Reyndu að taka refinn og koma honum í Húsdýragarðinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. september 2021 07:01 Refurinn Gústi heitir í höfuðið á eiganda sínum Ágústi Beinteini. aðsend Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni. „Já, þau hjá MAST bönkuðu upp á hjá mér. Mér brá nú svolítið í brún við að sjá fólk í einkennisbúningum spyrjast fyrir um Gústa Jr.,“ segir Ágúst, í samtali við Vísi. Ágúst er plötusnúður og gengur undir nafninu Gústi B. „Þetta var allt frekar súrrealískt. MAST talaði eitthvað um Húsdýragarðinn en ég held að það sé ekkert fyrir ref eins og Gústa,“ heldur hann áfram og segir MAST hafa krafist þess að hann afhenti þeim refinn en hann neitað því. @gustib_1 Gústi Jr. fékk heimsókn frá leynigesti Taggið tvo vini í comments Get Into It (Yuh) - Doja Cat „Ég fer ekki að gefa hann frá mér úr þessu. Hann er auðvitað fyrst og fremst vinur minn. Ég hef fengið nokkur tilboð í refinn í gegn um samfélagsmiðla en ég fer auðvitað ekki að selja vin minn,“ segir Ágúst. Hann segir Gústa fyrst og fremst eiga sig sjálfur. Hann vill ekki gefa mikið upp um stöðuna en spurður hvaðan refurinn eiginlega komi segir hann: „Refurinn kemur úr náttúrunni. Upphaflega átti að aflífa hann en sem betur fer var honum bjargað og lifir góðu lífi í dag.“ Ólöglegt að halda villt dýr Konráð Konráðsson héraðsdýralæknir segist kannast við málið í samtali við fréttastofu. Hann vill þó ekki tjá sig neitt um það að öðru leyti en að embættinu hafi borist tilkynning um málið og það sé nú í ferli. Hann bendir þó á að það sé óheimilt samkvæmt lögum að halda villt dýr. Sjálfur segir Ágúst að þegar eftirlitsmenn MAST hafi bankað upp á hjá sér til að reyna að taka refinn hafi „þeir haft áhyggjur af því að þetta gæti valdið því að fólk úti um allan bæ færi að fá sér ref sem gæludýr“. Gústi og Gústi Jr. á góðri stundu.aðsend „Ég sagði þeim að þau þyrftu engar áhyggjur að hafa enda væri ekkert grín að verða sér úti um eitt stykki ref,“ segir Ágúst og bætir við: „Ég ætti að þekkja það.“ En er þetta ekki ill meðferð á dýri að þínu mati? „Nei, ekki finnst mér það. Gústi er alsæll; hann fær oft pylsur í morgunmat en það er einmitt hans uppáhaldsmatur. Hann er í fullu fæði, fær hrein rúmföt vikulega og skortir í rauninni ekkert.“ Aðeins fengið að narta í túristana Ágúst segir refinn pluma sig ágætlega í borgarlífinu. Hann hafi fengið gesti í heimsókn og „aðeins fengið að narta í túristana“. @gustib_1 Þetta er besti vinur minn, Gústi Jr. original sound - Gústi B Hann segir refinn gæfan sem lamb. „Hann hefur ekki bitið neinn til blóðs í þessari viku, svo það eru framfarir!“ segir Ágúst. Þar má greina nokkra háð í orðum hans. Hann segist oft hafa reynt að keyra með refinn út á land og sleppa honum lausum en „hann hefur fúlsað við öllum þeim grenjum sem honum hefur verið boðið upp á“. „Hann er mikill lúxusrefur og lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Þess vegna tel ég mjög ólíklegt að Húsdýragarðurinn geti séð fyrir hans þörfum, þótt það myndi vissulega kveikja aðeins í miðasölu garðsins,“ segir Ágúst og spyr sig hvort hann ætti þá rétt á einhverri prósentu af miðasölunni ef til þess kæmi. „Ég þyrfti að spyrja þau hjá MAST að því.“ Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Gústi B frumsýnir nýtt myndband Tónlistarmaðurinn, leikarinn og plötusnúðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, frumsýnir glænýtt lag ásamt tónlistarmyndbandi á Vísi í kvöld. 26. febrúar 2021 21:00 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
„Já, þau hjá MAST bönkuðu upp á hjá mér. Mér brá nú svolítið í brún við að sjá fólk í einkennisbúningum spyrjast fyrir um Gústa Jr.,“ segir Ágúst, í samtali við Vísi. Ágúst er plötusnúður og gengur undir nafninu Gústi B. „Þetta var allt frekar súrrealískt. MAST talaði eitthvað um Húsdýragarðinn en ég held að það sé ekkert fyrir ref eins og Gústa,“ heldur hann áfram og segir MAST hafa krafist þess að hann afhenti þeim refinn en hann neitað því. @gustib_1 Gústi Jr. fékk heimsókn frá leynigesti Taggið tvo vini í comments Get Into It (Yuh) - Doja Cat „Ég fer ekki að gefa hann frá mér úr þessu. Hann er auðvitað fyrst og fremst vinur minn. Ég hef fengið nokkur tilboð í refinn í gegn um samfélagsmiðla en ég fer auðvitað ekki að selja vin minn,“ segir Ágúst. Hann segir Gústa fyrst og fremst eiga sig sjálfur. Hann vill ekki gefa mikið upp um stöðuna en spurður hvaðan refurinn eiginlega komi segir hann: „Refurinn kemur úr náttúrunni. Upphaflega átti að aflífa hann en sem betur fer var honum bjargað og lifir góðu lífi í dag.“ Ólöglegt að halda villt dýr Konráð Konráðsson héraðsdýralæknir segist kannast við málið í samtali við fréttastofu. Hann vill þó ekki tjá sig neitt um það að öðru leyti en að embættinu hafi borist tilkynning um málið og það sé nú í ferli. Hann bendir þó á að það sé óheimilt samkvæmt lögum að halda villt dýr. Sjálfur segir Ágúst að þegar eftirlitsmenn MAST hafi bankað upp á hjá sér til að reyna að taka refinn hafi „þeir haft áhyggjur af því að þetta gæti valdið því að fólk úti um allan bæ færi að fá sér ref sem gæludýr“. Gústi og Gústi Jr. á góðri stundu.aðsend „Ég sagði þeim að þau þyrftu engar áhyggjur að hafa enda væri ekkert grín að verða sér úti um eitt stykki ref,“ segir Ágúst og bætir við: „Ég ætti að þekkja það.“ En er þetta ekki ill meðferð á dýri að þínu mati? „Nei, ekki finnst mér það. Gústi er alsæll; hann fær oft pylsur í morgunmat en það er einmitt hans uppáhaldsmatur. Hann er í fullu fæði, fær hrein rúmföt vikulega og skortir í rauninni ekkert.“ Aðeins fengið að narta í túristana Ágúst segir refinn pluma sig ágætlega í borgarlífinu. Hann hafi fengið gesti í heimsókn og „aðeins fengið að narta í túristana“. @gustib_1 Þetta er besti vinur minn, Gústi Jr. original sound - Gústi B Hann segir refinn gæfan sem lamb. „Hann hefur ekki bitið neinn til blóðs í þessari viku, svo það eru framfarir!“ segir Ágúst. Þar má greina nokkra háð í orðum hans. Hann segist oft hafa reynt að keyra með refinn út á land og sleppa honum lausum en „hann hefur fúlsað við öllum þeim grenjum sem honum hefur verið boðið upp á“. „Hann er mikill lúxusrefur og lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Þess vegna tel ég mjög ólíklegt að Húsdýragarðurinn geti séð fyrir hans þörfum, þótt það myndi vissulega kveikja aðeins í miðasölu garðsins,“ segir Ágúst og spyr sig hvort hann ætti þá rétt á einhverri prósentu af miðasölunni ef til þess kæmi. „Ég þyrfti að spyrja þau hjá MAST að því.“
Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Gústi B frumsýnir nýtt myndband Tónlistarmaðurinn, leikarinn og plötusnúðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, frumsýnir glænýtt lag ásamt tónlistarmyndbandi á Vísi í kvöld. 26. febrúar 2021 21:00 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
Gústi B frumsýnir nýtt myndband Tónlistarmaðurinn, leikarinn og plötusnúðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, frumsýnir glænýtt lag ásamt tónlistarmyndbandi á Vísi í kvöld. 26. febrúar 2021 21:00