„Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2021 10:33 Nýkjörið þing, eða þannig. Þetta er þingliðið sem mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort það er réttilega kjörið. vísir/hjalti Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. Eins og fram hefur komið hefur Landskjörstjórn vísað þeim vanda sem upp er kominn vegna talningaklúðursins í Norðvesturkjördæmi til Alþingis. Var ekki örgrannt um að Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, væri föl og fá þegar hún greindi frá niðurstöðu stjórnarinnar sem fólst í því að vísa málinu til Alþingis lögum samkvæmt. En ekki er víst að það leysi þann hnút sem upp er kominn, nema síður sé. Kerfið virðist hverfast um sjálft sig, eins og Eiríkur bendir á en hann hefur teiknað upp stöðuna eins og hún horfir við honum: „Sko - segjum nú að Alþingi samþykki með 35 atkvæðum gegn 28 að kosningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið ógild. Segjum nú að allir 8 þingmenn Norðvesturkjördæmis greiði atkvæði með ógildingu (kannski ólíklegt, en ekki óhugsandi). En ef kosning þeirra er ógild þá hljóta atkvæði þeirra í þessari atkvæðagreiðslu að vera það líka. Þar með fækkar stuðningsmönnum ógildingar um 8 og verða ekki 35 heldur 27, og tillaga um ógildingu kosningar er þá felld með 28 atkvæðum gegn 27. En ef kosningin er ekki ógild þá eru atkvæði þingmannanna það ekki heldur, þannig að tillagan er samþykkt – eða hvað? Ég sé ekki betur en þetta sé gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi.“ Stórbrotið klandur Í athugasemdum velta ýmsir fyrir sér þeirri stöðu sem upp er komin. Pétur Þorsteinsson bendir á hið augljósa, að þetta sé stórbrotið klandur. Halla Sverrisdóttir segir að það sé sama hvað hún reyni, hún fái það ekki til að ganga upp að þing skipað þingmönnum sem ekki er formlega búið að lýsa yfir að hafi verið réttkjörnir, skipi nefnd sem ekki er formlega búið að … og svo framvegis. „Til að staðfesta að téð að staðfesta að téð nýkosið þing hafi verið réttkjörið. Það getur auðvitað verið að þarna sé eitthvað sem mér yfirsést sem fær þetta allt saman við að meika sens, en ef svo er má gjarnan benda mér á það.“ Kristján Sveinbjörnsson segir að ef kosið verði að nýju í Norðvestur kjördæmi geti sú kosning haft áhrif á alla uppbótarþingmennina, samtals 20. Og Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson segir að þetta verði aldrei leyst þanngi að allir verði sáttir. „En hvað um það, þetta staðfestir að stjórnarskráin, sem við notumst við, er ónýt (það vissum við reyndar fyrir).“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Eins og fram hefur komið hefur Landskjörstjórn vísað þeim vanda sem upp er kominn vegna talningaklúðursins í Norðvesturkjördæmi til Alþingis. Var ekki örgrannt um að Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, væri föl og fá þegar hún greindi frá niðurstöðu stjórnarinnar sem fólst í því að vísa málinu til Alþingis lögum samkvæmt. En ekki er víst að það leysi þann hnút sem upp er kominn, nema síður sé. Kerfið virðist hverfast um sjálft sig, eins og Eiríkur bendir á en hann hefur teiknað upp stöðuna eins og hún horfir við honum: „Sko - segjum nú að Alþingi samþykki með 35 atkvæðum gegn 28 að kosningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið ógild. Segjum nú að allir 8 þingmenn Norðvesturkjördæmis greiði atkvæði með ógildingu (kannski ólíklegt, en ekki óhugsandi). En ef kosning þeirra er ógild þá hljóta atkvæði þeirra í þessari atkvæðagreiðslu að vera það líka. Þar með fækkar stuðningsmönnum ógildingar um 8 og verða ekki 35 heldur 27, og tillaga um ógildingu kosningar er þá felld með 28 atkvæðum gegn 27. En ef kosningin er ekki ógild þá eru atkvæði þingmannanna það ekki heldur, þannig að tillagan er samþykkt – eða hvað? Ég sé ekki betur en þetta sé gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi.“ Stórbrotið klandur Í athugasemdum velta ýmsir fyrir sér þeirri stöðu sem upp er komin. Pétur Þorsteinsson bendir á hið augljósa, að þetta sé stórbrotið klandur. Halla Sverrisdóttir segir að það sé sama hvað hún reyni, hún fái það ekki til að ganga upp að þing skipað þingmönnum sem ekki er formlega búið að lýsa yfir að hafi verið réttkjörnir, skipi nefnd sem ekki er formlega búið að … og svo framvegis. „Til að staðfesta að téð að staðfesta að téð nýkosið þing hafi verið réttkjörið. Það getur auðvitað verið að þarna sé eitthvað sem mér yfirsést sem fær þetta allt saman við að meika sens, en ef svo er má gjarnan benda mér á það.“ Kristján Sveinbjörnsson segir að ef kosið verði að nýju í Norðvestur kjördæmi geti sú kosning haft áhrif á alla uppbótarþingmennina, samtals 20. Og Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson segir að þetta verði aldrei leyst þanngi að allir verði sáttir. „En hvað um það, þetta staðfestir að stjórnarskráin, sem við notumst við, er ónýt (það vissum við reyndar fyrir).“
„Sko - segjum nú að Alþingi samþykki með 35 atkvæðum gegn 28 að kosningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið ógild. Segjum nú að allir 8 þingmenn Norðvesturkjördæmis greiði atkvæði með ógildingu (kannski ólíklegt, en ekki óhugsandi). En ef kosning þeirra er ógild þá hljóta atkvæði þeirra í þessari atkvæðagreiðslu að vera það líka. Þar með fækkar stuðningsmönnum ógildingar um 8 og verða ekki 35 heldur 27, og tillaga um ógildingu kosningar er þá felld með 28 atkvæðum gegn 27. En ef kosningin er ekki ógild þá eru atkvæði þingmannanna það ekki heldur, þannig að tillagan er samþykkt – eða hvað? Ég sé ekki betur en þetta sé gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi.“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent