. „Á því augnabliki þegar Mauricio Pochettino (stjóri PSG) lagði að til á æfingu að Messi myndi liggja fyrir aftan varnarvegginn í aukaspyrnum þá átti einhver liðsfélagi hans að stíga fram og segja: Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Rio Ferdinand. Imagine being the guy who tells Messi to lay down behind the wall pic.twitter.com/PDLD0FPJDX— Nubaid (@RamboFYI) September 28, 2021 „Nei, nei, nei, nei. Þetta má ekki. Þetta er algjört virðingarleysi og ég gæti aldrei leyft þetta,“ sagði Ferdinand. „Ef ég hefði verið í liðinu hefði ég sagt við Messi: Ég skal leggjast niður í stað fyrir þig,“ sagði Ferdinand. Owen Hargreaves, annar sérfræðingur á BT Sport, var á sama máli. "It's Messi behind the wall!" - @mbrowny1977 "It's not?! How? How can they make Messi lie there?" - @bbcjohnmurray "Who dared asked Lionel Messi to be the draught excluder?!" - @mbrowny1977 FT: PSG 2-0 Man City #bbcfootball #PSGMCI— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 28, 2021 „Við trúðum þessu ekki. Hann er einn af þeim bestu í sögunni ef ekki sá besti,“ sagði Hargreaves. Knattspyrnuáhugafólk á netinu spurði sig og aðra að því hvernig þetta gat gerst og líka hver hafi vogað sér að biðja Messi um að gera þetta. Seinna í leiknum var þó komið að Kylian Mbappé að fara í það hlutverk að leggjast fyrir aftan varnarvegginn. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Gærkvöldið var vissulega fyrsta gleðikvöld Lionel Messi í París þegar hann opnaði markareikning sinn með franska félaginu Paris Saint Germain. Markið vakti vissulega mikla athygli enda glæsilegt og langþráð fyrsta mark hans fyrir franska félagið. Flere reagerte da superstjerna Lionel Messi la seg bak PSG-muren. https://t.co/RafZPAzxRL— Dagbladet Sport (@db_sport) September 29, 2021 Það vakti þó ekki síður umræðu á netinu þegar Messi var settur í það hlutverk að liggja fyrir aftan varnarvegginn í einni aukaspyrnu Manchester City manna. Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er nú sérfræðingur á BT Sport og hann var allt annað en hrifinn. „Á því augnabliki þegar Mauricio Pochettino (stjóri PSG) lagði að til á æfingu að Messi myndi liggja fyrir aftan varnarvegginn í aukaspyrnum þá átti einhver liðsfélagi hans að stíga fram og segja: Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Rio Ferdinand. Imagine being the guy who tells Messi to lay down behind the wall pic.twitter.com/PDLD0FPJDX— Nubaid (@RamboFYI) September 28, 2021 „Nei, nei, nei, nei. Þetta má ekki. Þetta er algjört virðingarleysi og ég gæti aldrei leyft þetta,“ sagði Ferdinand. „Ef ég hefði verið í liðinu hefði ég sagt við Messi: Ég skal leggjast niður í stað fyrir þig,“ sagði Ferdinand. Owen Hargreaves, annar sérfræðingur á BT Sport, var á sama máli. "It's Messi behind the wall!" - @mbrowny1977 "It's not?! How? How can they make Messi lie there?" - @bbcjohnmurray "Who dared asked Lionel Messi to be the draught excluder?!" - @mbrowny1977 FT: PSG 2-0 Man City #bbcfootball #PSGMCI— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 28, 2021 „Við trúðum þessu ekki. Hann er einn af þeim bestu í sögunni ef ekki sá besti,“ sagði Hargreaves. Knattspyrnuáhugafólk á netinu spurði sig og aðra að því hvernig þetta gat gerst og líka hver hafi vogað sér að biðja Messi um að gera þetta. Seinna í leiknum var þó komið að Kylian Mbappé að fara í það hlutverk að leggjast fyrir aftan varnarvegginn.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira